Innlent

Vilhjálmur um könnun

"Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vilhjálmur segir að borgarstjórnarflokkurinn hafi á undanförnum misserum heimsótt um eitt hundrað og fimmtíu fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í borginni til að kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram og ræða við starfsfólk. "Við höfum lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við borgarbúa allt kjörtímabilið en ekki bara kortéri fyrir kosningar. Við sjálfstæðismenn erum augljóslega að uppskera árangur af því mikla starfi sem við höfum verið að inna af hendi á undanförnum misserum og ég er mjög þakklátur borgarbúum fyrir það mikla traust sem þeir sýna okkur," segir Vilhjálmur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×