Samfylkingin á niðurleið 1. júlí 2006 00:01 Mörgum Samfylkingarmönnum og fleirum hlýtur að hafa brugðið í brún þegar þeim birtust niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins um fylgi flokkanna í blaðinu í gær. Þar kemur fram að fylgi flokksins hefur fallið um um það bil þriðjung frá því í síðustu könnun blaðsins. Þetta gerist í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna, þar sem hlutur Samfylkingarinnar í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórnum er fremur rýr með nokkrum undantekningum þó. Samfylkingin samanstendur af þremur flokkum að meginuppistöðu; Alþýðubandalaginu, Alþýðuflokknum og Kvennalistanum. Það gekk ekki þrautalaust að koma þessum fylkingum saman og aukaafsprengi þeirrar sameiningar varð svo Vinstri grænir, sem með einörðum og ákveðnum málflutningi sínum hafa varanlega fest sig í sessi í íslenskri pólitík. Það tekur alltaf tíma fyrir þingmenn þriggja flokka að sameinast í einni samhentri sterkri breiðfylkingu í einum flokki, ekki síst í Samfylkingunni þar sem þessir þrír flokkar höfðu um margt mismunandi áherslur í pólitík. Nægir þar að nefna utanríkismál sem dæmi. Formannskjörið í Samfylkingunni hefur áreiðanlega haft sitt að segja varðandi samstöðuna í flokknum, og þótt allt sé kannski slétt og fellt á yfirborðinu, þá hafa margir þeirra sem ekki studdu núverandi formann áreiðanlega ekki haft sig eins mikið í frammi í flokksstarfinu og áður. Allt þetta er nú að koma í ljós í skoðanakönnunum. Úrslit borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík urðu mörgum Samfylkingarmönnum mikil vonbrigði. Það er ekki aðeins að fyrrverandi Reykjavíkurlistaflokkar hafi tapað borginni, þar sem Samfylkingin var öflugust, heldur var útkoma flokksins langt frá því að vera viðunandi, ef litið er á hlutina raunsæjum augum,- hvað svo sem menn sögðu á kosninganótt. Þá var árangur flokksins í heild á landsvísu langt frá því að vera góður í kosningunum sjálfum og ekki tók betra við þegar tekið var til við að raða í valdastólana í hinum fjölmörgu sveitarfélögum landsins. Forystumenn Samfylkingarinnar geta engan veginn verið ánægðir með þróun mála í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna. Í kosningunum 2003 var talað um Samfylkinguna sem þrjátíu prósenta flokk, en ef litið er á línuritið um skoðanakannanir síðan, þá reis lína hæst vorið 2004, þegar þjóðin stóð á öndinni vegna fjölmiðlafrumvarpsins fyrsta. Þá komst flokkurinn yfir 40 prósenta strikið, en síðan hefur fylgið rokkað nokkuð á milli 30 og 35 prósentanna, en svo kom hrunið nú í vikunni. Skoðanakannanir eru alltaf skoðanakannanir, en ef þetta verður þróunin, má búast við að einhverjir fari að ókyrrast innan raða flokksins, ekki þá síst vegna þess að nú eru ekki nema um tíu mánuðir í kosningar. Bröltið á stjórnarheimilinu hefði undir venjulegum kringumstæðum átt að færa Samfylkingunni styrk, en svo virðist ekki hafa orðið. Vinstri grænir hafa hins vegar sótt í sig veðrið eftir sveitarstjórnarkosningarnar, og það sama er að segja um frjálslynda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins dalað frá síðustu könnun blaðsins, en þá er á það að líta að hann var í hæstum hæðum í febrúar. Þá er svo að sjá að Framsóknarflokkurinn sé eitthvað að rétta úr kútnum, þótt enn sé varla farið að gæta áhrifa eina formannskandídatsins, sem með undraverðum hraða skaust upp á hinn pólitíska himin, og á eftir að sýna hvað í honum býr í pólitíkinni. Eitt er víst að honum verður ekki svarafátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Mörgum Samfylkingarmönnum og fleirum hlýtur að hafa brugðið í brún þegar þeim birtust niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins um fylgi flokkanna í blaðinu í gær. Þar kemur fram að fylgi flokksins hefur fallið um um það bil þriðjung frá því í síðustu könnun blaðsins. Þetta gerist í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna, þar sem hlutur Samfylkingarinnar í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórnum er fremur rýr með nokkrum undantekningum þó. Samfylkingin samanstendur af þremur flokkum að meginuppistöðu; Alþýðubandalaginu, Alþýðuflokknum og Kvennalistanum. Það gekk ekki þrautalaust að koma þessum fylkingum saman og aukaafsprengi þeirrar sameiningar varð svo Vinstri grænir, sem með einörðum og ákveðnum málflutningi sínum hafa varanlega fest sig í sessi í íslenskri pólitík. Það tekur alltaf tíma fyrir þingmenn þriggja flokka að sameinast í einni samhentri sterkri breiðfylkingu í einum flokki, ekki síst í Samfylkingunni þar sem þessir þrír flokkar höfðu um margt mismunandi áherslur í pólitík. Nægir þar að nefna utanríkismál sem dæmi. Formannskjörið í Samfylkingunni hefur áreiðanlega haft sitt að segja varðandi samstöðuna í flokknum, og þótt allt sé kannski slétt og fellt á yfirborðinu, þá hafa margir þeirra sem ekki studdu núverandi formann áreiðanlega ekki haft sig eins mikið í frammi í flokksstarfinu og áður. Allt þetta er nú að koma í ljós í skoðanakönnunum. Úrslit borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík urðu mörgum Samfylkingarmönnum mikil vonbrigði. Það er ekki aðeins að fyrrverandi Reykjavíkurlistaflokkar hafi tapað borginni, þar sem Samfylkingin var öflugust, heldur var útkoma flokksins langt frá því að vera viðunandi, ef litið er á hlutina raunsæjum augum,- hvað svo sem menn sögðu á kosninganótt. Þá var árangur flokksins í heild á landsvísu langt frá því að vera góður í kosningunum sjálfum og ekki tók betra við þegar tekið var til við að raða í valdastólana í hinum fjölmörgu sveitarfélögum landsins. Forystumenn Samfylkingarinnar geta engan veginn verið ánægðir með þróun mála í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna. Í kosningunum 2003 var talað um Samfylkinguna sem þrjátíu prósenta flokk, en ef litið er á línuritið um skoðanakannanir síðan, þá reis lína hæst vorið 2004, þegar þjóðin stóð á öndinni vegna fjölmiðlafrumvarpsins fyrsta. Þá komst flokkurinn yfir 40 prósenta strikið, en síðan hefur fylgið rokkað nokkuð á milli 30 og 35 prósentanna, en svo kom hrunið nú í vikunni. Skoðanakannanir eru alltaf skoðanakannanir, en ef þetta verður þróunin, má búast við að einhverjir fari að ókyrrast innan raða flokksins, ekki þá síst vegna þess að nú eru ekki nema um tíu mánuðir í kosningar. Bröltið á stjórnarheimilinu hefði undir venjulegum kringumstæðum átt að færa Samfylkingunni styrk, en svo virðist ekki hafa orðið. Vinstri grænir hafa hins vegar sótt í sig veðrið eftir sveitarstjórnarkosningarnar, og það sama er að segja um frjálslynda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins dalað frá síðustu könnun blaðsins, en þá er á það að líta að hann var í hæstum hæðum í febrúar. Þá er svo að sjá að Framsóknarflokkurinn sé eitthvað að rétta úr kútnum, þótt enn sé varla farið að gæta áhrifa eina formannskandídatsins, sem með undraverðum hraða skaust upp á hinn pólitíska himin, og á eftir að sýna hvað í honum býr í pólitíkinni. Eitt er víst að honum verður ekki svarafátt.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun