Borgríkið Ísland 30. október 2005 20:24 Ágúst Einarsson hagfræðiprófessor var í viðtali í þættinum hjá mér í dag, umræðuefnið var ný bók eftir hann sem nefnist Rekstrarhagfræði. Í svipmyndum sem birtast í bókinni reifar Ágúst ýmis mál og setur fram skoðanir sem eflaust þykja djarfar sumar hverjar. Í einum kaflanum hvetur hann til dæmis til þess að Íslendingar verði þrjár milljónir sem allra fyrst – segir að við höfum yfir að ráða þeim auðlindum sem eru að verða eftirsóttastar í veröldinni: Landrými, vatni og orku. Ágúst segir að það sé spurning hvort við getum leyft okkur að sitja ein að þessu ríkidæmi í framtíðinni; á sama tíma og jarðarbúum fer ört fjölgandi og skortur vex. Hann telur að landið hér eigi að geta borið þrjár og alveg upp í tíu milljón íbúa. --- --- --- Það hafa orðið miklar breytingar síðan Ísland gat varla brauðfætt nema svona fimmtíu þúsund hræður sem húktu á smáum sveitabýlum. Meðal þess sem Ágúst fjallar um eru hinir miklu búferlaflutningar. Hann segir að Ísland sé að verða réttnefnt borgríki; næstum hvergi í heiminum búi jafnstórt hlutfall íbúa þjóðar í höfuðborginni og svæði í kringum hana. Hann finnur aðeins fimm ríki í veröldinni sem hafa hærra hlutfall, Singapúr, Barein, Kúveit, Bahamaeyjar og Katar. Samkvæmt Ágústi bjuggu 63 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu árið 2003, en 72 prósent ef Akranes, Árborg og Suðurnes eru talin með. "Landsbyggðin er einfaldlega horfin sé miðað við önnur lönd," segir Ágúst. --- --- --- Í mörgum svipmyndanna fjallar Ágúst um breytingar sem hafa orðið á efnahags- og viðskiptalífinu. Frjáls samkeppni er honum hugleikin sem og ýmsar aðferðir til að koma í veg fyrir hana. Ágúst telur greinilega að hér hafi verið alltof linkulega tekið á samráði fyrirtækja í fákeppnisgreinum. Flestir sem stóðu í grænmetis- og olíusamráðinu eru enn á fullu í viðskiptalífinu, eins og Ágúst bendir á. Almenningur borgar yfirleitt brúsann. Til dæmis um hversu hart er tekið á samráði í nágrannalöndum nefnir Ágúst litla sögu um Lee Iacocca, hinn fræga forstjóra Chrysler í Bandaríkjunum: "Lee Iacocca og forstjóri General Motors bjuggu ekki langt frá hvor öðrum. Stundum kom fyrir að þeir rákust hvor á annan í nálægum verslunarkjarna og þá sneru þeir báðir við og flýttu sér í burtu því að þeir vildu ekki hittast vegna þess að það gat varðað við lög og verið túlkað sem samráð. Nokkrum árum seinna þegar þeir höfðu báðir látið af störfum hringdi annar í hinn og þeir mæltu sér mót. Báðir sögðust þeir alltaf hafa haft mikinn áhuga á að hitta hinn en núna fyrst gætu þeir látið verða af því. Viðhorf til viðskipta hér er með allt öðrum hætti." --- --- --- Ágúst rifjar einnig upp ekki svo fjarlæga tíma þegar náin tengsl voru milli stjórnmálaflokkanna, stórfyrirtækjanna og bankanna. Í því sambandi segir hann sögu sem varpar aldeilis ljósi á hugarfarið: "Kolkrabbinn og smokkfiskurinn tókust oft á og síðasta stórorustan var háð þegar selja átti Útvegsbankann árið 1987. Þá gerði Smokkfiskurinn tilboð en Kolkrabbinn og tengdir aðilar lögðu þá líka inn tilboð. Samfélagið nötraði, einkum í bakherbergjum fyrirtækja og flokka. Kolkrabbahópurinn gekk undir nafninu 33-menningarnir eða KR-ingar, kenndir við Kristján Ragnarsson, þáverandi formann Landsambands íslenskra útvegsmanna, sem fór fyrir hópnum. Höfundur þessarar bókar var einn 33-menninganna og þetta voru ævintýraleg átök sem enduðu með því að ríkið hætti við að selja bankann og þannig gátu báðar fylkingar unað við sitt úr því að hinn fékk hann ekki." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ágúst Einarsson hagfræðiprófessor var í viðtali í þættinum hjá mér í dag, umræðuefnið var ný bók eftir hann sem nefnist Rekstrarhagfræði. Í svipmyndum sem birtast í bókinni reifar Ágúst ýmis mál og setur fram skoðanir sem eflaust þykja djarfar sumar hverjar. Í einum kaflanum hvetur hann til dæmis til þess að Íslendingar verði þrjár milljónir sem allra fyrst – segir að við höfum yfir að ráða þeim auðlindum sem eru að verða eftirsóttastar í veröldinni: Landrými, vatni og orku. Ágúst segir að það sé spurning hvort við getum leyft okkur að sitja ein að þessu ríkidæmi í framtíðinni; á sama tíma og jarðarbúum fer ört fjölgandi og skortur vex. Hann telur að landið hér eigi að geta borið þrjár og alveg upp í tíu milljón íbúa. --- --- --- Það hafa orðið miklar breytingar síðan Ísland gat varla brauðfætt nema svona fimmtíu þúsund hræður sem húktu á smáum sveitabýlum. Meðal þess sem Ágúst fjallar um eru hinir miklu búferlaflutningar. Hann segir að Ísland sé að verða réttnefnt borgríki; næstum hvergi í heiminum búi jafnstórt hlutfall íbúa þjóðar í höfuðborginni og svæði í kringum hana. Hann finnur aðeins fimm ríki í veröldinni sem hafa hærra hlutfall, Singapúr, Barein, Kúveit, Bahamaeyjar og Katar. Samkvæmt Ágústi bjuggu 63 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu árið 2003, en 72 prósent ef Akranes, Árborg og Suðurnes eru talin með. "Landsbyggðin er einfaldlega horfin sé miðað við önnur lönd," segir Ágúst. --- --- --- Í mörgum svipmyndanna fjallar Ágúst um breytingar sem hafa orðið á efnahags- og viðskiptalífinu. Frjáls samkeppni er honum hugleikin sem og ýmsar aðferðir til að koma í veg fyrir hana. Ágúst telur greinilega að hér hafi verið alltof linkulega tekið á samráði fyrirtækja í fákeppnisgreinum. Flestir sem stóðu í grænmetis- og olíusamráðinu eru enn á fullu í viðskiptalífinu, eins og Ágúst bendir á. Almenningur borgar yfirleitt brúsann. Til dæmis um hversu hart er tekið á samráði í nágrannalöndum nefnir Ágúst litla sögu um Lee Iacocca, hinn fræga forstjóra Chrysler í Bandaríkjunum: "Lee Iacocca og forstjóri General Motors bjuggu ekki langt frá hvor öðrum. Stundum kom fyrir að þeir rákust hvor á annan í nálægum verslunarkjarna og þá sneru þeir báðir við og flýttu sér í burtu því að þeir vildu ekki hittast vegna þess að það gat varðað við lög og verið túlkað sem samráð. Nokkrum árum seinna þegar þeir höfðu báðir látið af störfum hringdi annar í hinn og þeir mæltu sér mót. Báðir sögðust þeir alltaf hafa haft mikinn áhuga á að hitta hinn en núna fyrst gætu þeir látið verða af því. Viðhorf til viðskipta hér er með allt öðrum hætti." --- --- --- Ágúst rifjar einnig upp ekki svo fjarlæga tíma þegar náin tengsl voru milli stjórnmálaflokkanna, stórfyrirtækjanna og bankanna. Í því sambandi segir hann sögu sem varpar aldeilis ljósi á hugarfarið: "Kolkrabbinn og smokkfiskurinn tókust oft á og síðasta stórorustan var háð þegar selja átti Útvegsbankann árið 1987. Þá gerði Smokkfiskurinn tilboð en Kolkrabbinn og tengdir aðilar lögðu þá líka inn tilboð. Samfélagið nötraði, einkum í bakherbergjum fyrirtækja og flokka. Kolkrabbahópurinn gekk undir nafninu 33-menningarnir eða KR-ingar, kenndir við Kristján Ragnarsson, þáverandi formann Landsambands íslenskra útvegsmanna, sem fór fyrir hópnum. Höfundur þessarar bókar var einn 33-menninganna og þetta voru ævintýraleg átök sem enduðu með því að ríkið hætti við að selja bankann og þannig gátu báðar fylkingar unað við sitt úr því að hinn fékk hann ekki."
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun