Svartur blettur á allsnægtarsamfélaginu 10. apríl 2006 00:01 Kynslóðin sem nú byggir dvalar- og hjúkrunarheimili landsins er kynslóðin sem lagði grunninn að velferðarsamfélaginu sem við nú búum í, kynslóðin sem á eigin skinni upplifði hraða þróun og gríðarlegar breytingar í samfélaginu. Þessi kynslóð ólst upp í tiltölulega einföldu bændasamfélagi og verður að eldri borgurum í margbrotnu borgarsamfélagi sem hún hefur að miklu leyti sjálf byggt upp. Þessi kynslóð Íslendinga ólst upp við mikla vinnu frá ungum aldri og stundum kröpp kjör. Þetta er kynslóð sem gat boðið börnum sínum allt önnur og betri uppvaxtarskilyrði en foreldrar hennar höfðu tök á að bjóða sínum börnum og þetta er líka síðasta kynslóðin sem að stóru leyti sinnti umönnun aldraðra sjálf, til dæmis með því að taka foreldra inn á heimili sín. Afkomendur þeirra sem í dag eru aldraðir bera nú uppi íslenska efnahagskerfið, betur menntað fólk en kynslóð foreldranna og betur efnuð líka, að minnsta kosti að meðaltali. Eitt af verkefnum þeirra kynslóða er að tryggja því fólki sem skilað hefur kröftum heillar starfsævi til samfélagsins ævikvöldi sem sómi er að, gera því kleift að lifa með þeirri reisn sem það á skilið og hefur unnið sér fyrir. Þetta er vitanlega verkefni hvers og eins í sínum ranni um leið og þetta er eitt af þeim sameiginlegu verkefnum sem almennir borgarar kjósa fulltrúa sína til að sinna. Á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins vinnur mikill fjöldi fólks, aðallega kvenna, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk, aðallega konur. Þetta eru konur sem bera hag skjólstæðinga sinna fyrir brjósti, konur sem hafa unnið erfið störf, eins og aðhlynning aldraðra er, á lágum launum, og gert það vel. Í vikunni sem leið minntu ófaglærðir umönnunarstarfsmenn á launakjör sín, og það ekki í fyrsta sinn. Þessum konum eru boðnar allt niður í 110 þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín, laun sem eru víðsfjarri því að geta talist mannsæmandi. Hvert og eitt okkar sem erum á miðjum aldri vill vitanlega aðeins það besta fyrir foreldra okkar. Það gildir áreiðanlega líka um þá sem halda um sameiginlega pyngju okkar allra. Það er því löngu tímabært að kjörnir fulltrúar okkar taki ábyrgð á þeirri hneisu sem laun umönnunarstarfsmanna eru. Eitt af einkennum siðaðra velferðarsamfélaga er að hlúa vel að börnunum, sem er fólk framtíðarinnar, og einnig að ölduðum, fólkinu sem hefur skilað sínu til samfélagsins. Launin sem víðast hvar eru í boði fyrir þá sem sinna uppeldi og aðhlynningu þessara hópa, og raunar þeirra sem gista sjúkrahús í veikindum, eru í engu samræmi við þetta. Það er hlálegt að sú kynslóð sem vel hefur notið allra þeirra kosta og kjara sem þeir sem í dag eru eldri borgarar byggðu upp, skuli vera svo ráðalaus sem raun ber vitni þegar kemur að umönnun aldraðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Kynslóðin sem nú byggir dvalar- og hjúkrunarheimili landsins er kynslóðin sem lagði grunninn að velferðarsamfélaginu sem við nú búum í, kynslóðin sem á eigin skinni upplifði hraða þróun og gríðarlegar breytingar í samfélaginu. Þessi kynslóð ólst upp í tiltölulega einföldu bændasamfélagi og verður að eldri borgurum í margbrotnu borgarsamfélagi sem hún hefur að miklu leyti sjálf byggt upp. Þessi kynslóð Íslendinga ólst upp við mikla vinnu frá ungum aldri og stundum kröpp kjör. Þetta er kynslóð sem gat boðið börnum sínum allt önnur og betri uppvaxtarskilyrði en foreldrar hennar höfðu tök á að bjóða sínum börnum og þetta er líka síðasta kynslóðin sem að stóru leyti sinnti umönnun aldraðra sjálf, til dæmis með því að taka foreldra inn á heimili sín. Afkomendur þeirra sem í dag eru aldraðir bera nú uppi íslenska efnahagskerfið, betur menntað fólk en kynslóð foreldranna og betur efnuð líka, að minnsta kosti að meðaltali. Eitt af verkefnum þeirra kynslóða er að tryggja því fólki sem skilað hefur kröftum heillar starfsævi til samfélagsins ævikvöldi sem sómi er að, gera því kleift að lifa með þeirri reisn sem það á skilið og hefur unnið sér fyrir. Þetta er vitanlega verkefni hvers og eins í sínum ranni um leið og þetta er eitt af þeim sameiginlegu verkefnum sem almennir borgarar kjósa fulltrúa sína til að sinna. Á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins vinnur mikill fjöldi fólks, aðallega kvenna, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk, aðallega konur. Þetta eru konur sem bera hag skjólstæðinga sinna fyrir brjósti, konur sem hafa unnið erfið störf, eins og aðhlynning aldraðra er, á lágum launum, og gert það vel. Í vikunni sem leið minntu ófaglærðir umönnunarstarfsmenn á launakjör sín, og það ekki í fyrsta sinn. Þessum konum eru boðnar allt niður í 110 þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín, laun sem eru víðsfjarri því að geta talist mannsæmandi. Hvert og eitt okkar sem erum á miðjum aldri vill vitanlega aðeins það besta fyrir foreldra okkar. Það gildir áreiðanlega líka um þá sem halda um sameiginlega pyngju okkar allra. Það er því löngu tímabært að kjörnir fulltrúar okkar taki ábyrgð á þeirri hneisu sem laun umönnunarstarfsmanna eru. Eitt af einkennum siðaðra velferðarsamfélaga er að hlúa vel að börnunum, sem er fólk framtíðarinnar, og einnig að ölduðum, fólkinu sem hefur skilað sínu til samfélagsins. Launin sem víðast hvar eru í boði fyrir þá sem sinna uppeldi og aðhlynningu þessara hópa, og raunar þeirra sem gista sjúkrahús í veikindum, eru í engu samræmi við þetta. Það er hlálegt að sú kynslóð sem vel hefur notið allra þeirra kosta og kjara sem þeir sem í dag eru eldri borgarar byggðu upp, skuli vera svo ráðalaus sem raun ber vitni þegar kemur að umönnun aldraðra.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun