Mogginn og verkalýðshreyfingin 7. maí 2006 00:01 Þegar ég var strákur norður á Siglufirði í gamla daga var mér kennt að það væri mikil gæfa ef Morgunblaðið skammaði mann. Það væri trygging fyrir því að sá sem fyrir skömmunum varð hefði rétt fyrir sér. Útsendarar auðvaldsins voru flestir óforbetranlegir heildsalar í Reykjavík sem lært höfðu klæki sína í verslunarskóla Hörmangarafélagsins. Morgunblaðið var blaðið þeirra. Svo flutti maður í bæinn og smám saman varð heimsmyndin flóknari og að endingu rann það upp fyrir mér að ég hafði haft Morgunblaðið fyrir rangri sök. Sómablað, stoð og stytta samfélagsins, brjóstvörn borgaralegra gilda og oftast rödd skynseminnar í erfiðum deilumálum þjóðarinnar. En auðvitað er Morgunblaðið ekki óskeikult frekar en aðrir. Ég tel að blaðið hafi til dæmis haft mjög rangt fyrir sér í umræðunni um auðlindaskatt. Og ég tel einnig að það hafi haft einstaklega rangt fyrir sér í leiðara sínum um verkalýðshreyfinguna og 1. maí. Af það sem áður var?Í leiðara blaðsins var því haldið fram að ræður forystumanna verkalýðshreyfingarinnar á fyrsta maí hátíðarhöldunum hafi verið andlausar og máttvana. Lítil þátttaka í kröfugöngum dagsins var merki um áhugaleysi félagsmanna og á nokkrum stöðum var barasta engin kröfuganga gengin. Morgunblaðinu finnst nú Snorrabúð stekkur. Staksteinar skamma Guðmund í rafmagninu fyrir að skrifstofur verkalýðsforkólfa minni helst á skrifstofur forstjóra og auðmanna. Allt ber að sama brunni, verkalýðshreyfingin er að mati blaðsins búin að tapa áttum og safnar aðeins fé í sjóði líkt og Jóakim Aðalönd. Eftir sitja þeir sem lægst hafa launin án talsmanna og baráttumanna - að mati Morgunblaðsins. Stór orð í askana?Ég er ósammála þessari skoðun Morgunblaðsins. Verk forystumanna verkalýðshreyfingarinnar verða ekki metin af fjölda þeirra sem mæta í kröfugöngu. Þau verða heldur ekki metin út frá því hversu stóryrtir þeir eru í ræðustól þennan ágæta vordag. Ef stóryrtar ræður og trallandi fánaborgir væru til marks um öfluga verkalýðshreyfingu þyrftu leiðtogar hennar einungis að hafa munninn fyrir neðan nefið í bland við hæfilega ósvífni. Sumir eru þeirrar skoðunar að sú hafi reyndar verið tíðin, þegar hún Snorrabúð var og hét. Það eru ekki allir sem sakna þess tíma. Vítahringur verðbólgu og gengisfellingaÁrum saman var samið um kauphækkanir sem voru í engu samræmi við framleiðslugetu þjóðarinnar. Hver var niðurstaðan? Verðbólgan át kauphækkanirnar og verst fór fyrir þeim sem lægst höfðu launin. Kaupmáttur launa var til dæmis mun hærri við upphaf níunda áratugarins en við lok hans. Ekki var verkalýðshreyfingin sökuð um andleysi eða áhugaleysi á þeim tíma. Þjóðarsáttarsamningarnir mörkuðu vatnaskil í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda. Það tókst sátt um að vinna þjóðina út úr vítahring verðbólgu og gengisfellinga. Það sem mestu skipti var að verkalýðshreyfingin fékk traust á viðsemjendum sínum og í kjölfarið breyttust áherslurnar. Lífskjörin hafa batnað ótrúlegaEn hvernig hefur verkalýðshreyfingin staðið sig undanfarinn áratug? Hefur hún gleymt tilgangi sínum og hefur hún yfirgefið þá sem lægst hafa launin? Frá árinu 1994 hefur kaupmáttur launa vaxið um 40 prósent og kaupmáttur ráðstöfunartekna, þ.e. það sem við fáum fyrir launin okkar eftir að við erum búin að borga skattinn, hefur vaxið um 60 prósent. Lífskjarabatinn er hreint ótrúlegur og lægstu laun hafa hækkað umfram almenn laun, aldrei þessu vant. Auðvitað á verkalýðshreyfingin ekki ein heiðurinn af þessum árangri. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur verið einstaklega farsæl og atvinnurekendur hafa nýtt stöðugleikann í efnahagslífinu til hins ýtrasta. En það breytir ekki þeirri staðreynd að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa unnið mikið gagn fyrir umbjóðendur sína á undanförnum árum. Verkalýðshreyfingin axlar ábyrgðBaráttu verkalýðshreyfingarinnar er ekki lokið. Talsmenn hennar hafa ítrekað sýnt að stjórnvöld og atvinnurekendur verða að taka tillit til skoðana þeirra. Þeir hafa sótt hagsmuni umbjóðenda sinna af hörku eins og þeim ber, undan því er ekki hægt að kvarta. Ég er örugglega ekki einn um það að hafa fundist verkalýðshreyfingin ganga full hart fram á tímum. En þeir hafa einnig axlað ábyrgð á því að varðveita stöðugleikann, gert kaupkröfur sem hafa skilað sér í auknum kaupmætti, barist fyrir bættum aðbúnaði á vinnustöðum og sótt fast á um bætt kjör þeirra sem lægst hafa launin. Ósanngjarnar árásirSaga íslenskrar verkalýðshreyfingar er margbrotin og flókin. Sigrar hennar og ósigrar marka djúp spor í sögu liðinnar aldar. Fyrir okkur, sem ekki lifðum til dæmis hin hörðu átök kreppuáranna, er erfitt að skilja þá sögu til hlítar. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa án efa alla tíð beitt þeim baráttuaðferðum sem þeir hafa talið best fallnar til að ná árangri. Svo er enn. Maður þarf ekki að vera sammála þeim eða telja þær allar skynsamlegar til að virða þau sjónarmið sem liggja að baki. Ekki þarf að deila um að enn er til fátækt fólk á Íslandi og baráttunni fyrir bættum kjörum þeirra linnir aldrei. En hagur þeirra verður ekki bættur á útifundum eða með ræðuhöldum. Samvinna og skynsemi við samningaborðið mun gagnast öllum best og sérstaklega þeim sem lægst hafa launin. Það er ósanngjart og rangt að halda því fram að verkalýðshreyfingin hafi ekki verið að sinna fátæku fólki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Þegar ég var strákur norður á Siglufirði í gamla daga var mér kennt að það væri mikil gæfa ef Morgunblaðið skammaði mann. Það væri trygging fyrir því að sá sem fyrir skömmunum varð hefði rétt fyrir sér. Útsendarar auðvaldsins voru flestir óforbetranlegir heildsalar í Reykjavík sem lært höfðu klæki sína í verslunarskóla Hörmangarafélagsins. Morgunblaðið var blaðið þeirra. Svo flutti maður í bæinn og smám saman varð heimsmyndin flóknari og að endingu rann það upp fyrir mér að ég hafði haft Morgunblaðið fyrir rangri sök. Sómablað, stoð og stytta samfélagsins, brjóstvörn borgaralegra gilda og oftast rödd skynseminnar í erfiðum deilumálum þjóðarinnar. En auðvitað er Morgunblaðið ekki óskeikult frekar en aðrir. Ég tel að blaðið hafi til dæmis haft mjög rangt fyrir sér í umræðunni um auðlindaskatt. Og ég tel einnig að það hafi haft einstaklega rangt fyrir sér í leiðara sínum um verkalýðshreyfinguna og 1. maí. Af það sem áður var?Í leiðara blaðsins var því haldið fram að ræður forystumanna verkalýðshreyfingarinnar á fyrsta maí hátíðarhöldunum hafi verið andlausar og máttvana. Lítil þátttaka í kröfugöngum dagsins var merki um áhugaleysi félagsmanna og á nokkrum stöðum var barasta engin kröfuganga gengin. Morgunblaðinu finnst nú Snorrabúð stekkur. Staksteinar skamma Guðmund í rafmagninu fyrir að skrifstofur verkalýðsforkólfa minni helst á skrifstofur forstjóra og auðmanna. Allt ber að sama brunni, verkalýðshreyfingin er að mati blaðsins búin að tapa áttum og safnar aðeins fé í sjóði líkt og Jóakim Aðalönd. Eftir sitja þeir sem lægst hafa launin án talsmanna og baráttumanna - að mati Morgunblaðsins. Stór orð í askana?