Sigurbogi Sturlu? 16. nóvember 2005 20:11 Það er betra að byggja spítala upp í loftið en yfir mikið flæmi – af þeirri einföldu ástæðu að það er auðveldara að flytja veikt fólk upp og niður hæðir með lyftum en að fara með það eftir löngum göngum. Þessi sjálfsögðu sannindi verða ekki í hávegum höfð þegar taka að rísa nýjar spítalabyggingar við Hringbrautina; vegna flugvallarins verður ekki hægt að byggja upp í loftið. Þetta verða endalausar lengjur af sjúkrahúsbyggingum. Mörgum stjórnmálamönnum hefur verið kappsmál að sameina öll sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu – og helst koma þeim fyrir á sama stað. Cui bono? Enn hefur ekki verið sýnt fram á sérstakt hagræði af sjúkrahússameiningunni – þvert á móti. Og hver er tilgangurinn með að troða þessu öllu á þennan blett? Nú er gert ráð fyrir 18,5 milljörðum króna til fyrsta áfanga bygginga við Landspítala-Háskólasjúkrahús. En það er bara fyrsta greiðslan – áætlað er að uppbyggingin standi fram um 2020. Kannski fer kostnaðurinn þá að nálgast 100 milljarða. Íslendingar láta "verkin tala" með steinsteypu. --- --- --- Á það hefur verið bent – meðal annars Ólafur Örn Arnarson í grein í Læknablaðinu – að bráðastarfsemi spítalans væri betur komin í Fossvogi. Þar væri sennilega hægt að byggja ódýrar og hraðar – og upp í loftið. Það er heldur engin ástæða til að láta stórar sjúkrahúsbyggingar taka upp dýrmætt land nálægt miðborginni. Öfugt við það sem hefur verið haldið fram skapa sjúkrahús ekki líf (eða þannig!) – þ.e.a.s. bæði starfsfólk og sjúklingar koma akandi til og frá þeim á bílum. Þetta er ekki miðbæjarsækin starfsemi eins og kallað er. Fossvogur er líka meira miðsvæðis í borgarlandinu – ef því væri að skipta væri eins hægt að ímynda sér framtíðarsvæði fyrir sjúkrahús nálægt Vífilstöðum. --- --- --- Það er vegna stækkunar spítalans sem menn hafa lagt Hringbrautina þar sem hún er – eða það er að minnsta kosti sagt. Gott og vel. En það er samt engin afsökun fyrir því að hún þurfi að vera svona stór og ljót – hefði ekki verið hægt að hugsa sér minna mannvirki eða þá einhvers konar göng? Og var ekki óþarfi að gera ráð fyrir bensínstöð (Esso) við hornið á Hljómskálagarðinum? Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur hefur ritað margt gott um skipulagsmál. Hann skrifar grein í Viðskiptablaðið í dag og hefur eftir verktökum að það hefði verið lítið dýrara að setja götuna í stokk og líklega ódýrara ef litið er til verðmætis landsins sem fer til spillis. Þorkell segir ennfremur:"Skipulagsmál borgarsamfélags eins og Reykjavíkur virðast enn byggja að hluta til á áratuga gömlum hugmyndum. Uppbygging sex akgreina hraðbrautar í Vatnsmýrinni er dæmi um skipulagsslys sem er óafsakanlegt nú á tímum þegar skilningur á að vera meiri á borgarskipulagi og því hvernig borgarsamflélög byggjast upp... Mistökin tengjast m.a. vanvirðingu við landrými og verðmæti þess og mikilvægi tengingar milli miðborgar Reykjavíkur, Tjarnarinnar og Vatnsmýrarinnar. Það tengist einnig því vandamáli að kjörnir fulltrúar á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur eru ekki að vinna í takt. Sumir telja að Reykjavíkurborg hafa ekki viljað fresta framkvæmdum af því ríkið var tilbúið að borga." --- --- --- Sumir hafa reyndar viljað sjá Hringbrautina sem plott, ættað frá samgönguráðuneytinu. Um daginn fékk ég bréf frá manni sem útlistaði fyrir mér eftirfarandi samsæriskenningu: Reykjavík fær gatnagerðarfé frá ríkinu (peningar sem urðu til vegna loforða Davíðs og Halldórs fyrir síðustu kosningar), en ekki nóg til að byggja neitt sem er verulega gagnlegt eins og Sundabraut eða mislæg gatnamót við Miklubraut. Það er þrýst á það frá borgarverkfræðingi og vegagerðinni að fara út í þessa færslu Hringbrautarinnar – vitandi að gatan muni skera Vatnsmýrina frá miðborginni og styrkja þannig flugvöllinn í sessi."Er Hringbrautin "sigurbogi" Sturlu Böðvarssonar í stríðinu um Vatnsmýrina? Ætti kannski að nefna hana Sturlu Böðvarssonar-braut?" Skrifaði þessi góði maður. --- --- --- Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, var í Sifri Egils hjá mér á sunnudaginn. Hún var ekki í vafa um hver bæri ábyrgð á Hringbrautinni:"Þetta voru hroðaleg mistök. Hroðaleg mistök. Og við sjáum þau auðvitað eftir því sem meira rís af þessu mannvirki að það er skelfilegt að þurfa að horfa upp á þetta. Þetta er bara nýjasta flugbrautin í Vatnsmýrinni... Auðvitað ber Reykjavíkurlistinn ábyrgð á því sameiginlega." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það er betra að byggja spítala upp í loftið en yfir mikið flæmi – af þeirri einföldu ástæðu að það er auðveldara að flytja veikt fólk upp og niður hæðir með lyftum en að fara með það eftir löngum göngum. Þessi sjálfsögðu sannindi verða ekki í hávegum höfð þegar taka að rísa nýjar spítalabyggingar við Hringbrautina; vegna flugvallarins verður ekki hægt að byggja upp í loftið. Þetta verða endalausar lengjur af sjúkrahúsbyggingum. Mörgum stjórnmálamönnum hefur verið kappsmál að sameina öll sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu – og helst koma þeim fyrir á sama stað. Cui bono? Enn hefur ekki verið sýnt fram á sérstakt hagræði af sjúkrahússameiningunni – þvert á móti. Og hver er tilgangurinn með að troða þessu öllu á þennan blett? Nú er gert ráð fyrir 18,5 milljörðum króna til fyrsta áfanga bygginga við Landspítala-Háskólasjúkrahús. En það er bara fyrsta greiðslan – áætlað er að uppbyggingin standi fram um 2020. Kannski fer kostnaðurinn þá að nálgast 100 milljarða. Íslendingar láta "verkin tala" með steinsteypu. --- --- --- Á það hefur verið bent – meðal annars Ólafur Örn Arnarson í grein í Læknablaðinu – að bráðastarfsemi spítalans væri betur komin í Fossvogi. Þar væri sennilega hægt að byggja ódýrar og hraðar – og upp í loftið. Það er heldur engin ástæða til að láta stórar sjúkrahúsbyggingar taka upp dýrmætt land nálægt miðborginni. Öfugt við það sem hefur verið haldið fram skapa sjúkrahús ekki líf (eða þannig!) – þ.e.a.s. bæði starfsfólk og sjúklingar koma akandi til og frá þeim á bílum. Þetta er ekki miðbæjarsækin starfsemi eins og kallað er. Fossvogur er líka meira miðsvæðis í borgarlandinu – ef því væri að skipta væri eins hægt að ímynda sér framtíðarsvæði fyrir sjúkrahús nálægt Vífilstöðum. --- --- --- Það er vegna stækkunar spítalans sem menn hafa lagt Hringbrautina þar sem hún er – eða það er að minnsta kosti sagt. Gott og vel. En það er samt engin afsökun fyrir því að hún þurfi að vera svona stór og ljót – hefði ekki verið hægt að hugsa sér minna mannvirki eða þá einhvers konar göng? Og var ekki óþarfi að gera ráð fyrir bensínstöð (Esso) við hornið á Hljómskálagarðinum? Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur hefur ritað margt gott um skipulagsmál. Hann skrifar grein í Viðskiptablaðið í dag og hefur eftir verktökum að það hefði verið lítið dýrara að setja götuna í stokk og líklega ódýrara ef litið er til verðmætis landsins sem fer til spillis. Þorkell segir ennfremur:"Skipulagsmál borgarsamfélags eins og Reykjavíkur virðast enn byggja að hluta til á áratuga gömlum hugmyndum. Uppbygging sex akgreina hraðbrautar í Vatnsmýrinni er dæmi um skipulagsslys sem er óafsakanlegt nú á tímum þegar skilningur á að vera meiri á borgarskipulagi og því hvernig borgarsamflélög byggjast upp... Mistökin tengjast m.a. vanvirðingu við landrými og verðmæti þess og mikilvægi tengingar milli miðborgar Reykjavíkur, Tjarnarinnar og Vatnsmýrarinnar. Það tengist einnig því vandamáli að kjörnir fulltrúar á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur eru ekki að vinna í takt. Sumir telja að Reykjavíkurborg hafa ekki viljað fresta framkvæmdum af því ríkið var tilbúið að borga." --- --- --- Sumir hafa reyndar viljað sjá Hringbrautina sem plott, ættað frá samgönguráðuneytinu. Um daginn fékk ég bréf frá manni sem útlistaði fyrir mér eftirfarandi samsæriskenningu: Reykjavík fær gatnagerðarfé frá ríkinu (peningar sem urðu til vegna loforða Davíðs og Halldórs fyrir síðustu kosningar), en ekki nóg til að byggja neitt sem er verulega gagnlegt eins og Sundabraut eða mislæg gatnamót við Miklubraut. Það er þrýst á það frá borgarverkfræðingi og vegagerðinni að fara út í þessa færslu Hringbrautarinnar – vitandi að gatan muni skera Vatnsmýrina frá miðborginni og styrkja þannig flugvöllinn í sessi."Er Hringbrautin "sigurbogi" Sturlu Böðvarssonar í stríðinu um Vatnsmýrina? Ætti kannski að nefna hana Sturlu Böðvarssonar-braut?" Skrifaði þessi góði maður. --- --- --- Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, var í Sifri Egils hjá mér á sunnudaginn. Hún var ekki í vafa um hver bæri ábyrgð á Hringbrautinni:"Þetta voru hroðaleg mistök. Hroðaleg mistök. Og við sjáum þau auðvitað eftir því sem meira rís af þessu mannvirki að það er skelfilegt að þurfa að horfa upp á þetta. Þetta er bara nýjasta flugbrautin í Vatnsmýrinni... Auðvitað ber Reykjavíkurlistinn ábyrgð á því sameiginlega."
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun