Viðskipti innlent

Yfirtaka sjónvarpsfélags stöðvuð

Höfuðstöðvar Axel Springer í Berlín. Eftirlitsstofnun fjölmiðla neitaði að samþykkja yfirtöku  Axel Springer á ProSieben. Samkeppnisstofnun landsins tekur afstöðu til málsins í næstu viku.
Höfuðstöðvar Axel Springer í Berlín. Eftirlitsstofnun fjölmiðla neitaði að samþykkja yfirtöku Axel Springer á ProSieben. Samkeppnisstofnun landsins tekur afstöðu til málsins í næstu viku.

Þýska útgáfufyrirtækið Axel Springer fær ekki að taka yfir sjónvarpskeðjuna ProSieben­Sat1, samkvæmt úrskurði eftirlitsstofnunar fjölmiðla í landinu. Líklegt þykir að Axel Springer áfrýji úrskurðinum til þýskra dómstóla.

Í yfirlýsingu frá Eftirlitsstofnun fjölmiðla sagði að yrði Axel Springer leyft að kaupa ProSieben hefði fyrirtækið meiri áhrif á skoðanamyndun fólks í landinu en eðlilegt gæti talist.

Axel Springer, sem meðal annars gefur út dagblaðið Bild, tilkynnti í ágúst að kaup á ­Pro­Sieben væru í burðarliðnum og var kaupverðið áætlað um 275 milljarðar króna.

Samkeppnismálastofnun Þýska­­lands tekur fyrir í næstu viku hvort yfirtakan kunni að skapa Axel Springer einokunarstöðu á auglýsingamarkaði í landinu. ProSieben, sem rekur fjölda sjónvarpsstöðva, ræður um fjörutíu og fimm prósentum sjónvarpsauglýsingamarkaðar í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×