Hvorir eru hættilegri, bílstjórar eða terroristar? 29. ágúst 2005 00:01 Ég man ekki gjörla hvort ég hef gert það hér á þessum vettvangi, á Kassanum, en þá hef ég alla vega gert það í einhverjum greinaskrifum áður fyrr, líklega þá á DV - sem sagt dregið upp samlíkingar milli hryðjuverka og umferðarslysa. Og á við þetta: Ef hið svokallaða "stríð gegn hryðjuverkum" er fyrst og fremst innblásið af heilagri hvöt ráðamanna á Vesturlöndum til að gera hvaðeina til að bjarga lífum og limu þeirra einstaklinga sem ella kynnu að verða fórnarlömb hryðjuverkamanna - þá er verið að fara yfir lækinn í leit að vatni. Því ráðamenn á Vesturlöndum hafa margar leiðir til að bjarga mannslífum sem þeir láta þó ónotaðar. Og þá er nærtækt að benda á umferðarslys. Fórnarlömb banaslysa miklu fleiri en hryðjuverka Nú er ég enginn sérfræðingur í umferðarslysum. Langt frá því. Ég hef heldur ekki - já, ég viðurkenni það fúslega: ég hef ekki nennt að heyja mér á Internetinu tölur yfir umferðarslys í veröldinni - ég meina fyrst og fremst banaslys. Nema vissulega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þessi leti er tilkomin af því ég þarf það ekki. Því það þarf engum blöðum um það að fletta - né á skjá að rýna - til að vita að á hverju ári þá eru fórnarlömb banaslysa í umferðinni í öllum löndum heims miklu fleiri en fórnarlömb hryðjuverka. Jafnvel í hinum hættulegustu löndum, þar sem hryðjuverkamenn láta mest á sér kræla. Írak eitt kann að vera undanskilið. Þó efast ég meira að segja um það. Vissulega deyja sorglega margir eftir sprengjuárásir, morðárásir og skotbardaga í Írak þessa dagana en það get ég fullyrt að fólk hrynur líka niður í villtri umferðinni. Auðveldari og árangursríkari leiðir til að bjarga mannslífum Það sem ég vildi sagt hafa, og það sem ég hef altso sagt áður: Ef það sem rekur ráðamenn á Vesturlöndum áfram í hinu svonefnda "stríði gegn hryðjuverka" er fyrst og fremst að bjarga sem allra flestum mannslífum, þá eru - þó það sé kaldranalegt að segja það - auðveldari og fljótvirkari leiðir til þess heldur en að fara í önnur lönd að skekja vopn og draga um leið úr mannréttindum íbúa á Vesturlöndum, bæði innfæddra og innflytjenda. Því ef það er bara sá fjöldi mannslífa, sem hryðjuverkamenn drepa, sem er þessum vestrænu ráðamönnum efst í huga, þá eru hryðjuverkamenn nefnilega alls ekki hátt á lista yfir helstu morðingja Vesturlandabúa. Og þótt ég vilji á engan hátt gera lítið úr sorg og missi þeirra sem átt hafa aðstandendur er fallið hafa í valinn fyrir hryðjuverkamönnum hér á Vesturlöndum eða annars, þá er hin ískalda staðreynd sú að tala þeirra er þrátt fyrir allt ekki há. Ekki miðað við allan þann fjölda sem deyr af öðrum orsökum á degi hverjum - "deyr hvort sem er", ef svo kuldalega má að orði komast. 40 þúsund deyja árlega í bílslysum í Bandaríkjunum Og bílstjórar eru til að mynda svo miklu hættulegri en nokkur terroristasella. Og ef "stríðið gegn hryðjuverkum" væri sem sagt eingöngu innblásið af þeirri vissu okkar og trú að hvert einasta mannslíf sé heilagt og við verðum alltaf og ævinlega að gera hvaðeina sem við getum til að bjarga hvurju og einu mannslífi, þá eigum við svo miklu auðveldari leiðir til að bjarga miklu fleiri mannslífum heldur en þeim sem hryðjuverkamenn slökkva á hverju ári. Bandaríkjamenn og Bretar leggja í stríð og virðast tilbúnir til að umturna samfélagi sínu til að hamla gegn morðárásum hryðjuverkamanna. Voru það ekki um fimmtíu sem dóu í neðanjarðarlestunum í London um daginn? En á Bretlandi deyja meira en 3.000 manns í umferðarslysum á hverju ári. Í árásunum 11. september 2001 dóu 3.000 manns í Bandaríkjunum. En þar deyja nærri 40.000 manns í banaslysum á vegum úti á ári hverju. Borgar sig að leggja alla þessa orku í baráttu gegn hryðjuverkum? Og við á Vesturlöndum verðum fyrr eða síðar að horfast í augu við spurninguna: Borgar það sig að eyða allri þessari orku, öllum þessum peningum og öllum þessum tíma í að reyna að bjarga þeim tiltölulega fáu sem hryðjuverkamenn drepa í stað þess að bjarga frekar öðrum sem falla að óþörfu í valinn af öðrum ástæðum? Við gætum með furðulega litlum tilkostnaði útrýmt hungri í heiminum. Við gætum stórbætt heilbrigðiskerfi um víða veröld. Við gætum bætt lífskjör og lífskjör á allan mögulegan hátt. Og við gætum til dæmis mjög auðveldlega dregið verulega úr fjölda þeirra sem láta lífið í bílslysum. Mjög auðveldlega segi ég og skrifa. Og stend við það. Það þyrfti ekki annað en lækka hámarkshraða mjög umtalsvert, þá vitum við að banaslysum myndi fækka ótrúlega mikið. Segjum ef hámarkshraði yrði lækkaður niður í 20 kílómetra á klukkustund og gefum okkur að allir færu eftir þeim reglum, þá færi fjöldi banaslysa kannski ekki niður í ekki neitt en svona allt að því. Tala nú ekki um ef takast mætti að útrýma alveg ölvunarakstri, þá yrðu ekki mörg banaslys eftir - ekki hér á Íslandi að minnsta kosti, þar sem annaðhvort hraðakstur eða ölvun eða hvorttveggja kemur við sögu við stórum meirihluta banaslysa. Ef allir keyrðu nú bara á tuttugu..... En - segir fólk kannski - hvernig gætum við lækkað hámarkshraða niður í 20 kílómetra á klukkustund? Hver mundi sætta sig við það? Okkur liggur miklu meira á en svo! Og það myndi einfaldlega hægja alltof mikið á öllu gangverki þess samfélags, sem við höfum smíðað okkur, ef við ættum að fara að lúsast áfram á 20 um þjóðvegina. Sem er alveg rétt. Við þyrftum að breyta ansi miklu við hugsunarhátt okkar og framgangsmáta í lífinu ef þetta ætti að verða að veruleika. Við yrðum að reikna tilveruna svolítið mikið upp á nýtt og snúa aftur til gamalla tíma. Það mundi til dæmis taka hátt í tuttugu tíma að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur á tuttugu. Óþolandi lengi, mundu flestir segja - þótt fyrir bara hundrað árum hefði það nú þótt helvíti gott. Og væri það þess virði, ef við björgum hugsanlega mannslífum á leiðinni - með því að afstýra banaslysum sem ella kynnu að verða vegna hraðaksturs? Það er einmitt mergurinn málsins. Við erum ekki til í að gera það. Við vitum af áhættunni en tökum sénsinn af því okkur liggur svo mikið á. Mannslíf eru ekki heilög Ef eitthvað væri á hinn bóginn hæft í því sem við sláum gjarnan um okkur með á hátíðarstundum - að hvert og eitt mannslíf væri okkur heilagt - þá myndum við hins vegar óhikað ganga til þeirra aðgerða (og fara eftir þeim) að lækka hámarkshraðann hjá þessum morðtólum: bílunum okkar. En mannslífin eru okkur einfaldlega ekki heilög. Við getum alveg horfst í augu við það. Þau eru okkur vissulega mikils virði, jájá, en í þessu tilfelli höfum við vegið og metið áhættuna. Svo og svo mörg mannslíf eru á annarri vogarskálinni, en kosturinn við að komast fljótt milli staða er á hinni. Og það er ekki vafi á hvort vegur þyngra og við höldum glaðbeitt út á þjóðvegina. Spíttum af stað því okkur liggur svo mikið á. Ef við heyrum af banaslysum, þá verðum við vissulega hrygg og reynum að hugsa upp leiðir til að auka umferðaröryggið, en það hvarflar ekki að okkur að höggva að rótum þess vanda sem hraðinn er. Við tökum bara sénsinn Og athugið að ég á ekki endilega við ólöglegan hraða. Við vitum einfaldlega ósköp vel að það er miklu hættara við banaslysum ef ökumanni hlekkist á jafnvel á hinum löglega 90 kílómetra hraða heldur en ef hann væri skikkaður til að vera bara á 20. En það dettur okkur ekki í hug að gera. Við tökum sénsinn. Og ég líka, vel að merkja. Það mundi aldrei hvarfla að mér að silast til Akureyrar á 20. Því lífið er áhætta öllum stundum. Og mannslífið er ekki heilagt. Ef við teljum okkur geta grætt eitthvað eftirsóknarverðart með því að leggja það í hættu, þá gerum við það hiklaust. Við reynum vissulega að takmarka áhættuna, eins og það heitir, og grípum þar til ýmissa bragða - en þegar allt kemur til alls, þá tökum við áhættuna samt. Og því hefur mér alltaf þótt það heldur hlálegt þegar ráðamenn á Vesturlöndum umturnast þegar hryðjuverkamenn láta til skarar skríða - og sverja að láta einskis ófreistað til að koma í veg fyrir að þeir muni geta fargað einu einasta mannslífi enn. "Eld, járn og sundurhoggna rót......." Við skulum brúka öll ráð og þola allt: eld, járn og sundurhöggna rót eins og Sigfús Daðason orðaði það, reyndar í allt öðru samhengi, en gætu í þessu tilfelli átt við jafnt stríð gegn öðrum löndum sem alvarlega skerðingu mannréttinda heima í okkar eigin garði. Til hvors tveggja verðum við að grípa, segja ráðamennirnir, því tilgangurinn verður að helga meðalið, segja þeir. Og tilgangurinn er helgur, að bjarga mannslífum. En það er bara hræsni, því ef mannslífið væri sem sagt alheilagt í okkar augum og þessara ráðamanna okkar, þá myndum við varla hika við að grípa til miklu ódýrari ráða - eins og bara að lækka hámarkshraða á götum og þjóðvegum - til þess að bjarga þó miklu fleiri mannslífum heldur en hryðjuverkamönnum tekst að murka lífið úr. Og önnur hræsni, eða alla vega blekking, það er sú staðhæfing að hryðjuverkamenn séu að "vega að lífsháttum okkar og lífsgildum" - okkar hér á Vesturlöndum - með sprengjuárásum sínum. Hvaða ógnun við lífsgildi okkar? En mér er spurn: Hvernig í ósköpunum gera þeir það? Vegur það á einhvern hátt að lífsgildum okkar Vesturlandabúa ef fimmtíu manns deyja í járnbrautarslysi? Nei, auðvitað ekki. En hvernig vegur það þá sjálfkrafa að verðmætum vorum á einhvern hátt ef þessir fimmtíu deyja ekki af slysförum, heldur reynast hafa verið myrtir af hryðjuverkamönnum? Nei - sannleikurinn er náttúrlega sá að jafnvel þótt hryðjuverkamenn drepi svo og svo marga, og valdi svo og svo miklum tímabundnum usla, þá vegur það bara á engan hátt að lífsháttum okkar og lífsgildum. Ekki - og þetta er mergurinn málsins - nema þá við viljum það sjálf eða látum okkur það altént lynda. Það eina sem gæti vegið að lífsháttum okkar er ef dregið yrði úr mannréttindum okkar og frelsi með því að við kæmum upp allsherjar lögregluríki. Tilgangurinn væri þá að sporna gegn þeim fáu (já, fáu) morðum sem hryðjuverkamenn ná að fremja. Þó við séum alls ekki til í allsherjar ráðstafanir á vegum ríkisins til að hamla gegn banaslysunum í umferðinni - sem eru þó miklu fleiri. Hryðjuverkamenn koma ekki upp lögregluríki, það gerum við sjálf Og það eru ekki hryðjuverkamenn sem koma upp lögregluríki á Vesturlöndum. Það er ákvörðun sem við tökum sjálf - eða látum líðast að ráðamenn taki fyrir okkur. Enf við viljum ekki breyta lífsháttum okkar til þess að draga úr miklum fjölda banaslysa - af hverju ættum við að þurfa að breyta lífsháttum okkar til að draga úr líkum á að fáeinar sálir á hverju ári falli fyrir hendi hryðjuverkamanna? Án þess ég vilji á nokkurn draga úr því hversu villimannlegar sem árásir þeirra eru í hvert og eitt sinn. Þessar hugleiðingar hef ég sem sagt sett fram áður en nú kviknuðu þær í framhaldi af ágæti bók sem ég rakst á í gær og heitir "50 staðreyndir sem ættu að breyta heiminum". Höfundur er Jessica Williams, fréttamaður og fréttapródúsent hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Í bókinni dregur hún fram ýmsa merkilega tölfræði - staðreyndir sem allar lúta að einhverju sem betur má fara í veröldinni. Í stuttum og aðgengilegum köflum fjallar hún um margvísleg vandamál á æsingalausan hátt, hvaða lausnir eru hugsanlegar og hvort yfirleitt sé verið að vinna að þeim í einhverri alvöru eður ei. Tveir deyja á hverri mínútu Fáein kaflaheiti gefa góða hugmynd um efni bókarinnar: "Þriðjungur mannkynsins á í stríði. 30 milljónir manna í Afríku eru HIV-smitaðir. Bandaríkin skulda Sameinuðu þjóðunum einn milljarð dollara í ógreiddum gjöldum. Einn af hverjum fimm jarðarbúum dregur fram lífið á minna en sem svarar einum dollar á dag. Bandaríkjamenn eyða jafn hárri upphæð í klámefni alls konar og þeir verja til þróunaraðstoðar. Í meira en 150 löndum beita stjórnvöld pyntingum." Svona lagað er að finna í bókinni hennar Jessicu Williams. Og svo er einn kaflinn sem ber þessa fyrirsögn: "Bílar drepa tvær manneskjur á hverri einustu mínútu sólarhringsins." Sem þýðir væntanlega að frá því ég hóf þennan pistil hér á Kassanum um sexleytið, þá hafi 36 manns dáið í bílslysum víðs vegar um heim. Unglingar í Moskvu - Bændur í Andesfjöllum Sem er svolítið skelfileg hugsun - því það er ekki átt við einn einstakan viðburð, eitt einstakt slys - heldur gengur þetta svona allan daginn, alla vikuna, allan mánuðinn og allan ársins hring. Alltaf deyja tveir á mínútu, einhvers staðar. Og hverjir skyldu það vera sem hafa dáið þessar rúmu 20 mínútur síðan ég byrjaði - þeir gætu verið hvar sem er. Það gætu verið unglingar á götuhorni í Moskvu sem fullur ökumaður keyrði á þegar hann missti vald á bílnum sínum. Það gæti verið barnshafandi kona á smábíl í Frakklandi sem valt þegar hann varð fyrir olíubíl. Það gæti verið barn á leið á markað í Malí sem bíll með bilaðar bremsur keyrði á. Það gætu líka verið tveir bændur í Andesfjöllum í Perú sem keyrðu út af þröngum fjallsvegi í óveðri. Þau gætu verið alls staðar þessi 36 fórnarlömb - eða samkvæmt tölfærði Jessicu Williams eru þau núna orðin 38. Af því ég talaði svo mikið um það hér áðan hversu mjög mætti draga úr fjölda banaslysa með því að draga úr hraða, þá er ekki nema rétt og sanngjarnt að fyrsta banaslys sögunnar í umferðinni varð nú ekki beinlínis rakið til mikils hraða. Fyrsta manneskjan sem dó í bílslysi Jessica Williams upplýsir lesendur sína um að fyrsta fórnarlamb bílsins hafi verið frú Bridget Discoll sem lét lífið þann 17. ágúst árið 1896. Hún var 44 ára og var í heimsókn í London ásamt dóttur sinni á táningsaldri. Þær voru að horfa á danssýningu á sýningarsvæðinu við Kristalshöllina - Crystal Palace. Þarna var líka ökumaður á bíl sem bauð fólki í skreppitúra gegn gjaldi og það var hann sem keyrði á frú Driscoll og lést hún síðar af sárum sínum. Bíllinn sem banaði henni var víst á átta kílómetra kílómetra hraða á klukkustund. Og dómstjórinn sem annaðist rannsókn á slysinu, hann sagði í niðurlagsorðum skýrslu sinnar: -"Þetta má aldrei gerast aftur." En það urðu ekki orð að sönnu. Nú hafa líklega 40 manns dáið í bílslysum síðan pistillinn hófst. Mér er hins vegar ókunnugt um að hryðjuverkamenn hafi drepið nokkurn einasta mann þessar mínútur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég man ekki gjörla hvort ég hef gert það hér á þessum vettvangi, á Kassanum, en þá hef ég alla vega gert það í einhverjum greinaskrifum áður fyrr, líklega þá á DV - sem sagt dregið upp samlíkingar milli hryðjuverka og umferðarslysa. Og á við þetta: Ef hið svokallaða "stríð gegn hryðjuverkum" er fyrst og fremst innblásið af heilagri hvöt ráðamanna á Vesturlöndum til að gera hvaðeina til að bjarga lífum og limu þeirra einstaklinga sem ella kynnu að verða fórnarlömb hryðjuverkamanna - þá er verið að fara yfir lækinn í leit að vatni. Því ráðamenn á Vesturlöndum hafa margar leiðir til að bjarga mannslífum sem þeir láta þó ónotaðar. Og þá er nærtækt að benda á umferðarslys. Fórnarlömb banaslysa miklu fleiri en hryðjuverka Nú er ég enginn sérfræðingur í umferðarslysum. Langt frá því. Ég hef heldur ekki - já, ég viðurkenni það fúslega: ég hef ekki nennt að heyja mér á Internetinu tölur yfir umferðarslys í veröldinni - ég meina fyrst og fremst banaslys. Nema vissulega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þessi leti er tilkomin af því ég þarf það ekki. Því það þarf engum blöðum um það að fletta - né á skjá að rýna - til að vita að á hverju ári þá eru fórnarlömb banaslysa í umferðinni í öllum löndum heims miklu fleiri en fórnarlömb hryðjuverka. Jafnvel í hinum hættulegustu löndum, þar sem hryðjuverkamenn láta mest á sér kræla. Írak eitt kann að vera undanskilið. Þó efast ég meira að segja um það. Vissulega deyja sorglega margir eftir sprengjuárásir, morðárásir og skotbardaga í Írak þessa dagana en það get ég fullyrt að fólk hrynur líka niður í villtri umferðinni. Auðveldari og árangursríkari leiðir til að bjarga mannslífum Það sem ég vildi sagt hafa, og það sem ég hef altso sagt áður: Ef það sem rekur ráðamenn á Vesturlöndum áfram í hinu svonefnda "stríði gegn hryðjuverka" er fyrst og fremst að bjarga sem allra flestum mannslífum, þá eru - þó það sé kaldranalegt að segja það - auðveldari og fljótvirkari leiðir til þess heldur en að fara í önnur lönd að skekja vopn og draga um leið úr mannréttindum íbúa á Vesturlöndum, bæði innfæddra og innflytjenda. Því ef það er bara sá fjöldi mannslífa, sem hryðjuverkamenn drepa, sem er þessum vestrænu ráðamönnum efst í huga, þá eru hryðjuverkamenn nefnilega alls ekki hátt á lista yfir helstu morðingja Vesturlandabúa. Og þótt ég vilji á engan hátt gera lítið úr sorg og missi þeirra sem átt hafa aðstandendur er fallið hafa í valinn fyrir hryðjuverkamönnum hér á Vesturlöndum eða annars, þá er hin ískalda staðreynd sú að tala þeirra er þrátt fyrir allt ekki há. Ekki miðað við allan þann fjölda sem deyr af öðrum orsökum á degi hverjum - "deyr hvort sem er", ef svo kuldalega má að orði komast. 40 þúsund deyja árlega í bílslysum í Bandaríkjunum Og bílstjórar eru til að mynda svo miklu hættulegri en nokkur terroristasella. Og ef "stríðið gegn hryðjuverkum" væri sem sagt eingöngu innblásið af þeirri vissu okkar og trú að hvert einasta mannslíf sé heilagt og við verðum alltaf og ævinlega að gera hvaðeina sem við getum til að bjarga hvurju og einu mannslífi, þá eigum við svo miklu auðveldari leiðir til að bjarga miklu fleiri mannslífum heldur en þeim sem hryðjuverkamenn slökkva á hverju ári. Bandaríkjamenn og Bretar leggja í stríð og virðast tilbúnir til að umturna samfélagi sínu til að hamla gegn morðárásum hryðjuverkamanna. Voru það ekki um fimmtíu sem dóu í neðanjarðarlestunum í London um daginn? En á Bretlandi deyja meira en 3.000 manns í umferðarslysum á hverju ári. Í árásunum 11. september 2001 dóu 3.000 manns í Bandaríkjunum. En þar deyja nærri 40.000 manns í banaslysum á vegum úti á ári hverju. Borgar sig að leggja alla þessa orku í baráttu gegn hryðjuverkum? Og við á Vesturlöndum verðum fyrr eða síðar að horfast í augu við spurninguna: Borgar það sig að eyða allri þessari orku, öllum þessum peningum og öllum þessum tíma í að reyna að bjarga þeim tiltölulega fáu sem hryðjuverkamenn drepa í stað þess að bjarga frekar öðrum sem falla að óþörfu í valinn af öðrum ástæðum? Við gætum með furðulega litlum tilkostnaði útrýmt hungri í heiminum. Við gætum stórbætt heilbrigðiskerfi um víða veröld. Við gætum bætt lífskjör og lífskjör á allan mögulegan hátt. Og við gætum til dæmis mjög auðveldlega dregið verulega úr fjölda þeirra sem láta lífið í bílslysum. Mjög auðveldlega segi ég og skrifa. Og stend við það. Það þyrfti ekki annað en lækka hámarkshraða mjög umtalsvert, þá vitum við að banaslysum myndi fækka ótrúlega mikið. Segjum ef hámarkshraði yrði lækkaður niður í 20 kílómetra á klukkustund og gefum okkur að allir færu eftir þeim reglum, þá færi fjöldi banaslysa kannski ekki niður í ekki neitt en svona allt að því. Tala nú ekki um ef takast mætti að útrýma alveg ölvunarakstri, þá yrðu ekki mörg banaslys eftir - ekki hér á Íslandi að minnsta kosti, þar sem annaðhvort hraðakstur eða ölvun eða hvorttveggja kemur við sögu við stórum meirihluta banaslysa. Ef allir keyrðu nú bara á tuttugu..... En - segir fólk kannski - hvernig gætum við lækkað hámarkshraða niður í 20 kílómetra á klukkustund? Hver mundi sætta sig við það? Okkur liggur miklu meira á en svo! Og það myndi einfaldlega hægja alltof mikið á öllu gangverki þess samfélags, sem við höfum smíðað okkur, ef við ættum að fara að lúsast áfram á 20 um þjóðvegina. Sem er alveg rétt. Við þyrftum að breyta ansi miklu við hugsunarhátt okkar og framgangsmáta í lífinu ef þetta ætti að verða að veruleika. Við yrðum að reikna tilveruna svolítið mikið upp á nýtt og snúa aftur til gamalla tíma. Það mundi til dæmis taka hátt í tuttugu tíma að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur á tuttugu. Óþolandi lengi, mundu flestir segja - þótt fyrir bara hundrað árum hefði það nú þótt helvíti gott. Og væri það þess virði, ef við björgum hugsanlega mannslífum á leiðinni - með því að afstýra banaslysum sem ella kynnu að verða vegna hraðaksturs? Það er einmitt mergurinn málsins. Við erum ekki til í að gera það. Við vitum af áhættunni en tökum sénsinn af því okkur liggur svo mikið á. Mannslíf eru ekki heilög Ef eitthvað væri á hinn bóginn hæft í því sem við sláum gjarnan um okkur með á hátíðarstundum - að hvert og eitt mannslíf væri okkur heilagt - þá myndum við hins vegar óhikað ganga til þeirra aðgerða (og fara eftir þeim) að lækka hámarkshraðann hjá þessum morðtólum: bílunum okkar. En mannslífin eru okkur einfaldlega ekki heilög. Við getum alveg horfst í augu við það. Þau eru okkur vissulega mikils virði, jájá, en í þessu tilfelli höfum við vegið og metið áhættuna. Svo og svo mörg mannslíf eru á annarri vogarskálinni, en kosturinn við að komast fljótt milli staða er á hinni. Og það er ekki vafi á hvort vegur þyngra og við höldum glaðbeitt út á þjóðvegina. Spíttum af stað því okkur liggur svo mikið á. Ef við heyrum af banaslysum, þá verðum við vissulega hrygg og reynum að hugsa upp leiðir til að auka umferðaröryggið, en það hvarflar ekki að okkur að höggva að rótum þess vanda sem hraðinn er. Við tökum bara sénsinn Og athugið að ég á ekki endilega við ólöglegan hraða. Við