Segir Baugsmál storm í vatnsglasi 12. ágúst 2005 00:01 Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest. Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest.
Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira