Viðskipti innlent

Lækkanir eftir páskahelgina

Hlutabréf lækkuðu um tvö prósent á fyrsta viðskiptadegi eftir páska. Úrvalsvísitalan endaði í 5.535 stigum. Mest lækkuðu bréf í FL Group, um 4,8 prósent, og í Landsbankanum, eða um -4,2 prósent. Þá hélt krónan áfram að gefa eftir og veiktist um 1,77 prósent. Í dagslok stóð vísitala hennar í 131,1 stigi. Greiningardeildar Landsbankans segir að líta þurfi aftur til ársins 2002 til að sjá vísitöluna í sama gildi. Þá er í Vegvísi deildarinnar bent á að veiking krónunnar auki virði 98 prósenta hlutabréfa sem skráð séu í Kauphöll Íslands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×