vitum einfaldlega ósköp vel að það er miklu hættara við banaslysum ef ökumanni hlekkist á jafnvel á hinum löglega 90 kílómetra hraða heldur en ef hann væri skikkaður til að vera bara á 20. En það dettur okkur ekki í hug að gera. Við tökum sénsinn. Og ég líka, vel að merkja. Það mundi aldrei hvarfla að mér að silast til Akureyrar á 20. Því lífið er áhætta öllum stundum. Og mannslífið er ekki heilagt. Ef við teljum okkur geta grætt eitthvað eftirsóknarverðart með því að leggja það í hættu, þá gerum við það hiklaust. Við reynum vissulega að takmarka áhættuna, eins og það heitir, og grípum þar til ýmissa bragða - en þegar allt kemur til alls, þá tökum við áhættuna samt. Og því hefur mér alltaf þótt það heldur hlálegt þegar ráðamenn á Vesturlöndum umturnast þegar hryðjuverkamenn láta til skarar skríða - og sverja að láta einskis ófreistað til að koma í veg fyrir að þeir muni geta fargað einu einasta mannslífi enn. "Eld, járn og sundurhoggna rót......." Við skulum brúka öll ráð og þola allt: eld, járn og sundurhöggna rót eins og Sigfús Daðason orðaði það, reyndar í allt öðru samhengi, en gætu í þessu tilfelli átt við jafnt stríð gegn öðrum löndum sem alvarlega skerðingu mannréttinda heima í okkar eigin garði. Til hvors tveggja verðum við að grípa, segja ráðamennirnir, því tilgangurinn verður að helga meðalið, segja þeir. Og tilgangurinn er helgur, að bjarga mannslífum. En það er bara hræsni, því ef mannslífið væri sem sagt alheilagt í okkar augum og þessara ráðamanna okkar, þá myndum við varla hika við að grípa til miklu ódýrari ráða - eins og bara að lækka hámarkshraða á götum og þjóðvegum - til þess að bjarga þó miklu fleiri mannslífum heldur en hryðjuverkamönnum tekst að murka lífið úr. Og önnur hræsni, eða alla vega blekking, það er sú staðhæfing að hryðjuverkamenn séu að "vega að lífsháttum okkar og lífsgildum" - okkar hér á Vesturlöndum - með sprengjuárásum sínum. Hvaða ógnun við lífsgildi okkar? En mér er spurn: Hvernig í ósköpunum gera þeir það? Vegur það á einhvern hátt að lífsgildum okkar Vesturlandabúa ef fimmtíu manns deyja í járnbrautarslysi? Nei, auðvitað ekki. En hvernig vegur það þá sjálfkrafa að verðmætum vorum á einhvern hátt ef þessir fimmtíu deyja ekki af slysförum, heldur reynast hafa verið myrtir af hryðjuverkamönnum? Nei - sannleikurinn er náttúrlega sá að jafnvel þótt hryðjuverkamenn drepi svo og svo marga, og valdi svo og svo miklum tímabundnum usla, þá vegur það bara á engan hátt að lífsháttum okkar og lífsgildum. Ekki - og þetta er mergurinn málsins - nema þá við viljum það sjálf eða látum okkur það altént lynda. Það eina sem gæti vegið að lífsháttum okkar er ef dregið yrði úr mannréttindum okkar og frelsi með því að við kæmum upp allsherjar lögregluríki. Tilgangurinn væri þá að sporna gegn þeim fáu (já, fáu) morðum sem hryðjuverkamenn ná að fremja. Þó við séum alls ekki til í allsherjar ráðstafanir á vegum ríkisins til að hamla gegn banaslysunum í umferðinni - sem eru þó miklu fleiri. Hryðjuverkamenn koma ekki upp lögregluríki, það gerum við sjálf Og það eru ekki hryðjuverkamenn sem koma upp lögregluríki á Vesturlöndum. Það er ákvörðun sem við tökum sjálf - eða látum líðast að ráðamenn taki fyrir okkur. Enf við viljum ekki breyta lífsháttum okkar til þess að draga úr miklum fjölda banaslysa - af hverju ættum við að þurfa að breyta lífsháttum okkar til að draga úr líkum á að fáeinar sálir á hverju ári falli fyrir hendi hryðjuverkamanna? Án þess ég vilji á nokkurn draga úr því hversu villimannlegar sem árásir þeirra eru í hvert og eitt sinn. Þessar hugleiðingar hef ég sem sagt sett fram áður en nú kviknuðu þær í framhaldi af ágæti bók sem ég rakst á í gær og heitir "50 staðreyndir sem ættu að breyta heiminum". Höfundur er Jessica Williams, fréttamaður og fréttapródúsent hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Í bókinni dregur hún fram ýmsa merkilega tölfræði - staðreyndir sem allar lúta að einhverju sem betur má fara í veröldinni. Í stuttum og aðgengilegum köflum fjallar hún um margvísleg vandamál á æsingalausan hátt, hvaða lausnir eru hugsanlegar og hvort yfirleitt sé verið að vinna að þeim í einhverri alvöru eður ei. Tveir deyja á hverri mínútu Fáein kaflaheiti gefa góða hugmynd um efni bókarinnar: "Þriðjungur mannkynsins á í stríði. 30 milljónir manna í Afríku eru HIV-smitaðir. Bandaríkin skulda Sameinuðu þjóðunum einn milljarð dollara í ógreiddum gjöldum. Einn af hverjum fimm jarðarbúum dregur fram lífið á minna en sem svarar einum dollar á dag. Bandaríkjamenn eyða jafn hárri upphæð í klámefni alls konar og þeir verja til þróunaraðstoðar. Í meira en 150 löndum beita stjórnvöld pyntingum." Svona lagað er að finna í bókinni hennar Jessicu Williams. Og svo er einn kaflinn sem ber þessa fyrirsögn: "Bílar drepa tvær manneskjur á hverri einustu mínútu sólarhringsins." Sem þýðir væntanlega að frá því ég hóf þennan pistil hér á Kassanum um sexleytið, þá hafi 36 manns dáið í bílslysum víðs vegar um heim. Unglingar í Moskvu - Bændur í Andesfjöllum Sem er svolítið skelfileg hugsun - því það er ekki átt við einn einstakan viðburð, eitt einstakt slys - heldur gengur þetta svona allan daginn, alla vikuna, allan mánuðinn og allan ársins hring. Alltaf deyja tveir á mínútu, einhvers staðar. Og hverjir skyldu það vera sem hafa dáið þessar rúmu 20 mínútur síðan ég byrjaði - þeir gætu verið hvar sem er. Það gætu verið unglingar á götuhorni í Moskvu sem fullur ökumaður keyrði á þegar hann missti vald á bílnum sínum. Það gæti verið barnshafandi kona á smábíl í Frakklandi sem valt þegar hann varð fyrir olíubíl. Það gæti verið barn á leið á markað í Malí sem bíll með bilaðar bremsur keyrði á. Það gætu líka verið tveir bændur í Andesfjöllum í Perú sem keyrðu út af þröngum fjallsvegi í óveðri. Þau gætu verið alls staðar þessi 36 fórnarlömb - eða samkvæmt tölfærði Jessicu Williams eru þau núna orðin 38. Af því ég talaði svo mikið um það hér áðan hversu mjög mætti draga úr fjölda banaslysa með því að draga úr hraða, þá er ekki nema rétt og sanngjarnt að fyrsta banaslys sögunnar í umferðinni varð nú ekki beinlínis rakið til mikils hraða. Fyrsta manneskjan sem dó í bílslysi Jessica Williams upplýsir lesendur sína um að fyrsta fórnarlamb bílsins hafi verið frú Bridget Discoll sem lét lífið þann 17. ágúst árið 1896. Hún var 44 ára og var í heimsókn í London ásamt dóttur sinni á táningsaldri. Þær voru að horfa á danssýningu á sýningarsvæðinu við Kristalshöllina - Crystal Palace. Þarna var líka ökumaður á bíl sem bauð fólki í skreppitúra gegn gjaldi og það var hann sem keyrði á frú Driscoll og lést hún síðar af sárum sínum. Bíllinn sem banaði henni var víst á átta kílómetra kílómetra hraða á klukkustund. Og dómstjórinn sem annaðist rannsókn á slysinu, hann sagði í niðurlagsorðum skýrslu sinnar: -"Þetta má aldrei gerast aftur." En það urðu ekki orð að sönnu. Nú hafa líklega 40 manns dáið í bílslysum síðan pistillinn hófst. Mér er hins vegar ókunnugt um að hryðjuverkamenn hafi drepið nokkurn einasta mann þessar mínútur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun