Innlent

Ásgeir hafnaði þingsæti

Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á Alþingi í haust þegar Guðmundur Árni Stefánsson tekur við sendiherraembætti. Ásgeir kveðst ætla að helga sig núverandi störfum sem ráðgjafi fyrirtækja og fjárfesta, einkum þeim sem starfa erlendis. Með ákvörðun sinni segir Ásgeir sig jafnframt af lista Samfylkingarinnar, en í síðustu þingkosningum hlaut hann bindandi kosningu í fimmta sæti listans í Suðvesturkjördæmi. Valdimar L. Friðriksson er annar varaþingmaður Samfylkingarinnar og tekur sæti á þingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×