Kosið um sameiningu eftir um mánuð 12. september 2005 00:01 Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent