Mugison kom, sá og sigraði 2. febrúar 2005 00:01 Tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í kvöld og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn en kosning í síðasttalda flokknum fór fram hér á Vísi. Aðrir flytjendur sem gátu unað vel við sitt voru meðal annars Ragnheiður Gröndal sem vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu dægurlagaplötuna og sem söngkona ársins. Reggíhljómsveitin Hjálmar þótti hafa gefið út bestu rokkplötuna og vera bjartasta vonin. Páll Rósinkranz var valinn söngvari ársins en hljómsveitin Jagúar flytjandi ársins. Samúel Jón Samúelsson, Sammi í Jagúar, var einnig sigursæll. Hann var valinn flytjandi ársins í jazzflokki ásamt hljómsveitinni Jagúar, átti bestu plötuna ásamt Tómasi R. Einarssyni auk þess sem Jagúar var valin flytjandi ársins í popp,- rokk- og dægurtónlistarflokki. Tómas R. vann síðan verðlaun fyrir besta tónverkið, sem nefnist Ást og er að finna á plötu hans og Samúels, Dansaðu fíflið þitt dansaðu! Þess má geta að Tómas R. vann einnig verðlaun fyrir bestu jazzplötuna á síðasta ári, Havana. Í flokknum Ýmis tónlist vann Ellen Kristjánsdóttir íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna Sálmar, sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól. Heiðursverðlaunin féllu að þessu sinni í skaut Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Þá hlaut Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang útflutningsverðlaun Reykjavíkur - Loftbrúar fyrir eftirtektarverða útrás á erlendri grundu á síðasta ári. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í kvöld og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn en kosning í síðasttalda flokknum fór fram hér á Vísi. Aðrir flytjendur sem gátu unað vel við sitt voru meðal annars Ragnheiður Gröndal sem vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu dægurlagaplötuna og sem söngkona ársins. Reggíhljómsveitin Hjálmar þótti hafa gefið út bestu rokkplötuna og vera bjartasta vonin. Páll Rósinkranz var valinn söngvari ársins en hljómsveitin Jagúar flytjandi ársins. Samúel Jón Samúelsson, Sammi í Jagúar, var einnig sigursæll. Hann var valinn flytjandi ársins í jazzflokki ásamt hljómsveitinni Jagúar, átti bestu plötuna ásamt Tómasi R. Einarssyni auk þess sem Jagúar var valin flytjandi ársins í popp,- rokk- og dægurtónlistarflokki. Tómas R. vann síðan verðlaun fyrir besta tónverkið, sem nefnist Ást og er að finna á plötu hans og Samúels, Dansaðu fíflið þitt dansaðu! Þess má geta að Tómas R. vann einnig verðlaun fyrir bestu jazzplötuna á síðasta ári, Havana. Í flokknum Ýmis tónlist vann Ellen Kristjánsdóttir íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna Sálmar, sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól. Heiðursverðlaunin féllu að þessu sinni í skaut Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Þá hlaut Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang útflutningsverðlaun Reykjavíkur - Loftbrúar fyrir eftirtektarverða útrás á erlendri grundu á síðasta ári.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira