Viðskipti innlent

Opna gleraugnaverslun í apótekum

Í nýju apóteki Lyfja og heilsu. Á myndinni eru Finnur Kolbeinsson, Huldís Ásgeirs­dóttir, Gunnur Nikulásdóttir, Lovísa Sigmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Lilja Björgvinsdóttir verslunarstjóri.
Í nýju apóteki Lyfja og heilsu. Á myndinni eru Finnur Kolbeinsson, Huldís Ásgeirs­dóttir, Gunnur Nikulásdóttir, Lovísa Sigmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Lilja Björgvinsdóttir verslunarstjóri.

Lyf og heilsa hefur opnað tvær nýjar gleraugnaverslanir í apótekum sínum á höfuðborgarsvæðinu undir heitinu Augastaður. Verslanirnar eru í nýju apóteki Lyfja og heilsu í Hamraborg í Kópavogi og í JL-húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur. Í fyrra var einnig opnuð verslun í Apótekaranum í Hafnarstræti á Akureyri.

Verslanir Augastaðs eru fullbúnar gleraugnaverslanir þar sem meðal annars er boðið upp á sjónmælingar hjá menntuðum sjóntækjafræðingi. Sjónmælingin fer þó ekki fram fyrir opnum tjöldum inni í apótekinu, heldur í sérstöku mælingarherbergi inni af versluninni. Einnig er hægt að mæla styrk gleraugna sem fólk kemur með.

Í tilkynningu Lyfja og heilsu kemur fram að jafnframt sé boðið upp á úrval gleraugna frá heimsþekktum vörumerkjum, auk fylgihluta á borð við klúta, hreinsiefni, linsur og linsuvökva. Augastaður er með eigin innflutning á gleraugum beint frá framleiðendum og getur af þeim sökum boðið gott verð til viðskiptavina sinna, segir í tilkynningu. Þá er boðið upp á nýjugar eins og sundgleraugu með styrk og ísetningu sólglerja í gleraugu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×