Innlent

Sigríður Anna samstarfsráðherra

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra er orðin samstarfsráðherra Norðurlanda og tekur við því starfi af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fyrsta verkefni Sigríðar Önnu verður að funda með samstarfsráðherrum Norðurlandanna vegna Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Reykjavík undir lok næsta mánaðar. Þessi breyting kemur í kjölfar þess að Davíð Oddsson hætti sem ráðherra, en þá varð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra líka ráðherra Hagstofunnar en því starfi gegndi Davíð áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×