Sony reiðir Vatíkanið 3. október 2005 00:01 Það er viðbúið að keppinautar innan tölvuleikjaiðnaðarins lendi upp á kant við hvorn annan öðru hvoru. Annað er í raun ómögulegt á þessum stóra markaði þar sem risar ráða völdum. En það er önnur saga þegar tölvuleikjafyrirtæki fara að reita kirkjuna til reiði, og móðga marga strangtrúaða einstaklinga í heiminum. Það er nákvæmlega það sem Sony hefur gert. Ný auglýsing sem var gerð til að fagna 10 ára afmæli Playstation tölvunnar víðfrægu hefur valdið miklum usla í Ítalíu og Vatíkanið hefur opinberlega fordæmt þessa auglýsingu. Sony hefur núna tekið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar. Auglýsingin sem um ræðir birtist í fjölmörgum tímaritum og dagblöðum í Ítalíu. Á henni er mynd af ungum manni með sauðslegt bros og þyrnikórónu á hausnum, þar sem þyrnarnir mynda form kassa, hrings, þríhyrnings og X, en þetta eru þau merki sem hafa skreytt console fjarstýringar Playstation tölvanna frá upphafi. Fyrir neðan myndina stendur síðan: "Dieci anni di passione" sem þýðir í raun "10 ár af ástríðu". "Nú hafa þeir einfaldlega gengið of langt" segir Antonio Sciortino, ritstjóri kaþólsks trúarrits í Ítalíu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfirmenn Sony dregið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar. Árni Pétur Leikjavélar Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Það er viðbúið að keppinautar innan tölvuleikjaiðnaðarins lendi upp á kant við hvorn annan öðru hvoru. Annað er í raun ómögulegt á þessum stóra markaði þar sem risar ráða völdum. En það er önnur saga þegar tölvuleikjafyrirtæki fara að reita kirkjuna til reiði, og móðga marga strangtrúaða einstaklinga í heiminum. Það er nákvæmlega það sem Sony hefur gert. Ný auglýsing sem var gerð til að fagna 10 ára afmæli Playstation tölvunnar víðfrægu hefur valdið miklum usla í Ítalíu og Vatíkanið hefur opinberlega fordæmt þessa auglýsingu. Sony hefur núna tekið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar. Auglýsingin sem um ræðir birtist í fjölmörgum tímaritum og dagblöðum í Ítalíu. Á henni er mynd af ungum manni með sauðslegt bros og þyrnikórónu á hausnum, þar sem þyrnarnir mynda form kassa, hrings, þríhyrnings og X, en þetta eru þau merki sem hafa skreytt console fjarstýringar Playstation tölvanna frá upphafi. Fyrir neðan myndina stendur síðan: "Dieci anni di passione" sem þýðir í raun "10 ár af ástríðu". "Nú hafa þeir einfaldlega gengið of langt" segir Antonio Sciortino, ritstjóri kaþólsks trúarrits í Ítalíu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfirmenn Sony dregið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar.
Árni Pétur Leikjavélar Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira