Innlent

Tímamót fyrir systurflokk VG

"Úrslitin í Norsku þingkosningunum vekja blendnar tilfinningar þar eð Sósíalíski vinstriflokkurinn, systurflokkur okkar, tapaði talsverðu fylgi," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Hann segir flokkinn hafa lagt mikið til vinstrabandalagsins og býst við að Kristin Halvorsen formaður flokksins og jafnvel fleiri fái ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn. "Það eru tímamót fyrir systurflokk VG að hefja stjórnarþátttöku og fá ef til vill fleiri en einn ráðherra. Það hefur ekki gerst áður, segir Steingrímur og bendir á að hann hefði barist fyrir svipuðu bandalagi hér á landi fyrir síðustu þingkosningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×