Innlent

Afgreiðslu atvinnuleyfa flýtt

Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafa ákveðið í samráði við dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti að breyta verklagi við afgreiðslu umsókna frá ríkisborgurum hinna átta nýju aðildarríkja EES-samningsins. Samkvæmt því mun afgreiðsla umsóknanna taka mun skemmri tíma en áður og verður forgangur ríkisborgara þessara landa áréttaður að íslenskum vinnumarkaði umfram ríkisborgara utan EES-ríkjanna. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að með þessari ráðstöfun verði, á skemmri tíma en áður, komið til móts við óskir atvinnulífsins um leyfi til að ráða erlent vinnuafl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×