Innlent

SUF fagnar ráðstöfun ríkisstjórnar

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar því að ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að hleypa söluandvirði Símans ekki út í hagkerfið með því að ráðstafa rúmlega 32 milljörðum króna til niðurgreiðslu erlendra skulda og leggja megnið af því sem eftir er af söluandvirðinu inn á reikning í Seðlabankanum. Telja ungir framsóknarmenn að ríkisstjórnin sýni forsjálni með þeirri ákvörðun sinni að hefja ekki vegaframkvæmdir eða framkvæmdir við byggingu nýs hátæknisjúkrahúss og eflingu nýsköpunarsjóðs fyrr en þensluáhrif vegna stóriðjuframkvæmda fari minnkandi. Þeir fagna því sérstaklega að ákveðið hafi verið að gera loks varanlega bragabót á húsnæðisvanda geðfatlaðra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×