Innlent

Össur snuprar útgerðarmenn

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur útgerðarmenn á beinið fyrir að ætla að kæra úthlutun byggðakvóta á þeim forsendum að með því sé verið að taka af þeim stjórnarskrárvarin eignarréttindi af því byggðakvótinn minnkar þeirra hlut. „Þetta er fráleit ósvífni,“ segir Össur á heimasíðu sinni. Hann segir að útgerðarmenn eigi ekki fiskinn í sjónum. Þeir hafi aðeins tímabundinn rétt til þess að nytja hann eftir ákveðnum reglum sem löggjafinn setur. Og Össur heldur áfram: „Mönnum getur sýnst sitt hvað um byggðakvótann en hann er ákveðinn af fulltrúum fólksins - þinginu - og úthlutað af framkvæmdavaldinu skv. löglegum reglum til að bæta stöðu illa settra byggðarlaga.“ Össur segir enn fremur að útgerðarmenn séu ekki æðri Alþingi þótt þeir eigi kannski stjórnarflokkana báða með húð og hári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×