Innlent

Vilja kosningar að hausti

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, vilja gera breytingar á kosningalöggjöfinni á þann veg að kosið verði til Alþingis og sveitarstjórna að hausti en ekki að vori. Ástæðan er sú að þeir telja núverandi fyrirkomulag draga stórlega úr möguleikum ungs fólks á að taka þátt í kosningastarfi þar sem stór hluti þess sé námsmenn sem standi í próflestri á sama tíma. Það telja þeir ýta undir lýðræðishalla, það er að færra ungt fólk mæti á kjörstað eða taki þátt í pólitísku starfi en annars væri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×