Innlent

F-listinn vill Löngusker

"Við teljum að það sé hagsmunamál jafnt fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið að það sé flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og við erum því alfarið á móti því að flytja hann til Keflavíkur," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Honum finnst koma til greina að byggja nýjan flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum. "Hingað til hefur sjávarselta og sjávargangur verið talin hindrun fyrir flugvöll á Lönguskerjum en ef svo er ekki þá væri af því mikill ávinningur að flytja völlinn þangað. Af því hlýst annars vegar að flug yfir miðborginni leggst af og svo verður til byggingarsvæði í Vatnsmýrinni. En þetta þarf að hugsa í samhengi við vegsamgöngur því það þarf að fara saman, samgöngur í lofti og svo á vegum. Þannig kallar byggð í Vatnsmýri á vegtengingu til suðurs yfir Skerjafjörð sem líta mætti á nokkurs konar nýja Sundabraut til suðurs," segir Ólafur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×