Gengur aldrei í bleiku 11. ágúst 2005 00:01 "Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil." Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
"Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil."
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira