Innlent

Vilja kosningar um álversstækkun

Vinstri - grænir í Hafnarfirði vilja halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík og stefna að því að standa fyrir undirskriftarsöfnun vegna þessa. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í í Hafnarfirði í gærkvöldi. Í ályktuninni kemur einnig fram að fyrirhuguð stækkun álversins í Straumsvík hafi gríðarleg áhrif á Hafnarfjörð út frá ímynd bæjarins, mengun lofts og sjónmengun. Það sé eðlilegt þegar taka eigi ákvarðanir um svo veigamiklar breytingar sem varði nágrenni Hafnarfjarðar, íbúana og framtíð bæjarins svo miklu að íbúar fái sjálfir að segja sitt álit. Því hafi verið samþykkt að fela stjórn Vinstri - grænna í Hafnarfirði standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað sé á bæjarstjórn að halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×