Innlent

Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu

Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð. Hann lét af þeim störfum 1. ágúst síðastliðinn til að einbeita sér að prófkjörinu og þeim breytingum sem hann telur nauðsynlegar til að skapa skarpari framtíðarsýn fyrir Reykjavíkurborg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×