Innlent

Sérframboð hjá Vinstri - grænum

Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi lagði einnig fram tillögu um áframhaldandi samstarf R-lista en þeirri tillögu var hafnað og greiddu um 30 prósent fundarmanna henni atkvæði. Í tillögu stjórnarinnar var lýst yfir fullum stuðningi við stjórn R-listans á yfirstandandi kjörtímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×