Innlent

Hefur skömm á stjórnarþingmönnum

"Þetta er algjör leikaraskapur og ég hef sífellt meiri og meiri skömm á því hvernig stjórnarþingmenn geta komið fram við fólkið á landsbyggðinni," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslindaflokksins aðspurður um viðbrögð stjórnarþingmanna við ástandinu á Bíldudal. Sigurjón var einn þeirra þingmanna sem sat fund með fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og bæjarstjórnarmönnum Vesturbyggðar fyrir skemmstu þar sem rætt var um atvinnuástnd á Bíldudal eftir að útgerðarfyrirtækið Bílddælingur lagði niður starfsemi sína. Á þeim fundi var ákveðið að Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða færi yfir rekstur Bílddælings og í framhaldi af því yrði brugðist við. Sigurjón segir þetta ljótan leik sem framlengi aðeins þjáningu þeirra sem gjalda fyrir ástandið. "Það þarf ekkert allt að hvíla á því hvað kemur fram í þessum gögnum. Og ef það er trú stjórnarþingmanna að það sé engin leið að halda úti útgerð frá Bíldudal þá ættu þeir að taka á því strax og láta þá fólkið hafa aðra atvinnu í staðin fyrir þá sem gerðu að söluvöru og seldu frá þeim. Nú ef þeir trúa því að einhver úrræði séu til ættu þeir að hefjast handa strax," segir Sigurjón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×