Lánastofnanir finna aukna ásókn í myntkörfulán 19. apríl 2006 00:01 Í Kópavogi. Veiking krónunnar síðustu daga hefur orðið til þess að fleiri hugleiða nú húsnæðislán í erlendri mynt. Slíkum lánum fylgir gengisáhætta á móti því að þau bera lægri vexti og einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. MYND/E.Ól. Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Veiking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að fleiri velta fyrir sér hvort hagkvæmt sé að skuldbreyta húsnæðislánum yfir í erlendar myntkörfur. Slík lán eru óverðtryggð þannig að fólk er laust við verðbólguáhrif sem hækka lán og bera auk þess töluvert lægri vexti. Á móti kemur að myntkörfulánum geta fylgt meiri sveiflur í afborgunum og um þau gilda strangari reglur um veðsetningarhlutfall íbúða. Í nýlegri úttekt greiningardeildar Landsbankans á efnahagsmálum og skuldabréfamarkaði segir að raungengi krónunnar sé nálægt jafnvægi. Það ýtir undir að hagkvæmt kunni að vera að taka lán í erlendri mynt. Í gær endaði vísitala krónunnar í 131,1 stigi, en í ritinu er talið líklegast að hún sveiflist á bilinu 120 til 130 stig það sem eftir lifir árs og fram á það næsta, áður en gengið styrkist á ný gangi stóriðjuáform eftir. Við styrkingu gengisins græða þeir sem skulda í erlendri mynt. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, segir að eftir veikingu krónunnar hafi aðeins orðið vart við aukinn áhuga á skulbreytingum lána yfir í erlendar myntir. "Hér áður fyrr höfum við ekki hvatt fólk til að gera þetta, en núna þegar krónan hefur leiðrést er þetta kannski orðið betri kostur en var." Hann segir bankann þó reyna að vera hlutlausan í ráðleggingum sínum til fólks í þessum efnum. "Við finnum samt vaxandi áhuga, vaxtamunurinn er orðinn það mikill og krónan á stuttum tíma búin að lækka um rúm 15 prósent." Friðrik áréttar þó að lánum í erlendri mynt fylgi áhætta. "Kannski ekki síst að vextir erlendis hækki, en þeir hafa hækkað töluvert undanfarið, sérstaklega í Bandaríkjunum. En hér eru líka verðbólguhorfur frekar daprar þannig að fólk veltir fyrir sér þessum kostum." Hann segir að bankinn bjóði líka erlend lán þegar verið er að kaupa fasteignir en þeim fylgi þó strangari skilyrði, sérstaklega varðandi veðsetningu. Hlutfall hennar má alla jafna ekki fara yfir 65 prósent. Þá fylgir skuldbreytingum kostnaður í formi uppgreiðslu og stimpilgjalda sem taka þarf tillit til, en í háum lánum geta þau útgjöld orðið töluverð. Þannig nemur lántöku og stimpilgjald að jafnaði um 2,5 prósentum af lánsupphæðinni. Frjálsi fjárfestingarbankinn var núna í vikunni fyrstur til að auglýsa myntkörfulán sérstaklega. Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður útlánasviðs bankans, segir að viðskiptavinum sé þó ekki ráðlagt að taka myntkörfulán, enda hafi bankinn ekki greiningardeild til að undirbyggja slíka ráðleggingu. "En við bendum fólki á að skoða þetta vel sem valkost og mælum ekki á móti því," segir hann og kveður suma starfsmenn bankans hafa breytt sínum lánum yfir í erlenda mynt. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Glitnis, segist ekki merkja sérstaka ásókn í myntkörfulán um þessar mundir umfram venjubundnar sveiflur. Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. Veiking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að fleiri velta fyrir sér hvort hagkvæmt sé að skuldbreyta húsnæðislánum yfir í erlendar myntkörfur. Slík lán eru óverðtryggð þannig að fólk er laust við verðbólguáhrif sem hækka lán og bera auk þess töluvert lægri vexti. Á móti kemur að myntkörfulánum geta fylgt meiri sveiflur í afborgunum og um þau gilda strangari reglur um veðsetningarhlutfall íbúða. Í nýlegri úttekt greiningardeildar Landsbankans á efnahagsmálum og skuldabréfamarkaði segir að raungengi krónunnar sé nálægt jafnvægi. Það ýtir undir að hagkvæmt kunni að vera að taka lán í erlendri mynt. Í gær endaði vísitala krónunnar í 131,1 stigi, en í ritinu er talið líklegast að hún sveiflist á bilinu 120 til 130 stig það sem eftir lifir árs og fram á það næsta, áður en gengið styrkist á ný gangi stóriðjuáform eftir. Við styrkingu gengisins græða þeir sem skulda í erlendri mynt. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, segir að eftir veikingu krónunnar hafi aðeins orðið vart við aukinn áhuga á skulbreytingum lána yfir í erlendar myntir. "Hér áður fyrr höfum við ekki hvatt fólk til að gera þetta, en núna þegar krónan hefur leiðrést er þetta kannski orðið betri kostur en var." Hann segir bankann þó reyna að vera hlutlausan í ráðleggingum sínum til fólks í þessum efnum. "Við finnum samt vaxandi áhuga, vaxtamunurinn er orðinn það mikill og krónan á stuttum tíma búin að lækka um rúm 15 prósent." Friðrik áréttar þó að lánum í erlendri mynt fylgi áhætta. "Kannski ekki síst að vextir erlendis hækki, en þeir hafa hækkað töluvert undanfarið, sérstaklega í Bandaríkjunum. En hér eru líka verðbólguhorfur frekar daprar þannig að fólk veltir fyrir sér þessum kostum." Hann segir að bankinn bjóði líka erlend lán þegar verið er að kaupa fasteignir en þeim fylgi þó strangari skilyrði, sérstaklega varðandi veðsetningu. Hlutfall hennar má alla jafna ekki fara yfir 65 prósent. Þá fylgir skuldbreytingum kostnaður í formi uppgreiðslu og stimpilgjalda sem taka þarf tillit til, en í háum lánum geta þau útgjöld orðið töluverð. Þannig nemur lántöku og stimpilgjald að jafnaði um 2,5 prósentum af lánsupphæðinni. Frjálsi fjárfestingarbankinn var núna í vikunni fyrstur til að auglýsa myntkörfulán sérstaklega. Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður útlánasviðs bankans, segir að viðskiptavinum sé þó ekki ráðlagt að taka myntkörfulán, enda hafi bankinn ekki greiningardeild til að undirbyggja slíka ráðleggingu. "En við bendum fólki á að skoða þetta vel sem valkost og mælum ekki á móti því," segir hann og kveður suma starfsmenn bankans hafa breytt sínum lánum yfir í erlenda mynt. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Glitnis, segist ekki merkja sérstaka ásókn í myntkörfulán um þessar mundir umfram venjubundnar sveiflur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira