Níutíu og einu ári síðar 19. júní 2006 00:01 Í dag, 19. júní, halda Íslendingar upp á þann áfanga sem konur náðu fyrir níutíu og einu ári þegar þær fengu kosningarétt. Þetta var vissulega stór áfangi á leið íslenskra kvenna til jafnréttis. Sá böggull fylgdi þó skammrifi árið 1915 að konur þurftu að vera orðnar 40 ára til þess að mega kjósa til þings og enn þann dag í dag virðist jafnrétti kvenna vera ýmsum skilyrðum háð. Vissulega hefur löggjöfin að mestu verið löguð að þeirri sjálfsögðu mannréttindakröfu að konur hafi sama rétt og karlar. Á margan hátt hafa aðstæður kvenna einnig tekið stakkaskiptum á þessu níutíu og eina ári. Menntun og atvinnuþátttaka er til dæmis með allt öðru sniði en var fyrir bara fáum áratugum. Á mörgum sviðum hefur þó furðulítið þokast í átt til jafnréttis. Oft er talað um hið svokallaða glerþak sem konur rekast í leið leið sinni til áhrifa. Konur sitja í stjórnum og ná að verða varaformenn en ekki formenn, þær sinna stjórnunarstörfum allskyns en staðnæmast þó iðulega í millistjórnendastöðum en verða sjaldan forstjórar eða æðstu yfirmenn, þær verða ráðherrar en ekki forsætisráðherra og þannig mætti áfram telja. Engin kona hefur gegnt stöðu bankastjóra á Íslandi og engin kona hefur verið biskup yfir Íslandi, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun kvenna í prestastétt. Sá böggull fylgdi þó skammrifi árið 1915 að konur þurftu að vera orðnar 40 ára til þess að mega kjósa til þings og enn þann dag í dag virðist jafnrétti kvenna vera ýmsum skilyrðum háð. Vitanlega hafa vígin fallið hvert af öðru. Konur hafa hér gegnt embættum sendiherra, borgarstjóra ráðuneytisstjóra og forseta hæstaréttar og konur gegna embættum háskólarektora. Meira að segja hefur kona verið forseti Íslands. En þegar kynjahlutföll í valdamestu embættum eru skoðuð eru þau konum alveg ótrúlega í óhag. Og ekki lagast það þegar litið er til fyrirtækjanna í landinu. Þar eru konur í æðstu stjórnunarstörfum teljandi ekki bara á fingrum heldur fingrum annarrar handar. Sama gildir þegar litið er til stjórnarsetu í stærstu fyrirtækjum landsins. Þar er hlutfall kvenna ótrúlega lágt. Tekjur kvenna eru enn langt frá því að ná tekjum karla og ekki virðist breyting í augsýn í þeim málum. Löggjöf og reglur sem hafa að markmiði að jafna hlut kynja eru umdeildar. Hins vegar virðist ljóst að meðan svo langt er í land eins og raun ber vitni eiga slíkar reglur fullan rétt á sér, jafnvel mætti velta fyrir sér hvort þær ættu ekki heima víðar en í dag. Ef sveitarstjórnir í landinu hefðu sett sér reglur um að jafna hlut kynja í ráðum og nefndum væri staðan í Reykjavík ekki eins og hún er í dag með yfirngnæfandi fjölda karla í flestum nefndum og ráðum. Sömuleiðis kæmi til greina að fjölmiðlar settu sér reglur um um að jafna hlut kynja, bæði varðandi val á þáttastjórnendum og viðmælendum. Karlar og konur búa yfir mismunandi reynslu. Í nútímasamfélagi er mikilvægt að reynsla beggja kynja endurspeglist sem allra víðast. Það gengur ekki lengur að karlar sitji nánast einir á toppnum, bæði í hinu opinbera kerfi og á hinum frjálsa markaði. Þessu verður að breyta hratt og örugglega. Það skilar sér í betra samfélagi fyrir alla, konur, karla og börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun
Í dag, 19. júní, halda Íslendingar upp á þann áfanga sem konur náðu fyrir níutíu og einu ári þegar þær fengu kosningarétt. Þetta var vissulega stór áfangi á leið íslenskra kvenna til jafnréttis. Sá böggull fylgdi þó skammrifi árið 1915 að konur þurftu að vera orðnar 40 ára til þess að mega kjósa til þings og enn þann dag í dag virðist jafnrétti kvenna vera ýmsum skilyrðum háð. Vissulega hefur löggjöfin að mestu verið löguð að þeirri sjálfsögðu mannréttindakröfu að konur hafi sama rétt og karlar. Á margan hátt hafa aðstæður kvenna einnig tekið stakkaskiptum á þessu níutíu og eina ári. Menntun og atvinnuþátttaka er til dæmis með allt öðru sniði en var fyrir bara fáum áratugum. Á mörgum sviðum hefur þó furðulítið þokast í átt til jafnréttis. Oft er talað um hið svokallaða glerþak sem konur rekast í leið leið sinni til áhrifa. Konur sitja í stjórnum og ná að verða varaformenn en ekki formenn, þær sinna stjórnunarstörfum allskyns en staðnæmast þó iðulega í millistjórnendastöðum en verða sjaldan forstjórar eða æðstu yfirmenn, þær verða ráðherrar en ekki forsætisráðherra og þannig mætti áfram telja. Engin kona hefur gegnt stöðu bankastjóra á Íslandi og engin kona hefur verið biskup yfir Íslandi, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun kvenna í prestastétt. Sá böggull fylgdi þó skammrifi árið 1915 að konur þurftu að vera orðnar 40 ára til þess að mega kjósa til þings og enn þann dag í dag virðist jafnrétti kvenna vera ýmsum skilyrðum háð. Vitanlega hafa vígin fallið hvert af öðru. Konur hafa hér gegnt embættum sendiherra, borgarstjóra ráðuneytisstjóra og forseta hæstaréttar og konur gegna embættum háskólarektora. Meira að segja hefur kona verið forseti Íslands. En þegar kynjahlutföll í valdamestu embættum eru skoðuð eru þau konum alveg ótrúlega í óhag. Og ekki lagast það þegar litið er til fyrirtækjanna í landinu. Þar eru konur í æðstu stjórnunarstörfum teljandi ekki bara á fingrum heldur fingrum annarrar handar. Sama gildir þegar litið er til stjórnarsetu í stærstu fyrirtækjum landsins. Þar er hlutfall kvenna ótrúlega lágt. Tekjur kvenna eru enn langt frá því að ná tekjum karla og ekki virðist breyting í augsýn í þeim málum. Löggjöf og reglur sem hafa að markmiði að jafna hlut kynja eru umdeildar. Hins vegar virðist ljóst að meðan svo langt er í land eins og raun ber vitni eiga slíkar reglur fullan rétt á sér, jafnvel mætti velta fyrir sér hvort þær ættu ekki heima víðar en í dag. Ef sveitarstjórnir í landinu hefðu sett sér reglur um að jafna hlut kynja í ráðum og nefndum væri staðan í Reykjavík ekki eins og hún er í dag með yfirngnæfandi fjölda karla í flestum nefndum og ráðum. Sömuleiðis kæmi til greina að fjölmiðlar settu sér reglur um um að jafna hlut kynja, bæði varðandi val á þáttastjórnendum og viðmælendum. Karlar og konur búa yfir mismunandi reynslu. Í nútímasamfélagi er mikilvægt að reynsla beggja kynja endurspeglist sem allra víðast. Það gengur ekki lengur að karlar sitji nánast einir á toppnum, bæði í hinu opinbera kerfi og á hinum frjálsa markaði. Þessu verður að breyta hratt og örugglega. Það skilar sér í betra samfélagi fyrir alla, konur, karla og börn.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun