Innlent

Fimmtán hafa boðið sig fram

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að halda prófkjör vegna borgarstjórnarkosninganna 4. og 5. nóvember. Framboðsfrestur er ekki runninn út, en fimmtán hafa tilkynnt framboð í eitthvert tólf efstu sætanna. Samkvæmt almennum reglum Sjálfstæðisflokksins um prófkjör hafa allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík kosningarétt, hafi þeir náð sextán ára aldri. Ósk um inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík þarf að hafa borist fyrir lok kjörfundar. Þó er hægt að ákveða að kosningaréttur skuli bundinn við þá sem hafa verið flokksbundnir í einn mánuð. Við kosningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins er frambjóðendum raðað í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi framboðslistann með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn manna á prófkjörsseðlinum. Við talningu atkvæða hlýtur sá frambjóðandi efsta sætið sem fær flest atkvæði í það sæti. Annað sæti hlýtur sá sem hefur flest atkvæði í fyrsta og annað sæti og svo koll af kolli. Ef meira en helmingur þeirra sem eru á kjörskrá tekur þátt í prófkjörinu og frambjóðandi fær að minnsta kosti helming gildra atkvæðaseðla telst kosning bindandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×