Veislan er búin - í bili 18. apríl 2006 00:01 Á undanförnum vikum hefur borist hingað til lands hver skýrslan af annarri frá erlendum fjármálafyrirtækjum sem hafa verið að fjalla um efnahagslífið og stöðu stóru bankanna þriggja. Skýrslur þessar hafa ekki allar verið eins, en grunntónninn hefur verið hinn sami - að vara við hinni miklu þenslu sem hér hefur verið og stöðu bankanna. Sumir ypptu öxlum þegar fyrstu viðvörunarljósin kviknuðu fyrr á árinu, en það er ljóst að við þurfum að hafa varann á í efnahagsmálum okkar. Flest bendir til þess að efnahagsveislunni sem við höfum verið í sé að ljúka að minnsta kosti í bili, þetta sé tímabil sem gangi yfir, en það er hins vegar ekki þannig að allt sé að fara til fjandans hér í þessum málum. Öðru nær. Hér er margt í gangi og margt sem hefur áunnist. Skuldir ríkisins hafa til að mynda lækkað umtalsvert í góðærinu á undanförnum árum og er það vel. Erlendu skýrslurnar leiða hins vegar athygli að því hvort innlendar eftirlitsstofnanir séu nógu sterkar og í stakk búnar til að hafa eftirlit með fjármálastofnunum hér í þeirri miklu uppsveiflu sem verið hefur á fjármálamarkaðnum. Það er út af fyrir sig ágætt að erlendar fjármálastofnanir veiti okkur meiri athygli en áður, en það er slæmt ef frá þeim koma stöðugt neikvæðar umsagnir, sem einar og sér geta grafið undan efnahagslífinu hér. Talað hefur verið um umtalsáhættu í þessum efnum og við þurfum að vera undir slíka áhættu búin eins og annað á fjármálamarkaðnum. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að verðbólgan er á uppleið, þrátt fyrir sífelldar vaxtahækkanir Seðlabankans. Ekki er reyndar víst að áhrifa þeirra sé farið að gæta að fullu og þær einar dugi til að þjóðarskútan fari ekki að hallast á annað borðið. Í þeim efnahagslega uppgangi sem verið hefur hér undanfarin ár eru menn fljótir að gleyma áföllum liðinna ára. Að þessu sinni ættum við að vera mun betur undir það búin að mæta andstreymi í efnahagslífinu, en þá verða líka allir að vera samtaka um að hamla á móti þenslunni. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum misserum staðið á hliðarlínunni varðandi beina stjórn efnahagsmála, eða ekki verið með fingurna eins í þeim og oft áður fyrr. Nú er það líka markaðurinn sem á að ráða, framboð og eftirspurn eftir gjaldeyri ræður genginu, en ekki Seðlabanki eða stjórnvöld. Ef markaðurinn á að ráða á hann líka að fá að gera það í friði, en það leggur líka mikla ábyrgð á herðar honum. Bankarnir bera hér mikla ábyrgð og þeir sem ráða þar ferðinni mega ekki eingöngu einblína á gróðasjónarmið og stundarhagnað, heldur verða þeir að hafa margt annað í huga. Það eru auðvitað þeir sem hafa hlaðið dýnamítinu í húsnæðissprengjuna á höfuðborgarsvæðinu, og það er bara vonandi að hún springi ekki framan í andlitið á þeim. Þenslan á húsnæðismarkaðnum á suðvesturhorninu hefur verið ótrúleg og framtíðaráætlanir í þeim efnum ganga tæplega upp. Það hlýtur að vera komið að því að eftirspurn eftir nýju húsnæði minnki, því ekki fjölgar íbúum á þéttbýlissvæðunum endalaust. Hækkanir lána Íbúðalánasjóðs sem taka eiga gildi í dag hafa sætt gagnrýni frá því tilkynnt var um þær. Tilkynningin kemur kannski á óheppilegum tíma, í sömu viku og ljóst var að neysluverðsvísitalan væri á miklu flugi, en á móti kemur að ef Íbúðalanasjóður á að geta staðið í stykkinu varðandi lán til þeirra sem búa utan þenslusvæðisins þurfti hann að hækka lánsfjárhæðir sínar. Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir því að þurfa að grípa í taumana varðandi efnahagsmálin. Um hugsanlegar aðgerðir þarf líka að nást sátt meðal forystumanna launþega og atvinnulifsins. Helst þyrfti stjórnarandstaðan líka að vera með í ráðum, en þegar aðeins rúmar fimm vikur eru í sveitarstjórnarkosningar og hið pólitíska andrúmsloft mjög eldfimt er hæpið að slík samstaða náist. Ríkisstjórnin getur þá einhliða gripið til gamalkunnra úrræða og skorið niður fjárveitingar til samgönguframkvæmda, því varla hverfur hún frá áformum sínum um skattalækkanir. Það er líka ástæða til að höfða til hvers og eins einstaklings í þessum efnum eins og margoft hefur verið gert við svipaðar aðstæður, en það er að draga úr einkaneyslunni og leggja þess í stað áherslu á að greiða niður skuldir, því vaxtabyrðin hlýtur að fara að segja til sín hjá einstaklingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Á undanförnum vikum hefur borist hingað til lands hver skýrslan af annarri frá erlendum fjármálafyrirtækjum sem hafa verið að fjalla um efnahagslífið og stöðu stóru bankanna þriggja. Skýrslur þessar hafa ekki allar verið eins, en grunntónninn hefur verið hinn sami - að vara við hinni miklu þenslu sem hér hefur verið og stöðu bankanna. Sumir ypptu öxlum þegar fyrstu viðvörunarljósin kviknuðu fyrr á árinu, en það er ljóst að við þurfum að hafa varann á í efnahagsmálum okkar. Flest bendir til þess að efnahagsveislunni sem við höfum verið í sé að ljúka að minnsta kosti í bili, þetta sé tímabil sem gangi yfir, en það er hins vegar ekki þannig að allt sé að fara til fjandans hér í þessum málum. Öðru nær. Hér er margt í gangi og margt sem hefur áunnist. Skuldir ríkisins hafa til að mynda lækkað umtalsvert í góðærinu á undanförnum árum og er það vel. Erlendu skýrslurnar leiða hins vegar athygli að því hvort innlendar eftirlitsstofnanir séu nógu sterkar og í stakk búnar til að hafa eftirlit með fjármálastofnunum hér í þeirri miklu uppsveiflu sem verið hefur á fjármálamarkaðnum. Það er út af fyrir sig ágætt að erlendar fjármálastofnanir veiti okkur meiri athygli en áður, en það er slæmt ef frá þeim koma stöðugt neikvæðar umsagnir, sem einar og sér geta grafið undan efnahagslífinu hér. Talað hefur verið um umtalsáhættu í þessum efnum og við þurfum að vera undir slíka áhættu búin eins og annað á fjármálamarkaðnum. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að verðbólgan er á uppleið, þrátt fyrir sífelldar vaxtahækkanir Seðlabankans. Ekki er reyndar víst að áhrifa þeirra sé farið að gæta að fullu og þær einar dugi til að þjóðarskútan fari ekki að hallast á annað borðið. Í þeim efnahagslega uppgangi sem verið hefur hér undanfarin ár eru menn fljótir að gleyma áföllum liðinna ára. Að þessu sinni ættum við að vera mun betur undir það búin að mæta andstreymi í efnahagslífinu, en þá verða líka allir að vera samtaka um að hamla á móti þenslunni. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum misserum staðið á hliðarlínunni varðandi beina stjórn efnahagsmála, eða ekki verið með fingurna eins í þeim og oft áður fyrr. Nú er það líka markaðurinn sem á að ráða, framboð og eftirspurn eftir gjaldeyri ræður genginu, en ekki Seðlabanki eða stjórnvöld. Ef markaðurinn á að ráða á hann líka að fá að gera það í friði, en það leggur líka mikla ábyrgð á herðar honum. Bankarnir bera hér mikla ábyrgð og þeir sem ráða þar ferðinni mega ekki eingöngu einblína á gróðasjónarmið og stundarhagnað, heldur verða þeir að hafa margt annað í huga. Það eru auðvitað þeir sem hafa hlaðið dýnamítinu í húsnæðissprengjuna á höfuðborgarsvæðinu, og það er bara vonandi að hún springi ekki framan í andlitið á þeim. Þenslan á húsnæðismarkaðnum á suðvesturhorninu hefur verið ótrúleg og framtíðaráætlanir í þeim efnum ganga tæplega upp. Það hlýtur að vera komið að því að eftirspurn eftir nýju húsnæði minnki, því ekki fjölgar íbúum á þéttbýlissvæðunum endalaust. Hækkanir lána Íbúðalánasjóðs sem taka eiga gildi í dag hafa sætt gagnrýni frá því tilkynnt var um þær. Tilkynningin kemur kannski á óheppilegum tíma, í sömu viku og ljóst var að neysluverðsvísitalan væri á miklu flugi, en á móti kemur að ef Íbúðalanasjóður á að geta staðið í stykkinu varðandi lán til þeirra sem búa utan þenslusvæðisins þurfti hann að hækka lánsfjárhæðir sínar. Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir því að þurfa að grípa í taumana varðandi efnahagsmálin. Um hugsanlegar aðgerðir þarf líka að nást sátt meðal forystumanna launþega og atvinnulifsins. Helst þyrfti stjórnarandstaðan líka að vera með í ráðum, en þegar aðeins rúmar fimm vikur eru í sveitarstjórnarkosningar og hið pólitíska andrúmsloft mjög eldfimt er hæpið að slík samstaða náist. Ríkisstjórnin getur þá einhliða gripið til gamalkunnra úrræða og skorið niður fjárveitingar til samgönguframkvæmda, því varla hverfur hún frá áformum sínum um skattalækkanir. Það er líka ástæða til að höfða til hvers og eins einstaklings í þessum efnum eins og margoft hefur verið gert við svipaðar aðstæður, en það er að draga úr einkaneyslunni og leggja þess í stað áherslu á að greiða niður skuldir, því vaxtabyrðin hlýtur að fara að segja til sín hjá einstaklingum.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun