Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður hefur verið valin heiðursverðlaunahafi Myndstefs árið 2005. Verðlaunin hlaut Gabríela fyrir myndbandsverkið Tetralógíu, en heiðursverðlaunin nema samtals einni milljón króna. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti Gabríelu verðlaunin í Listasafni Íslands við hátíðlega athöfn í dag. Dómnefndin var einróma sammála um að veita Gabríelu verðlaunin.
Þá hlaut Ragnar Axelsson ljósmyndari aukaverðlaun Landsbankans fyrir bók sína Andlit norðursins. Ragnar fær 250 þúsund krónur í sinn hlut.
