Óbeinar reykingar 3. júlí 2006 00:01 Landlæknir Bandaríkjanna birti í síðustu viku skýrslu um áhrif óbeinna reykinga á þá sem ekki reykja, og þar er tekinn af allur vafi um skaðsemi óbeinna reykinga. Segir í skýrslunni að óbeinar reykingar séu óumdeilanlega mikið heilbrigðisvandamál, sem valdi ótímabærum dauða af völdum hjartasjúkdóma og krabbameins meðal þúsunda manna, sem ekki reykja. Það voru löngum miklar umræður um það hvort óbeinar reykingar séu hættulegar heilsu manna og gerðar margar rannsóknir þar að lútandi. Allt frá því að skýrsla bandaríska landlæknisins um þetta efni kom út fyrir 10 árum hafa fleiri og fleiri rannsóknaniðurstöður bent til hættunnar sem stafar af óbeinum reykingum og nú segir embætti hans að það það þurfi ekki að ræða þetta mál frekar, því niðurstöður rannsókna séu alveg á hreinu. Þetta eru miklar fullyrðingar, sem vonandi fá staðist. Reyndar er það svo að á allra síðustu árum hafa fleiri og fleiri lönd sett lög til að koma í veg fyrir skaða af völdum óbeinna reykinga. Engin slik lög hafa að vísu verið sett í þessa veru á landsvísu í sjálfum Bandaríkjunum, en mörg ríki þar i landi hafa hinsvegar sett reglur um bann við reykingum á almenningsstöðum og á veitingahúsum svo dæmi séu tekin. Ástæða þess að reykingabanna hefur ekki verið leitt í landslög í Bandaríkjunum, eru sú að þingmenn þar í landi eru undir gífurlegum þrýsting frá opinberum og óopinberum fulltrúum tóbaksiðnaðarins þar í landi. Það er líka álit margra að það sé betra fyrir andstæðinga reykinga að bann við þeim sé á vettvangi ríkjanna, en ekki alríkislög, sem myndu þá verða miklu veikari og með mörgum undanþágum. Í hinni nýbirtu skýrslu segir að óbeinar reykingar auki hættuna á hjartasjúkdómum hjá fullorðnum um 25 ¿ 30 af hundraði og álíka mikið varðandi krabbamein. Þá er bent á mikla hættu af óbeinum reykingum á börn í móðurkviði á meðgöngutíma, að ekki sé talað um áhrifin á ungabörn, en þau eru talin mun meiri en áður hafði verið haldið fram. Aðskilnaður reykingamanna og þeirra sem ekki reykja á veitingastöðum og víða annars staðar þar sem margir koma saman, er ekki talinn skila neinum árangri til að verja þá sem ekki reykja, og því sé eina ráðið algjört bann við reykingum á veitingastöðum og víðar. Í mörgum löndum Vestur Evrópu hefur verið sett bann við reykingum á veitingastöðum til heilla fyrir alla. Ekki hefur mikið farið fyrir mótmælum reykingamanna þótt þeir geti nú ekki í mörgum löndum kveikt sér í sígarettu yfir bjórglasi við barborð. Við Íslendingar erum orðnir á eftir mörgum þjóðum í þessum efnum, því reykingabann í stofnunum og fyrirtækjum gengur ekki í gildi hér fyrr en 1. júní á næsta ári. Lengi vel vorum við í fararbroddi varðandi lög um reykingavarnir því þegar árið 1984 voru sett hér lög um þessi efni, þótt þar hafi ekki verið gert ráð fyrir reykingabanni eins og nú. Fram til þess tíma að bannið gengur í gildi, ættu reykingamenn að sjá að sér og hlífa öðrum við óbeinum reykingum. Þetta á ekki síst varðandi börn og ungmenni, sem eru sérstaklega viðkvæm varðandi reykingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun
Landlæknir Bandaríkjanna birti í síðustu viku skýrslu um áhrif óbeinna reykinga á þá sem ekki reykja, og þar er tekinn af allur vafi um skaðsemi óbeinna reykinga. Segir í skýrslunni að óbeinar reykingar séu óumdeilanlega mikið heilbrigðisvandamál, sem valdi ótímabærum dauða af völdum hjartasjúkdóma og krabbameins meðal þúsunda manna, sem ekki reykja. Það voru löngum miklar umræður um það hvort óbeinar reykingar séu hættulegar heilsu manna og gerðar margar rannsóknir þar að lútandi. Allt frá því að skýrsla bandaríska landlæknisins um þetta efni kom út fyrir 10 árum hafa fleiri og fleiri rannsóknaniðurstöður bent til hættunnar sem stafar af óbeinum reykingum og nú segir embætti hans að það það þurfi ekki að ræða þetta mál frekar, því niðurstöður rannsókna séu alveg á hreinu. Þetta eru miklar fullyrðingar, sem vonandi fá staðist. Reyndar er það svo að á allra síðustu árum hafa fleiri og fleiri lönd sett lög til að koma í veg fyrir skaða af völdum óbeinna reykinga. Engin slik lög hafa að vísu verið sett í þessa veru á landsvísu í sjálfum Bandaríkjunum, en mörg ríki þar i landi hafa hinsvegar sett reglur um bann við reykingum á almenningsstöðum og á veitingahúsum svo dæmi séu tekin. Ástæða þess að reykingabanna hefur ekki verið leitt í landslög í Bandaríkjunum, eru sú að þingmenn þar í landi eru undir gífurlegum þrýsting frá opinberum og óopinberum fulltrúum tóbaksiðnaðarins þar í landi. Það er líka álit margra að það sé betra fyrir andstæðinga reykinga að bann við þeim sé á vettvangi ríkjanna, en ekki alríkislög, sem myndu þá verða miklu veikari og með mörgum undanþágum. Í hinni nýbirtu skýrslu segir að óbeinar reykingar auki hættuna á hjartasjúkdómum hjá fullorðnum um 25 ¿ 30 af hundraði og álíka mikið varðandi krabbamein. Þá er bent á mikla hættu af óbeinum reykingum á börn í móðurkviði á meðgöngutíma, að ekki sé talað um áhrifin á ungabörn, en þau eru talin mun meiri en áður hafði verið haldið fram. Aðskilnaður reykingamanna og þeirra sem ekki reykja á veitingastöðum og víða annars staðar þar sem margir koma saman, er ekki talinn skila neinum árangri til að verja þá sem ekki reykja, og því sé eina ráðið algjört bann við reykingum á veitingastöðum og víðar. Í mörgum löndum Vestur Evrópu hefur verið sett bann við reykingum á veitingastöðum til heilla fyrir alla. Ekki hefur mikið farið fyrir mótmælum reykingamanna þótt þeir geti nú ekki í mörgum löndum kveikt sér í sígarettu yfir bjórglasi við barborð. Við Íslendingar erum orðnir á eftir mörgum þjóðum í þessum efnum, því reykingabann í stofnunum og fyrirtækjum gengur ekki í gildi hér fyrr en 1. júní á næsta ári. Lengi vel vorum við í fararbroddi varðandi lög um reykingavarnir því þegar árið 1984 voru sett hér lög um þessi efni, þótt þar hafi ekki verið gert ráð fyrir reykingabanni eins og nú. Fram til þess tíma að bannið gengur í gildi, ættu reykingamenn að sjá að sér og hlífa öðrum við óbeinum reykingum. Þetta á ekki síst varðandi börn og ungmenni, sem eru sérstaklega viðkvæm varðandi reykingar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun