Stagl 6. október 2005 00:01 Sumt í amerískum kvikmyndum er orðið jafn einhæft og staglkennt og gömlu íslensku rímurnar. Tökum til dæmis: Ömurlegur smábær í Texas þar sem fólk hefur ekkert annað að gera en að drekka sig fullt á kvöldin, á krá fullri af vélhjólatýpum. Allir illa klipptir, klæddir í gallabuxnadress. Ekkert á boðstólum nema bjór og skot og sígarettur. Mikið tal um að komast burt og byrja nýtt líf. Brunað um á pallbílum og haldið til á ódýrum mótelum. Þangað til einhver brotnar og gerist raðmorðingi – yfirleitt með auðtrúa kjána í eftirdragi. Kjáninn bíður á mótelinu meðan raðmorðinginn sinnir iðju sinni. Hvað er maður búinn að sjá margar svona myndir? Eina til viðbótar sá ég núna um daginn. Hún heitir Monster. Nýungin er að þar er raðmorðingin lesbía, en bjáninn sem er með henni er ástkona hennar. Að öðru leyti er hún eins og allar hinar myndirnar. Eins og þetta sé framleitt eftir númerum – moviemaking by numbers.--- --- ---Á næstu sjónvarpsstöð er maður kominn á íslenskt sveitahótel – minnir að vissu leyti á félagsheimili. Umhverfið er ekkert sérstaklega fallegt; fólkið ekki heldur. Ungar konur að drekka bjór og gosbjór af stút í heitum potti. Sjónvarpsstöðin sýnir auglýsingar á fimm mínútna fresti.Svo birtist draumaprinsinn sem þær vilja ná í – hann er smiður. Hefur verið settur í jakkaföt með bindi; bindishnúturinn er of stór, fötin fara honum óþægilega. Þetta er íslenski "bachelorinn" – af einhverjum ástæðum má ekki nota það ágæta orð piparsveinn. Líkt og í svona þáttum í útlöndum gengur þetta mikið út á flatneskjulegt og staglkennt sálfræðiblaður, það er eins og allir hafi fyrir löngu lært fyrirfram til hvers er ætlast af þeim. En þetta er íslenska útgáfan og því eru einstæðar mæður áberandi.Allt er þetta sérlega kauðskt og sveitalegt. Eins og fólkið sé á árshátíð á Kópaskeri eða Breiðdalsvík – eða bara í Grafarvoginum. Sem er auðvitað bara ágætt. Miklu betra en ef þetta væri voða smart. Smiður og einstæð móðir – það væri ekki amaleg útkoma úr íslenska bachelornum.--- --- ---Pétur Gautur málari er í viðtali í Séð & heyrt, básúnar að hann sé sjálfstæðismaður og fer með rulluna um að vinstri menn ráði í listinni. Kaupa menn virkilega málverk eftir stjórnmálaskoðunum? Ég held ekki. Man þó að Hannes notaði málverk eftir Pétur Gaut sem bakgrunn í þáttaröðinni Maður er nefndur. Verkið var álíka dautt og þættirnir.Clint Eastwood fór um daginn og keypti sér íslensk málverk. Valdi sér meðal annars myndir eftir Húbert Nóa og Georg Guðna. Clint er repúblíkani, en ég hef ekki hugmynd um hvar Húbert og Georg Guðni standa í pólitík. Skyldi hann hafa spurt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Sumt í amerískum kvikmyndum er orðið jafn einhæft og staglkennt og gömlu íslensku rímurnar. Tökum til dæmis: Ömurlegur smábær í Texas þar sem fólk hefur ekkert annað að gera en að drekka sig fullt á kvöldin, á krá fullri af vélhjólatýpum. Allir illa klipptir, klæddir í gallabuxnadress. Ekkert á boðstólum nema bjór og skot og sígarettur. Mikið tal um að komast burt og byrja nýtt líf. Brunað um á pallbílum og haldið til á ódýrum mótelum. Þangað til einhver brotnar og gerist raðmorðingi – yfirleitt með auðtrúa kjána í eftirdragi. Kjáninn bíður á mótelinu meðan raðmorðinginn sinnir iðju sinni. Hvað er maður búinn að sjá margar svona myndir? Eina til viðbótar sá ég núna um daginn. Hún heitir Monster. Nýungin er að þar er raðmorðingin lesbía, en bjáninn sem er með henni er ástkona hennar. Að öðru leyti er hún eins og allar hinar myndirnar. Eins og þetta sé framleitt eftir númerum – moviemaking by numbers.--- --- ---Á næstu sjónvarpsstöð er maður kominn á íslenskt sveitahótel – minnir að vissu leyti á félagsheimili. Umhverfið er ekkert sérstaklega fallegt; fólkið ekki heldur. Ungar konur að drekka bjór og gosbjór af stút í heitum potti. Sjónvarpsstöðin sýnir auglýsingar á fimm mínútna fresti.Svo birtist draumaprinsinn sem þær vilja ná í – hann er smiður. Hefur verið settur í jakkaföt með bindi; bindishnúturinn er of stór, fötin fara honum óþægilega. Þetta er íslenski "bachelorinn" – af einhverjum ástæðum má ekki nota það ágæta orð piparsveinn. Líkt og í svona þáttum í útlöndum gengur þetta mikið út á flatneskjulegt og staglkennt sálfræðiblaður, það er eins og allir hafi fyrir löngu lært fyrirfram til hvers er ætlast af þeim. En þetta er íslenska útgáfan og því eru einstæðar mæður áberandi.Allt er þetta sérlega kauðskt og sveitalegt. Eins og fólkið sé á árshátíð á Kópaskeri eða Breiðdalsvík – eða bara í Grafarvoginum. Sem er auðvitað bara ágætt. Miklu betra en ef þetta væri voða smart. Smiður og einstæð móðir – það væri ekki amaleg útkoma úr íslenska bachelornum.--- --- ---Pétur Gautur málari er í viðtali í Séð & heyrt, básúnar að hann sé sjálfstæðismaður og fer með rulluna um að vinstri menn ráði í listinni. Kaupa menn virkilega málverk eftir stjórnmálaskoðunum? Ég held ekki. Man þó að Hannes notaði málverk eftir Pétur Gaut sem bakgrunn í þáttaröðinni Maður er nefndur. Verkið var álíka dautt og þættirnir.Clint Eastwood fór um daginn og keypti sér íslensk málverk. Valdi sér meðal annars myndir eftir Húbert Nóa og Georg Guðna. Clint er repúblíkani, en ég hef ekki hugmynd um hvar Húbert og Georg Guðni standa í pólitík. Skyldi hann hafa spurt?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun