Innlent

Undirbúa atlögu að Alfreð

MYND/E.Ól.
Atlaga að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg er í undirbúningi fyrir næstu kosningar. Verið er að safna liði í kringum Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og íhugar hún að gefa kost á sér í efsta sæti listans. Fréttastofa Bylgjunnar og Stö'ðvar 2 hefur heimildir fyrir því að fjöldi fólks vinni nú að því að safna liði í kringum Önnu Kristinsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, þar sem hún íhugi að bjóða sig fram gegn Alfreð Þorsteinssyni, forseta borgarráðs. Alfreð hefur setið í borgarstjórn lengi og hefur leitt lista flokksins lengi í borginni. Fréttastofan náði sambandi við Alfreð fyrir hádegisfréttir og bar fréttirnar undir hann. Alfreð sagðist ekkert vita um málið og vildi að öðru leyti ekkert tjá sig.  Í ályktun sem stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík norður sendi frá sér nú fyrir fréttir eru stjórnir beggja kjördæmissambandanna í Reykjavík hvattar til að greiða leið ungs og hæfileikaríks fólks í Reykjavík sem sé tilbúið að axla þá ábyrgð að vera í forsvari fyrir Framsóknarflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður forsætisráðherra, hvetur til prófkjörs framsóknarmanna í Reykjavík í grein sem birtist í Morgunlaðinu í dag. Í kvöld verður félagsfundur framsóknarmanna í Reykjavík haldinn þar sem formlega verður tekin ákvörðun um endalok R-listasamstarfsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×