Innlent

Fjárstuðningur við Bandaríkin

Íslenska ríkið mun veita Bandaríkjamönnum hálfa milljón dala, 31 milljón króna, í fjárhagsaðstoð til enduruppbyggingar í þeim ríkjum sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þau þrjú ríki sem verst urði úti í náttúruhamförunum eru Alabama, Louisiana og Mississippi. Peningarnir verða lagðir í fjársöfnun til stuðnings fórnarlömbum Katrínar, en söfnuninni stjórna George Bush eldri og Bill Clinton. Bandarísk stjórnvöld hafa hvatt ríki heims til að leggja söfnuninni lið, en ekki lagt fram skriflega beiðni um fjárstuðning erlendra ríkja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×