Innlent

Vilji til að mæta óskum LHÍ um lóð

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að mæta óskum Listaháskólans um lóð í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Þetta kemur í bréfi sem rektori Listaháskólans hefur borist frá borgarstjóranum og háskólinn hefur birt. Þar segir borgarstjóri að borgin sé fyrir sitt leyti reiðubúinn að koma til móts við óskir skólans um lóð fyrir uppbyggingu hans í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð. Borgarstjóri tekur þó fram að Reykjavíkurborg hafi þegar ráðstafað byggingarrétti á landinu til Austurhafnar-TR ehf., sem boðið hafi út byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússs og nýtingarmöguleika nærliggjandi lóða og því þyrfti borgin að ná samningum við Austurhöfn-TR og bjóðendur til að ráðstafa landi á svæðinu til Listaháskólans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×