Að leika á kerfið 31. október 2005 12:38 Í þættinum hjá mér í gær var fjörug umræða um örorku- og sjúkdómavæðingu. Menn hafa reynt að skýra stórkostlega fjölgun öryrkja á síðustu árum með því að vinnumarkaðurinn sé svo miklu harðari en áður. Það gengur ekki alveg upp. Er ekki líklegt að það sé partur af skýringunni að auðveldara er að komast á bætur? Leika á kerfið. Með þessu er alls ekki sagt að ekki eigi að vera til staðar örörkubætur – þvert á móti, það á að gera vel við þá sem geta ekki unnið fyrir sér vegna vanheilsu, andlegrar eða líkamlegrar. Það fólk á ekki að þurfa að lifa undirmálslífi. Einatt þegar farið er að ræða þessi mál heyrist sami söngurinn – það eigi sér nú stað stærri þjófnaðir í samfélaginu. Má vel vera. En þetta er samt alvarlegt, því það grefur undan kerfinu og sáttinni um að allir borgi fyrir það. Við erum til í að borga fyrir veikt fólk en ekki fyrir letilíf og aumingjaskap. Þetta ættu jafnaðarmenn sem standa vörð um velferðarkerfið að skilja manna best. --- --- --- Sjálfur veit ég um fjölskyldur þar sem er hefð fyrir því að fólk fari á bætur undireins og það kemst að, kynslóð eftir kynslóð. Það er beinlínis félagslegur þrýstingur á einstaklingana að verða sér úti um örorku. Eftir þáttinn í gær var mér svo sagt sagt af öðrum mönnum sem tókst að ljúga sig inn í sýstemið; einhver veikindi gátu þeir gert sér upp, en í rauninni voru þeir voru óvinnufærir af því þeir reyktu svo mikið hass. --- --- --- Þeir sem hafa verið hvað mest útundan í velferðarkerfinu eru geðsjúkir – og aðstendendur þeirra eins og kom fram á fundi sem haldinn var um helgina. Það er mikið fagnaðarefni að eigi að gera átak í þeim málum; nú er til dæmis stefnt að því reyna að tryggja geðsjúkum húsnæði við sitt hæfi svo þeir getið staðið á eigin fótum eins og framast er unnt. Þarna er hópur sem sannarlega þarf á úrbótum að halda. Ýmislegt hefur áunnist. Til dæmis er starfið í húsi Geðhjálpar við Túngötuna til mikils sóma, þar sækja margir sér menntun, afþreyingu og félagsskap. En það má gera miklu betur. --- --- --- Varla neitt kemur í veg fyrir að Davið Cameron verði formaður Íhaldsflokksins breska. Það hefur upphafist stórkostleg mýta um þennan unga stjórnmálamann, að í kringum hann hafi myndast óstöðvandi hreyfing þegar hann flutti blaðlaust ræðu á flokksþingi íhaldsins í Blackpool í haust. Enginn man raunar hvað hann sagði í ræðunni – en það skiptir ekki máli. Í gær var Gísli Marteinn Baldursson svo með fjölmennan fund stuðningsmanna í Háskólabíói. Einhvern veginn segir manni hugur um að Gísli og hans menn hafi aðeins stúderað Cameron, því eftir fundinn er mikið gert úr því að frambjóðandinn hafi flutt hrífandi ræðu – blaðlaust. --- --- --- Staksteinar segja bara sisvona frá því í morgun að Ingibjörg Sólrún og Halldór Ásgrímsson eigi með sér leynifundi. Það birtist engin frétt til að undirbyggja þetta; þessu er bara slengt fram. Ég hitti áhrifamann í Framsóknarflokknum sem bað mig um að hringja í sig ef ég sæi þau saman. Annars standa ýmis spjót á formanni Samfylkingarinnar þessa dagana. Hún þykir hafa talað óvarlega á fundi hjá útvegsmönnum. Frjálslyndi flokkurinn ber henni á brýn að hún hafi svikið einhvern málstað. Þar í flokki dugir ekki annað en mjög æst andstaða gegn kvótakerfinu; maður minnist þess að þegar Gunnar Örlygsson gekk í Sjálfstæðisflokkinn sagðist hann hafa komist að því að kerfinu væri ekki hægt að breyta nema innanfrá. Annars er merkilegt hvað er hægt að halda lífinu í þessari kvótaumræðu – meint óréttlæti sem var framið fyrir áratugum ætlar að sitja lengi í mörgu fólki. Umræðan er samt að fjara út. Það er deginum ljósara að kvótinn verður ekki tekinn af útgerðinni, ekki með fyrningarleið eða með því að taka upp sóknardagakerfi. Það eru bara órar. En útgerðarmenn verða líka að passa sig á frekjunni. Á þingi sínu heimta þeir að kvótinn verði lýstur eign þeirra um aldur og ævi. Þetta ýfir bara upp gömul sár. Um eignarréttinn er óvissa, en það er greinilega enginn pólitískur vilji til að breyta því. Þarf kannski heldur ekki meðan sæmilegur friður ríkir. –- --- --- Í pistli í sumar vitnaði ég í bók sem gefur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu hæstu einkunn. Einhver ástæða er fyrir því að hér er enn fiskur í sjónum meðan verið er að gjöreyðileggja fiskimið víða í heiminum. Sá ágæti sagnfræðingur og ritstjóri Sir Max Hastings skrifar grein um þetta í Guardian í dag, segir að það sem er að gerast í heimshöfunum sé stórt alþjóðlegt hneyksli. Hver er til dæmis ábyrgð íslenska flotans sem stundar úthafsveiðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í þættinum hjá mér í gær var fjörug umræða um örorku- og sjúkdómavæðingu. Menn hafa reynt að skýra stórkostlega fjölgun öryrkja á síðustu árum með því að vinnumarkaðurinn sé svo miklu harðari en áður. Það gengur ekki alveg upp. Er ekki líklegt að það sé partur af skýringunni að auðveldara er að komast á bætur? Leika á kerfið. Með þessu er alls ekki sagt að ekki eigi að vera til staðar örörkubætur – þvert á móti, það á að gera vel við þá sem geta ekki unnið fyrir sér vegna vanheilsu, andlegrar eða líkamlegrar. Það fólk á ekki að þurfa að lifa undirmálslífi. Einatt þegar farið er að ræða þessi mál heyrist sami söngurinn – það eigi sér nú stað stærri þjófnaðir í samfélaginu. Má vel vera. En þetta er samt alvarlegt, því það grefur undan kerfinu og sáttinni um að allir borgi fyrir það. Við erum til í að borga fyrir veikt fólk en ekki fyrir letilíf og aumingjaskap. Þetta ættu jafnaðarmenn sem standa vörð um velferðarkerfið að skilja manna best. --- --- --- Sjálfur veit ég um fjölskyldur þar sem er hefð fyrir því að fólk fari á bætur undireins og það kemst að, kynslóð eftir kynslóð. Það er beinlínis félagslegur þrýstingur á einstaklingana að verða sér úti um örorku. Eftir þáttinn í gær var mér svo sagt sagt af öðrum mönnum sem tókst að ljúga sig inn í sýstemið; einhver veikindi gátu þeir gert sér upp, en í rauninni voru þeir voru óvinnufærir af því þeir reyktu svo mikið hass. --- --- --- Þeir sem hafa verið hvað mest útundan í velferðarkerfinu eru geðsjúkir – og aðstendendur þeirra eins og kom fram á fundi sem haldinn var um helgina. Það er mikið fagnaðarefni að eigi að gera átak í þeim málum; nú er til dæmis stefnt að því reyna að tryggja geðsjúkum húsnæði við sitt hæfi svo þeir getið staðið á eigin fótum eins og framast er unnt. Þarna er hópur sem sannarlega þarf á úrbótum að halda. Ýmislegt hefur áunnist. Til dæmis er starfið í húsi Geðhjálpar við Túngötuna til mikils sóma, þar sækja margir sér menntun, afþreyingu og félagsskap. En það má gera miklu betur. --- --- --- Varla neitt kemur í veg fyrir að Davið Cameron verði formaður Íhaldsflokksins breska. Það hefur upphafist stórkostleg mýta um þennan unga stjórnmálamann, að í kringum hann hafi myndast óstöðvandi hreyfing þegar hann flutti blaðlaust ræðu á flokksþingi íhaldsins í Blackpool í haust. Enginn man raunar hvað hann sagði í ræðunni – en það skiptir ekki máli. Í gær var Gísli Marteinn Baldursson svo með fjölmennan fund stuðningsmanna í Háskólabíói. Einhvern veginn segir manni hugur um að Gísli og hans menn hafi aðeins stúderað Cameron, því eftir fundinn er mikið gert úr því að frambjóðandinn hafi flutt hrífandi ræðu – blaðlaust. --- --- --- Staksteinar segja bara sisvona frá því í morgun að Ingibjörg Sólrún og Halldór Ásgrímsson eigi með sér leynifundi. Það birtist engin frétt til að undirbyggja þetta; þessu er bara slengt fram. Ég hitti áhrifamann í Framsóknarflokknum sem bað mig um að hringja í sig ef ég sæi þau saman. Annars standa ýmis spjót á formanni Samfylkingarinnar þessa dagana. Hún þykir hafa talað óvarlega á fundi hjá útvegsmönnum. Frjálslyndi flokkurinn ber henni á brýn að hún hafi svikið einhvern málstað. Þar í flokki dugir ekki annað en mjög æst andstaða gegn kvótakerfinu; maður minnist þess að þegar Gunnar Örlygsson gekk í Sjálfstæðisflokkinn sagðist hann hafa komist að því að kerfinu væri ekki hægt að breyta nema innanfrá. Annars er merkilegt hvað er hægt að halda lífinu í þessari kvótaumræðu – meint óréttlæti sem var framið fyrir áratugum ætlar að sitja lengi í mörgu fólki. Umræðan er samt að fjara út. Það er deginum ljósara að kvótinn verður ekki tekinn af útgerðinni, ekki með fyrningarleið eða með því að taka upp sóknardagakerfi. Það eru bara órar. En útgerðarmenn verða líka að passa sig á frekjunni. Á þingi sínu heimta þeir að kvótinn verði lýstur eign þeirra um aldur og ævi. Þetta ýfir bara upp gömul sár. Um eignarréttinn er óvissa, en það er greinilega enginn pólitískur vilji til að breyta því. Þarf kannski heldur ekki meðan sæmilegur friður ríkir. –- --- --- Í pistli í sumar vitnaði ég í bók sem gefur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu hæstu einkunn. Einhver ástæða er fyrir því að hér er enn fiskur í sjónum meðan verið er að gjöreyðileggja fiskimið víða í heiminum. Sá ágæti sagnfræðingur og ritstjóri Sir Max Hastings skrifar grein um þetta í Guardian í dag, segir að það sem er að gerast í heimshöfunum sé stórt alþjóðlegt hneyksli. Hver er til dæmis ábyrgð íslenska flotans sem stundar úthafsveiðar?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun