Innlent

Líst ekki á stöðuna

"Mér líst ekki vel á stöðunna eins og er en ekki er öll nótt úti enn," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar um strand R-lista viðræðna. "Það á eftir að ræða stöðuna á félagsfundum á næstu dögum. Ég leit svo á að tillagan, sem Samfylkingin lagði fram í gær, stuðlaði að jafnræði meðal flokkana og opnaði leið inn á listann fyrir óháða og óflokksbundna. Þeir frambjóðendur hefðu ekki getað komist ofar en í sjöunda eða áttunda sæti samkvæmt tillögunni. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði allt skoðað mjög alvarlega því ég tel að R-listinn hafi enn miklu hlutverki að gegna í höfuðborginni," segir Ingibjörg Sólrún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×