Ég er ósammála þessari skoðun Morgunblaðsins. Verk forystumanna verkalýðshreyfingarinnar verða ekki metin af fjölda þeirra sem mæta í kröfugöngu. Þau verða heldur ekki metin út frá því hversu stóryrtir þeir eru í ræðustól þennan ágæta vordag. Ef stóryrtar ræður og trallandi fánaborgir væru til marks um öfluga verkalýðshreyfingu þyrftu leiðtogar hennar einungis að hafa munninn fyrir neðan nefið í bland við hæfilega ósvífni. Sumir eru þeirrar skoðunar að sú hafi reyndar verið tíðin, þegar hún Snorrabúð var og hét. Það eru ekki allir sem sakna þess tíma. Vítahringur verðbólgu og gengisfellingaÁrum saman var samið um kauphækkanir sem voru í engu samræmi við framleiðslugetu þjóðarinnar. Hver var niðurstaðan? Verðbólgan át kauphækkanirnar og verst fór fyrir þeim sem lægst höfðu launin. Kaupmáttur launa var til dæmis mun hærri við upphaf níunda áratugarins en við lok hans. Ekki var verkalýðshreyfingin sökuð um andleysi eða áhugaleysi á þeim tíma. Þjóðarsáttarsamningarnir mörkuðu vatnaskil í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda. Það tókst sátt um að vinna þjóðina út úr vítahring verðbólgu og gengisfellinga. Það sem mestu skipti var að verkalýðshreyfingin fékk traust á viðsemjendum sínum og í kjölfarið breyttust áherslurnar. Lífskjörin hafa batnað ótrúlegaEn hvernig hefur verkalýðshreyfingin staðið sig undanfarinn áratug? Hefur hún gleymt tilgangi sínum og hefur hún yfirgefið þá sem lægst hafa launin? Frá árinu 1994 hefur kaupmáttur launa vaxið um 40 prósent og kaupmáttur ráðstöfunartekna, þ.e. það sem við fáum fyrir launin okkar eftir að við erum búin að borga skattinn, hefur vaxið um 60 prósent. Lífskjarabatinn er hreint ótrúlegur og lægstu laun hafa hækkað umfram almenn laun, aldrei þessu vant. Auðvitað á verkalýðshreyfingin ekki ein heiðurinn af þessum árangri. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur verið einstaklega farsæl og atvinnurekendur hafa nýtt stöðugleikann í efnahagslífinu til hins ýtrasta. En það breytir ekki þeirri staðreynd að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa unnið mikið gagn fyrir umbjóðendur sína á undanförnum árum. Verkalýðshreyfingin axlar ábyrgðBaráttu verkalýðshreyfingarinnar er ekki lokið. Talsmenn hennar hafa ítrekað sýnt að stjórnvöld og atvinnurekendur verða að taka tillit til skoðana þeirra. Þeir hafa sótt hagsmuni umbjóðenda sinna af hörku eins og þeim ber, undan því er ekki hægt að kvarta. Ég er örugglega ekki einn um það að hafa fundist verkalýðshreyfingin ganga full hart fram á tímum. En þeir hafa einnig axlað ábyrgð á því að varðveita stöðugleikann, gert kaupkröfur sem hafa skilað sér í auknum kaupmætti, barist fyrir bættum aðbúnaði á vinnustöðum og sótt fast á um bætt kjör þeirra sem lægst hafa launin. Ósanngjarnar árásirSaga íslenskrar verkalýðshreyfingar er margbrotin og flókin. Sigrar hennar og ósigrar marka djúp spor í sögu liðinnar aldar. Fyrir okkur, sem ekki lifðum til dæmis hin hörðu átök kreppuáranna, er erfitt að skilja þá sögu til hlítar. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa án efa alla tíð beitt þeim baráttuaðferðum sem þeir hafa talið best fallnar til að ná árangri. Svo er enn. Maður þarf ekki að vera sammála þeim eða telja þær allar skynsamlegar til að virða þau sjónarmið sem liggja að baki. Ekki þarf að deila um að enn er til fátækt fólk á Íslandi og baráttunni fyrir bættum kjörum þeirra linnir aldrei. En hagur þeirra verður ekki bættur á útifundum eða með ræðuhöldum. Samvinna og skynsemi við samningaborðið mun gagnast öllum best og sérstaklega þeim sem lægst hafa launin. Það er ósanngjart og rangt að halda því fram að verkalýðshreyfingin hafi ekki verið að sinna fátæku fólki á Íslandi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun