Heiðursverðlaunahafi Eddunnar 2005 28. október 2005 17:50 Vilhjálmur Hjálmarsson fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.ÚR LANDI & SONUM nr. 37, jan-feb. 2003: Árið 1978 (8. maí) samþykkti Alþingi lög um Kvikmyndasjóð og fór fyrsta úthlutun úr honum fram árið 1979. Málið átti sér nokkurn aðdraganda. Í landinu var orðinn til hópur manna sem stundað höfðu nám í kvik-myndagerð og/eða unnið leikið efni fyrir sjónvarp. Þessir aðilar, ásamt ýmsum öðrum sem áhuga höfðu á kvikmyndinni sem listformi, höfðu þrýst á ráðamenn um aðkomu ríkisins að fjármögnun bíómynda. Í þessum efnum nutu þeir stuðnings Knúts Hallssonar, þáverandi deildarstjóra menningarmála í Menntamálaráðu-neytinu (síðar ráðuneytisstjóra). Í samtalsbók Árna Þórarinssonar við Hrafn Gunnlaugsson, "Krummi", lýsir Hrafn ferlinu á þennan hátt: "Tilkoma Kvikmyndasjóðs er Knúti Hallssyni öðrum fremur að þakka. Hann hafði árum saman starfað að listum og menningarmálum í mennta-málaráðuneytinu og var með brennandi áhuga á kvikmyndum [...]. Knútur stýrði stofnun Kvikmyndasjóðs bak við tjöldin og við rerum í ráðamönnum, Thor Vilhjálmsson, Baldvin Tryggvason, Birgir Sigurðsson og Indriði G. Þorsteinsson. Albert Guðmundsson var líka drjúgur stuðningsmaður. " Knútur viðurkennir að "hafa verið viðstaddur getnað og fæðingu krógans" eins og hann orðar það svo skemmtilega í stuttu spjalli við L&S, "en ég tel mig þó ekki vera einan föður að, þar komu fleiri til. En í minni föðurlegu umsjá var blessað afkvæmið um ellefu ára skeið." Þegar hann er beðinn um að rifja upp hvernig sjóðurinn varð að veruleika segir hann: "Það er skemmtilegur paradox að ráðherrann sem ýtti Kvikmyndasjóði úr vör hafði aldrei í bíó komið - að því er hann sagði mér sjálfur. Þetta var öðlingurinn Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði. Ekki skiptir máli hvort þetta er bókstaflega satt en Vilhjálmur var laundrjúgur húmoristi og vís til að skrökva ýmsu uppá sig til að krydda frásögnina. Hann þekkti auðvitað líka hina frægu setningu Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að skrökva sem mest: "Þetta hefði getað verið satt". Ég legg því til að litið verði á þessa sögu sem heilagan sannleik í íslenskri kvikmyndasögu." Knútur lýsir því ennfremur þegar þeir Vilhjálmur, skunduðu á fund Matthísar Mathiesen, sem þá var fjármálaráðherra, til að reyna að kría útúr honum fjárveitingu sem mætti verða tannfé hins nýja sjóðs. "Matt-hías tók glaðhlakkalega á móti okkur og ég býst við að við Vilhjálmur höfum notið þess að Hafnfirðingnum hafi runnið blóðið til skyldunnar, en á sokkabandsárum minnar kynslóðar og Matthíasar var Hafnarfjörður einskonar Mekka kvikmyndanna á Íslandi þegar þar voru sýndar allar helstu myndir frá gullaldartímabili evrópskrar kvikmyndagerðar. Þá var oft fullt í Hafnarfjarðarstrætó. Matthías féllst á að veita 30 milljónum króna til sjóðsins. Þetta var reyndar ekki há upphæð en mestu máli skipti að eitthvert byrjunarframlag fengist og að sjóðurinn kæmist á fjárlög. Þar með var hann "kominn á blað" eins og stundum er sagt og eftirleikurinn væntanlega auðveldari að knýja á um raunsærri fjárveitingar er fram liðu stundir." Þessar upphæð svarar til um 17 milljóna króna í dag. Á sínum tíma var talað um að þessi heildarupphæð væri um helmingur af kostnaði við ódýra mynd. Til samanburðar hefur hin nýja Kvikmyndamiðstöð til umráða fé eyrnamerkt leiknum bíómyndum sem samsvarar kostnaði við eina stóra mynd (á íslenskan mælikvarða).Stofnun Kvikmyndasjóðs Íslands Árið 1975 var loks lagt fram frumvarp þess efnis að stofna skyldi sérstakan kvikmyndasjóð og kvikmyndasafn. Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalagsins sem þá var í stjórnarandstöðu, samdi frumvarpið og flutti en fékk þrjá meðflutningsmenn úr hinum flokkunum. Kjarni frumvarpsins var sá að stofna skyldi kvikmyndasjóð hvers hlutverk það væri að styrkja íslenska kvikmyndagerð með beinum fjárstyrkjum, lánum ábyrgðum og verðlaunum. Lán og ábyrgðir til höfunda áttu að nema allt að 80% af heildarkostnaði við gerð myndar. Tekjur sjóðsins áttu að koma úr þremur áttum; a) ríkið legði til stofnframlag og árlegt framlag; b) gjald yrði tekið af aðgöngumiðum og kvikmyndasýningum og látið renna til sjóðsins; c) vextir af innstæðum sjóðsins. Það var sérílagi b)-liður sem skipti máli því með honum var sjóðnum tryggðar fastar tekjur á ári hverju. Hann reyndist þó einnig mesta þrætuepli frumvarpsins; Albert Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins andmælti hinum t.d. hinum fasta tekjustofni á þeirri forsendu að ekki ætti að "skattleggja tómstundir fólks og ánægjustundir sem það veitir sér í önnum dagsins sér til upplyftingar." Hvað sem að því líður náði frumvarpið sem lagt var fram árið 1978 ekki fram að ganga heldur var því vísað til ríkisstjórnarinnar sem átti að endursemja það og leggja fram á ný hið fyrsta. Af orðum Ragnars Arnalds að dæma áttu menn ekki von á að það tæki langan tíma: "Og fagna ég því sérstaklega að í ályktunartillögu frá mennta[málanefnd] er áhersla lögð á að frumvarp um þetta efni verði lagt fram þegar í upphafi næsta reglulega Alþingis." Biðin reyndist þó lengri því stjórnarfrumvarp um stofnun Kvikmyndasjóðs Íslands og Kvikmyndasafn Íslands var ekki lagt fram fyrr en í apríl 1978. Flutningsmaður var Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. Að íslenskum sið hafði hann skipað nefnd til að endursemja frumvarpið í apríl 1976. Nefndin skilaði frumvarpinu til mentamálaráðuneytisins í apríl 1977 og ári seinna, flutti Vilhjálmur það á þingi, að mestu leyti óbreytt frá nefndinni, að undanskildum ákvæðum um fjárframlög til sjóðsins. Í fyrra frumvarpinu var gert ráð fyrir að ríkið myndi lána eða veita ábyrgðir fyrir bróðurparti af kostnaði við gerð myndar, nú kvað við annar tónn og sagði Vilhjálmur m.a.: "Það hefur vonandi engum dottið í hug að fyrsta lagasetning um íslenska kvikmyndagerð leysi allan fjárhagsvanda á því sviði. Það má öllum vera ljóst að hér er annars vegar um að ræða fjárfrekt og fyrirferðarmikið verkefni og og hins vegar lítið samfélag með takmörkuð fjárráð." Fyrir 1980 voru frumsýningar á íslenskum myndum fátíðar. Morðsaga eftir Reyni Oddsson var síðasta myndin sem var sýnd fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs, árið 1977. Í aprílmánuði árið 1979 úthlutaði nýstofnaður Kvikmyndasjóður Íslands sínum fyrstu styrkjum. Þó sjóðurinn hefði ekki úr miklu að moða sá hann sér fært að veita níu umsækjendum styrk, þar af þremur leiknum kvikmyndum í fullri lengd. Hæsti styrkurinn, níu milljónir, rann til Ísfilm og framleiðslu þess á myndinni Land og synir í leikstjórn Ágústar Guðmundssonar. Barna- og fjölskyldumyndin Veiðiferðin í leikstjórn Andrésar Indriðasonar hlaut fimm milljónir í styrk sem og Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson. Sex aðrar myndir fengu styrki sem voru á bilinu 1- 3 milljónir hver. Það sætti nýmælum að hvorki meira né minna en þrjár kvikmyndir í fullri lengd voru í framleiðslu á sama tíma. Kvikmynd Ágústar Guðmundssonar, Land og synir, var frumsýnd í janúar 1980; fyrst myndanna sem styrk höfðu hlotið úr Kvikmyndasjóði. Myndin hefur því verið af mörgum tilnefnd sem vorlaukur íslenskrar kvikmyndagerðar. Rúmum mánuði eftir frumsýningu Lands og sona, var barna- og fjölskyldumyndin Veiðiferðin frumsýnd. Myndin fékk ágæta aðsókn og jákvæða gagnrýni, en var yfirleitt hrósað fyrir hvað hún var, þ.e.a.s. barnamynd, frekar en fyrir hvernig hún var. Í júlímánuði sama ár var Óðal feðranna, eftir Hrafn Gunnlaugsson frumsýnd, síðust myndanna sem fengu hæstu styrkina úr Kvikmyndasjóði árið áður. Eddan Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.ÚR LANDI & SONUM nr. 37, jan-feb. 2003: Árið 1978 (8. maí) samþykkti Alþingi lög um Kvikmyndasjóð og fór fyrsta úthlutun úr honum fram árið 1979. Málið átti sér nokkurn aðdraganda. Í landinu var orðinn til hópur manna sem stundað höfðu nám í kvik-myndagerð og/eða unnið leikið efni fyrir sjónvarp. Þessir aðilar, ásamt ýmsum öðrum sem áhuga höfðu á kvikmyndinni sem listformi, höfðu þrýst á ráðamenn um aðkomu ríkisins að fjármögnun bíómynda. Í þessum efnum nutu þeir stuðnings Knúts Hallssonar, þáverandi deildarstjóra menningarmála í Menntamálaráðu-neytinu (síðar ráðuneytisstjóra). Í samtalsbók Árna Þórarinssonar við Hrafn Gunnlaugsson, "Krummi", lýsir Hrafn ferlinu á þennan hátt: "Tilkoma Kvikmyndasjóðs er Knúti Hallssyni öðrum fremur að þakka. Hann hafði árum saman starfað að listum og menningarmálum í mennta-málaráðuneytinu og var með brennandi áhuga á kvikmyndum [...]. Knútur stýrði stofnun Kvikmyndasjóðs bak við tjöldin og við rerum í ráðamönnum, Thor Vilhjálmsson, Baldvin Tryggvason, Birgir Sigurðsson og Indriði G. Þorsteinsson. Albert Guðmundsson var líka drjúgur stuðningsmaður. " Knútur viðurkennir að "hafa verið viðstaddur getnað og fæðingu krógans" eins og hann orðar það svo skemmtilega í stuttu spjalli við L&S, "en ég tel mig þó ekki vera einan föður að, þar komu fleiri til. En í minni föðurlegu umsjá var blessað afkvæmið um ellefu ára skeið." Þegar hann er beðinn um að rifja upp hvernig sjóðurinn varð að veruleika segir hann: "Það er skemmtilegur paradox að ráðherrann sem ýtti Kvikmyndasjóði úr vör hafði aldrei í bíó komið - að því er hann sagði mér sjálfur. Þetta var öðlingurinn Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði. Ekki skiptir máli hvort þetta er bókstaflega satt en Vilhjálmur var laundrjúgur húmoristi og vís til að skrökva ýmsu uppá sig til að krydda frásögnina. Hann þekkti auðvitað líka hina frægu setningu Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að skrökva sem mest: "Þetta hefði getað verið satt". Ég legg því til að litið verði á þessa sögu sem heilagan sannleik í íslenskri kvikmyndasögu." Knútur lýsir því ennfremur þegar þeir Vilhjálmur, skunduðu á fund Matthísar Mathiesen, sem þá var fjármálaráðherra, til að reyna að kría útúr honum fjárveitingu sem mætti verða tannfé hins nýja sjóðs. "Matt-hías tók glaðhlakkalega á móti okkur og ég býst við að við Vilhjálmur höfum notið þess að Hafnfirðingnum hafi runnið blóðið til skyldunnar, en á sokkabandsárum minnar kynslóðar og Matthíasar var Hafnarfjörður einskonar Mekka kvikmyndanna á Íslandi þegar þar voru sýndar allar helstu myndir frá gullaldartímabili evrópskrar kvikmyndagerðar. Þá var oft fullt í Hafnarfjarðarstrætó. Matthías féllst á að veita 30 milljónum króna til sjóðsins. Þetta var reyndar ekki há upphæð en mestu máli skipti að eitthvert byrjunarframlag fengist og að sjóðurinn kæmist á fjárlög. Þar með var hann "kominn á blað" eins og stundum er sagt og eftirleikurinn væntanlega auðveldari að knýja á um raunsærri fjárveitingar er fram liðu stundir." Þessar upphæð svarar til um 17 milljóna króna í dag. Á sínum tíma var talað um að þessi heildarupphæð væri um helmingur af kostnaði við ódýra mynd. Til samanburðar hefur hin nýja Kvikmyndamiðstöð til umráða fé eyrnamerkt leiknum bíómyndum sem samsvarar kostnaði við eina stóra mynd (á íslenskan mælikvarða).Stofnun Kvikmyndasjóðs Íslands Árið 1975 var loks lagt fram frumvarp þess efnis að stofna skyldi sérstakan kvikmyndasjóð og kvikmyndasafn. Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalagsins sem þá var í stjórnarandstöðu, samdi frumvarpið og flutti en fékk þrjá meðflutningsmenn úr hinum flokkunum. Kjarni frumvarpsins var sá að stofna skyldi kvikmyndasjóð hvers hlutverk það væri að styrkja íslenska kvikmyndagerð með beinum fjárstyrkjum, lánum ábyrgðum og verðlaunum. Lán og ábyrgðir til höfunda áttu að nema allt að 80% af heildarkostnaði við gerð myndar. Tekjur sjóðsins áttu að koma úr þremur áttum; a) ríkið legði til stofnframlag og árlegt framlag; b) gjald yrði tekið af aðgöngumiðum og kvikmyndasýningum og látið renna til sjóðsins; c) vextir af innstæðum sjóðsins. Það var sérílagi b)-liður sem skipti máli því með honum var sjóðnum tryggðar fastar tekjur á ári hverju. Hann reyndist þó einnig mesta þrætuepli frumvarpsins; Albert Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins andmælti hinum t.d. hinum fasta tekjustofni á þeirri forsendu að ekki ætti að "skattleggja tómstundir fólks og ánægjustundir sem það veitir sér í önnum dagsins sér til upplyftingar." Hvað sem að því líður náði frumvarpið sem lagt var fram árið 1978 ekki fram að ganga heldur var því vísað til ríkisstjórnarinnar sem átti að endursemja það og leggja fram á ný hið fyrsta. Af orðum Ragnars Arnalds að dæma áttu menn ekki von á að það tæki langan tíma: "Og fagna ég því sérstaklega að í ályktunartillögu frá mennta[málanefnd] er áhersla lögð á að frumvarp um þetta efni verði lagt fram þegar í upphafi næsta reglulega Alþingis." Biðin reyndist þó lengri því stjórnarfrumvarp um stofnun Kvikmyndasjóðs Íslands og Kvikmyndasafn Íslands var ekki lagt fram fyrr en í apríl 1978. Flutningsmaður var Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. Að íslenskum sið hafði hann skipað nefnd til að endursemja frumvarpið í apríl 1976. Nefndin skilaði frumvarpinu til mentamálaráðuneytisins í apríl 1977 og ári seinna, flutti Vilhjálmur það á þingi, að mestu leyti óbreytt frá nefndinni, að undanskildum ákvæðum um fjárframlög til sjóðsins. Í fyrra frumvarpinu var gert ráð fyrir að ríkið myndi lána eða veita ábyrgðir fyrir bróðurparti af kostnaði við gerð myndar, nú kvað við annar tónn og sagði Vilhjálmur m.a.: "Það hefur vonandi engum dottið í hug að fyrsta lagasetning um íslenska kvikmyndagerð leysi allan fjárhagsvanda á því sviði. Það má öllum vera ljóst að hér er annars vegar um að ræða fjárfrekt og fyrirferðarmikið verkefni og og hins vegar lítið samfélag með takmörkuð fjárráð." Fyrir 1980 voru frumsýningar á íslenskum myndum fátíðar. Morðsaga eftir Reyni Oddsson var síðasta myndin sem var sýnd fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs, árið 1977. Í aprílmánuði árið 1979 úthlutaði nýstofnaður Kvikmyndasjóður Íslands sínum fyrstu styrkjum. Þó sjóðurinn hefði ekki úr miklu að moða sá hann sér fært að veita níu umsækjendum styrk, þar af þremur leiknum kvikmyndum í fullri lengd. Hæsti styrkurinn, níu milljónir, rann til Ísfilm og framleiðslu þess á myndinni Land og synir í leikstjórn Ágústar Guðmundssonar. Barna- og fjölskyldumyndin Veiðiferðin í leikstjórn Andrésar Indriðasonar hlaut fimm milljónir í styrk sem og Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson. Sex aðrar myndir fengu styrki sem voru á bilinu 1- 3 milljónir hver. Það sætti nýmælum að hvorki meira né minna en þrjár kvikmyndir í fullri lengd voru í framleiðslu á sama tíma. Kvikmynd Ágústar Guðmundssonar, Land og synir, var frumsýnd í janúar 1980; fyrst myndanna sem styrk höfðu hlotið úr Kvikmyndasjóði. Myndin hefur því verið af mörgum tilnefnd sem vorlaukur íslenskrar kvikmyndagerðar. Rúmum mánuði eftir frumsýningu Lands og sona, var barna- og fjölskyldumyndin Veiðiferðin frumsýnd. Myndin fékk ágæta aðsókn og jákvæða gagnrýni, en var yfirleitt hrósað fyrir hvað hún var, þ.e.a.s. barnamynd, frekar en fyrir hvernig hún var. Í júlímánuði sama ár var Óðal feðranna, eftir Hrafn Gunnlaugsson frumsýnd, síðust myndanna sem fengu hæstu styrkina úr Kvikmyndasjóði árið áður.
Eddan Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira