Um kosti og ókosti læsis 9. nóvember 2005 22:42 Læsi er ofmetið, allavega að einhverju leyti. Þeir sem liggja í bókum eru sjaldan mjög hamingjusamir. Á ensku er til hugtakið blissfully ignorant – fávís og alsæll. Einu sinni þegar ég hitti Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn og líklega mesta bókamann Íslands á sinni tíð, var hann mjög spenntur vegna þess að hann hafði verið að spjalla við tyrkneskan mann sem var að leysa af sem garðyrkjumaður í garðinum hjá honum. Jón taldi að Tyrkinn væri ólæs og hafði mikinn áhuga á að kynnast viðhorfum hans. Þjóðfélög ganga oft í gegnum mikil umbrot fyrst eftir að læsi fer að verða útbreitt. Læsi kemur róti á hugi fólks; það getur aflað sér meiri þekkingar um heiminn, fer að gera samanburð. Það er ekki tilviljun að kaþólska kirkjan taldi heppilegast að almúginn væri algjörlega ómenntaður, þægi alla sína vitneskju um heiminn í gegnum klerkdóminn. En læsi hefur verið að aukast alls staðar í heiminum; það er ekki óhugsandi að í náinni framtíð búum við í heimi þar sem flestallir eru læsir. Í Kína er læsi komið yfir 85 prósent. Verksmiðjur hnattvæðingarinnar Asíu væru óhugsandi ef verkamennirnir væru ekki læsir; þeir væru ekki nothæfir annars. Á sama tíma er læsi forsenda þess að stjórnmálahugmyndir nái að breiðast út; líka vondar hugmyndir eins og kommúnisminn á sínum tíma og á seinni tímum íslamisminn. Og talandi um straum innflytjenda til ríkari landa; sá sem er læs líklegri til að yfirgefa heimili sitt og fara burt í leit að betra lífi. --- --- --- Stefán Jón Hafstein auglýsir í blöðunum og félagar hans í flokknum eru fúlir yfir því að hann skuli nota einkennismerki Samfylkingarinnar. Mörður vandar honum ekki kveðjurnar, segir á vef sínum – Stefán Jón svona gerir maður eiginlega ekki. Hvaða hvaða? Á sama tíma er borgarstjórinn í Reykjavík, keppinautur Stefáns í Samfylkingunni, í mikilli auglýsingaherferð undir yfirskriftinni "Borgarstjóri hlustar". Í tengslum við hana eru án afláts eru birtar stórar blaðaauglýsingar með litmyndum af borgarstjóranum. Með einkennismerki Reykjavíkurborgar og á kostnað hennar. --- --- --- Við lifum því miður við ákveðið misrétti gegnum allt lífið. Sumir eru ríkir, jafnvel alveg frá fæðingu, sumir eiga ekki sérlega mikinn pening, aðrir eru fátækir. Þessu verður seint breytt alveg, þrátt fyrir drauma um jöfnuð. Nú er mikil umræða um að til sé gamalt fólk sem kaupir sér sérþjónustu, jafnvel hjúkrunarfræðinga til að stjana kringum sig. Þetta er talið vandamál. Það er talsvert af ríku gömlu fólki á Íslandi. Menn verða víst ekki jafnir bara af því þeir eru gamlir. Er hægt banna ríkum gömlum manni að ráða sér hjúkrunarfólk persónulega og prívat? Eða þess vegna að breyta herbergi sínu á öldrunarheimili í lúxussvítu? Ein huggunin er þó að þeir taka ekki ríkidæmið með sér. You can´t take it with you var sagt í frægri amerískri bíómynd. Í gröfinni eru allir jafnir – og það er ekki þingmönnum Samfylkingarinnar að þakka. Nema þá að sumir fái sérmeðferð í hugsanlegri vist hinum megin. Ritningin gefur auðvitað ákveðin fyrirheit um að hinir snauðu fái loks laun sín þar og líka þessi gamli bandaríski verkalýðssöngur:You will eat, bye and bye, In that glorious land above the sky; Work and pray, live on hay, You'll get pie in the sky when you die Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Læsi er ofmetið, allavega að einhverju leyti. Þeir sem liggja í bókum eru sjaldan mjög hamingjusamir. Á ensku er til hugtakið blissfully ignorant – fávís og alsæll. Einu sinni þegar ég hitti Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn og líklega mesta bókamann Íslands á sinni tíð, var hann mjög spenntur vegna þess að hann hafði verið að spjalla við tyrkneskan mann sem var að leysa af sem garðyrkjumaður í garðinum hjá honum. Jón taldi að Tyrkinn væri ólæs og hafði mikinn áhuga á að kynnast viðhorfum hans. Þjóðfélög ganga oft í gegnum mikil umbrot fyrst eftir að læsi fer að verða útbreitt. Læsi kemur róti á hugi fólks; það getur aflað sér meiri þekkingar um heiminn, fer að gera samanburð. Það er ekki tilviljun að kaþólska kirkjan taldi heppilegast að almúginn væri algjörlega ómenntaður, þægi alla sína vitneskju um heiminn í gegnum klerkdóminn. En læsi hefur verið að aukast alls staðar í heiminum; það er ekki óhugsandi að í náinni framtíð búum við í heimi þar sem flestallir eru læsir. Í Kína er læsi komið yfir 85 prósent. Verksmiðjur hnattvæðingarinnar Asíu væru óhugsandi ef verkamennirnir væru ekki læsir; þeir væru ekki nothæfir annars. Á sama tíma er læsi forsenda þess að stjórnmálahugmyndir nái að breiðast út; líka vondar hugmyndir eins og kommúnisminn á sínum tíma og á seinni tímum íslamisminn. Og talandi um straum innflytjenda til ríkari landa; sá sem er læs líklegri til að yfirgefa heimili sitt og fara burt í leit að betra lífi. --- --- --- Stefán Jón Hafstein auglýsir í blöðunum og félagar hans í flokknum eru fúlir yfir því að hann skuli nota einkennismerki Samfylkingarinnar. Mörður vandar honum ekki kveðjurnar, segir á vef sínum – Stefán Jón svona gerir maður eiginlega ekki. Hvaða hvaða? Á sama tíma er borgarstjórinn í Reykjavík, keppinautur Stefáns í Samfylkingunni, í mikilli auglýsingaherferð undir yfirskriftinni "Borgarstjóri hlustar". Í tengslum við hana eru án afláts eru birtar stórar blaðaauglýsingar með litmyndum af borgarstjóranum. Með einkennismerki Reykjavíkurborgar og á kostnað hennar. --- --- --- Við lifum því miður við ákveðið misrétti gegnum allt lífið. Sumir eru ríkir, jafnvel alveg frá fæðingu, sumir eiga ekki sérlega mikinn pening, aðrir eru fátækir. Þessu verður seint breytt alveg, þrátt fyrir drauma um jöfnuð. Nú er mikil umræða um að til sé gamalt fólk sem kaupir sér sérþjónustu, jafnvel hjúkrunarfræðinga til að stjana kringum sig. Þetta er talið vandamál. Það er talsvert af ríku gömlu fólki á Íslandi. Menn verða víst ekki jafnir bara af því þeir eru gamlir. Er hægt banna ríkum gömlum manni að ráða sér hjúkrunarfólk persónulega og prívat? Eða þess vegna að breyta herbergi sínu á öldrunarheimili í lúxussvítu? Ein huggunin er þó að þeir taka ekki ríkidæmið með sér. You can´t take it with you var sagt í frægri amerískri bíómynd. Í gröfinni eru allir jafnir – og það er ekki þingmönnum Samfylkingarinnar að þakka. Nema þá að sumir fái sérmeðferð í hugsanlegri vist hinum megin. Ritningin gefur auðvitað ákveðin fyrirheit um að hinir snauðu fái loks laun sín þar og líka þessi gamli bandaríski verkalýðssöngur:You will eat, bye and bye, In that glorious land above the sky; Work and pray, live on hay, You'll get pie in the sky when you die
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun