Eins og litlir seppar 13. ágúst 2005 00:01 Kristinn Björnsson er einn af eigendum Morgunblaðsins. Hvað myndi mönnum finnast ef Morgunblaðið birti ákærurnar í olíumálinu með ritskýringum Kristins Björnssonar? Fréttablaðið gerir svipaðan hlut í dag. Það prentar ákærurnar í Baugsmálinu með ritskýringum Baugsmanna. Birtir aumkunarverðan leiðara þar sem þetta er réttlætt. Deginum áður var ákærunum lekið í breskt blað. Það er greinilegt að þetta er skipulögð áróðursherferð. Almenningur á helst ekki að fá að draga eigin ályktarnir. Þetta er einhver versti – nei, versti - dómgreindarbrestur sem maður hefur séð í fjölmiðli á Íslandi. Því miður læðist að manni sá grunur að þeir sjái ekkert athugavert við þetta. Það er áhyggjuefni. Ritstjórn Fréttablaðsins treystir sér ekki til að leggja sjálfstætt mat á dómsmál á hendur eigendum sínum. Blaðamennirnir haga sér eins og litlir seppar. Á sama tíma er Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, hugmyndafræðingur Baugsmiðlanna og helsti baráttumaðurinn í fjölmiðlamálinu í fyrra, að eignast stóran hlut í fyrirtækinu sem hann getur selt að vild og auðgast verulega. Þetta er til vansa. Maður sér nú að Davíð Oddsson hafði á réttu að standa síðastliðið vor. Það var nauðsyn að setja lög um fjölmiðla. Illu heilli. En við fjölmiðlamenn erum í vondum málum. Því miður þegja þeir nú sem ættu að hafa mikið að segja - eða tala þvert gegn öllu sem þeir hafa staðið fyrir. Beygja sig fyrir valdi og peningum. Það er óskaplegt að horfa á hvernig ólíklegustu menn eru orðnir meðfærileg verkfæri í höndum eigenda sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Kristinn Björnsson er einn af eigendum Morgunblaðsins. Hvað myndi mönnum finnast ef Morgunblaðið birti ákærurnar í olíumálinu með ritskýringum Kristins Björnssonar? Fréttablaðið gerir svipaðan hlut í dag. Það prentar ákærurnar í Baugsmálinu með ritskýringum Baugsmanna. Birtir aumkunarverðan leiðara þar sem þetta er réttlætt. Deginum áður var ákærunum lekið í breskt blað. Það er greinilegt að þetta er skipulögð áróðursherferð. Almenningur á helst ekki að fá að draga eigin ályktarnir. Þetta er einhver versti – nei, versti - dómgreindarbrestur sem maður hefur séð í fjölmiðli á Íslandi. Því miður læðist að manni sá grunur að þeir sjái ekkert athugavert við þetta. Það er áhyggjuefni. Ritstjórn Fréttablaðsins treystir sér ekki til að leggja sjálfstætt mat á dómsmál á hendur eigendum sínum. Blaðamennirnir haga sér eins og litlir seppar. Á sama tíma er Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, hugmyndafræðingur Baugsmiðlanna og helsti baráttumaðurinn í fjölmiðlamálinu í fyrra, að eignast stóran hlut í fyrirtækinu sem hann getur selt að vild og auðgast verulega. Þetta er til vansa. Maður sér nú að Davíð Oddsson hafði á réttu að standa síðastliðið vor. Það var nauðsyn að setja lög um fjölmiðla. Illu heilli. En við fjölmiðlamenn erum í vondum málum. Því miður þegja þeir nú sem ættu að hafa mikið að segja - eða tala þvert gegn öllu sem þeir hafa staðið fyrir. Beygja sig fyrir valdi og peningum. Það er óskaplegt að horfa á hvernig ólíklegustu menn eru orðnir meðfærileg verkfæri í höndum eigenda sinna.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun