Innlent

Vilja styttu af Tómasi í miðbæinn

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sakna myndastyttu af Tómasi Guðmundssyni borgarskáldi úti undir beru lofti og vilja að borgarstjórn samþykki að gerð sé slík stytta og henni komið fyrir á áberandi stað í hjarta Reykjavíkur. Brjóstmynd af Tómasi, sem lengi stóð í Austurstræti, hefur verið komið fyrir í Borgarbókasafninu, en borgarfulltrúar sjálfstæðismanna telja að best færi á því að styttu af Tómasi yrði valinn staður í Hljómskálagarðinum í námunda við stytturnar af Jónasi Hallgrímssyni og Bertel Thorvaldsen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×