Vinnufriður tryggður 24. júní 2006 00:01 Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin náðu í fyrrakvöld mikilvægu samkomulagi um kaup og kjör sem ná mun til á annað hundrað þúsund launþega í landinu. Þeir spyrja sig að sjálfsögðu í kjölfarið: "Hvað fæ ég í minn hlut?" og það fer þá eftir launakjörum og efnahag hvers og eins. Aðalmarkmiðið varðandi þetta allt er hins vegar að halda verðbólgunni í skefjum og síðan að hún lækki. Þannig haldist stöðugleikinn sem verið hefur hér í efnahagslífinu á undanförnum árum. Ef hann helst ekki tapa allir. Frumkvæði Samtaka atvinnulífsins er athyglisvert í þessum efnum, en það var fyrst og fremst útspil þeirra og síðan samvinnan við verkalýðshreyfinguna sem kom þessu öllu af stað. Síðan fylgdi ríkisstjórnin eftir með yfirlýsingum sínum varðandi skattamál og fleira í þeim dúr. Ríkisstjórnin lagði upp með það í byrjun kjörtímabilsins að lækka tekjuskatt um fjögur prósentustig á tímabilinu og þegar hefur verið staðið við helming þeirrar lækkunar, en nú hefur hún orðið að draga í land að hluta, og láta undan mikilli gagnrýni á þessa tekjuskattslækkun, sem kom bæði frá stjórnarandstöðu og hagsmunasamtökum. Tekjuskatturinn mun lækka um eitt prósentustig um næstu áramót, en á móti kemur að persónuafsláttur verður hækkaður þó nokkuð. Þá er það nýmæli tekið upp að persónuafslátturinn verður vísitölutryggður og þar með heldur hann væntanlega raungildi sínu. Þetta ætti að koma í veg fyrir sífellda gagnrýni á að persónuafslátturinn sé ekki í takt við raunveruleikann, og hefur ekki hvað síst bitnað á mörgum öldruðum og öðrum sem lágar tekjur hafa. Það er mjög mikilvægt í þessum samningum að hinir lægst launuðu eiga að fá töluverðar kjarabætur, bæði með beinni launahækkun, í gegnum skatta- og vaxtabótakerfið og varðandi barnabætur. Það eru að sjálfsögðu líka margir aðrir hópar sem njóta ávaxtanna af kjarasamningunum og skattabreytingunum, en oft hefur það verið þannig þegar upp er staðið, að það eru hinir tekjuhæstu sem fá mestan ávinning í sinn hlut. Með launahækkunum og skattalækkunum er verið að auka veltuna og kaupmáttinn á þenslutímum og það er á skjön við ýmislegt í hagfræðinni. Nú þurfa því ríkið og sveitarfélögin, Seðlabankinn, fjármálastofnanir og margir fleiri sem leika stórt hlutverk í efnahagslífinu, sem aldrei fyrr að sýna ábyrgð og aðhald, svo þessi þjóðartilraun til að ná verðbólgunni niður, eins og það hefur verið orðað, takist. Sveitarstjórnarkosningar eru að baki, og framundan er kosningaár. Hvort tveggja kallar oft á meiri útgjöld hjá ríki og sveitarfélögum. Nýir meirihlutar í sveitarstjórnum vilja fylgja eftir kosningaloforðum sínum og láta til sína taka strax á fyrsta ári, og mikill þrýstingur myndast gjarnan á stjórnvöld á síðustu mánuðum kjörtímabilsins að standa við ýmis konar loforð sem gefin hafa verið. Það reynir því mikið á fjármálaráðherrann nú við undirbúning fjárlagafrumvarpsins og í haust við afgreiðslu þess. Bæði hann og aðrir þurfa því að standa á bremsunni svo þjóðartilraunin takist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin náðu í fyrrakvöld mikilvægu samkomulagi um kaup og kjör sem ná mun til á annað hundrað þúsund launþega í landinu. Þeir spyrja sig að sjálfsögðu í kjölfarið: "Hvað fæ ég í minn hlut?" og það fer þá eftir launakjörum og efnahag hvers og eins. Aðalmarkmiðið varðandi þetta allt er hins vegar að halda verðbólgunni í skefjum og síðan að hún lækki. Þannig haldist stöðugleikinn sem verið hefur hér í efnahagslífinu á undanförnum árum. Ef hann helst ekki tapa allir. Frumkvæði Samtaka atvinnulífsins er athyglisvert í þessum efnum, en það var fyrst og fremst útspil þeirra og síðan samvinnan við verkalýðshreyfinguna sem kom þessu öllu af stað. Síðan fylgdi ríkisstjórnin eftir með yfirlýsingum sínum varðandi skattamál og fleira í þeim dúr. Ríkisstjórnin lagði upp með það í byrjun kjörtímabilsins að lækka tekjuskatt um fjögur prósentustig á tímabilinu og þegar hefur verið staðið við helming þeirrar lækkunar, en nú hefur hún orðið að draga í land að hluta, og láta undan mikilli gagnrýni á þessa tekjuskattslækkun, sem kom bæði frá stjórnarandstöðu og hagsmunasamtökum. Tekjuskatturinn mun lækka um eitt prósentustig um næstu áramót, en á móti kemur að persónuafsláttur verður hækkaður þó nokkuð. Þá er það nýmæli tekið upp að persónuafslátturinn verður vísitölutryggður og þar með heldur hann væntanlega raungildi sínu. Þetta ætti að koma í veg fyrir sífellda gagnrýni á að persónuafslátturinn sé ekki í takt við raunveruleikann, og hefur ekki hvað síst bitnað á mörgum öldruðum og öðrum sem lágar tekjur hafa. Það er mjög mikilvægt í þessum samningum að hinir lægst launuðu eiga að fá töluverðar kjarabætur, bæði með beinni launahækkun, í gegnum skatta- og vaxtabótakerfið og varðandi barnabætur. Það eru að sjálfsögðu líka margir aðrir hópar sem njóta ávaxtanna af kjarasamningunum og skattabreytingunum, en oft hefur það verið þannig þegar upp er staðið, að það eru hinir tekjuhæstu sem fá mestan ávinning í sinn hlut. Með launahækkunum og skattalækkunum er verið að auka veltuna og kaupmáttinn á þenslutímum og það er á skjön við ýmislegt í hagfræðinni. Nú þurfa því ríkið og sveitarfélögin, Seðlabankinn, fjármálastofnanir og margir fleiri sem leika stórt hlutverk í efnahagslífinu, sem aldrei fyrr að sýna ábyrgð og aðhald, svo þessi þjóðartilraun til að ná verðbólgunni niður, eins og það hefur verið orðað, takist. Sveitarstjórnarkosningar eru að baki, og framundan er kosningaár. Hvort tveggja kallar oft á meiri útgjöld hjá ríki og sveitarfélögum. Nýir meirihlutar í sveitarstjórnum vilja fylgja eftir kosningaloforðum sínum og láta til sína taka strax á fyrsta ári, og mikill þrýstingur myndast gjarnan á stjórnvöld á síðustu mánuðum kjörtímabilsins að standa við ýmis konar loforð sem gefin hafa verið. Það reynir því mikið á fjármálaráðherrann nú við undirbúning fjárlagafrumvarpsins og í haust við afgreiðslu þess. Bæði hann og aðrir þurfa því að standa á bremsunni svo þjóðartilraunin takist.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun