Innlent

Sameiginlegt framboð í Garðabæ

Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Garðabæ hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor. Efnt verður til sameiginlegs opins prófkjörs um efstu sæti framboðslistans fyrir janúarlok og verður það bindandi fyrir þrjú efstu sæti listans. Þá hefur Samfylkingar- og Framsóknarfólk einnig ákveðið að bjóða öðrum en flokksmönnum sínum að bjóða sig fram og taka þátt í prófkjörinu en með því vonast flokkarnir til þess að geta myndað breiðfylkingu og þannig koma sjálfstæðismönnum frá völdum, en þeir hafa haldið um stjórnartaumana í bæjarfélaginu frá því að listakosningar hófust þar árið 1966.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×