Hvalir og tilfinningar 16. ágúst 2006 00:01 Fyrir rúmlega fimm árum datt ónefndum íslenskum athafnamanni í hug að sækja um leyfi til stjórnvalda til að setja á fót bú þar sem hann hugðist rækta hunda til manneldis. Varla þarf að taka fram að hann ætlaði kjötið til útflutnings en ekki á heimamarkað. Viðbrögð þjóðarinnar voru á tvenna lund, annars vegar tók fólk þessu sem lélegum brandara, og hins vegar var hugmyndin harðlega fordæmd, eins og hundakjötsát er reyndar almennt gert á Vesturlöndum. Í Kóreu þykja hundar hins vegar herramannsmatur. Þar bjóða mörg þúsund veitingastaðir upp á svokallaða poshintang-súpu úr hundakjöti. Þetta er vinsæll réttur, sérstaklega á heitum sumardögum enda þykir hundasúpan sérlega svalandi og auk þess mýkjandi fyrir húð kvenna. Af hverju er um þetta ritað hér? Jú, vegna þess að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til skoðunar innan sjávarútvegsráðuneytisins að leyfa á nýjan leik hvalveiðar í atvinnuskyni, og að skoðanakannanir hafi ítrekað sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar er því fylgjandi þrátt fyrir augljósa andstöðu alþjóðasamfélagsins. Er þjóðin þar í sömu sporum og Kóreubúar sem vilja halda áfram að borða sína hunda þrátt fyrir fordæmingu þeirra sem ekki eru vanir þeirri hefð. Hvalveiðar í atvinnuskyni eru nú til skoðunar vegna þess að ekki eru lengur í gildi skilyrði sem sett voru fyrir inngöngu Íslands á nýjan leik í Alþjóðahvalveiðiráðið fyrir fjórum árum. Með endurnýjaðri þátttöku í ráðinu átti að freista þess að vinna hvalveiðum í atvinnuskyni fylgi á þeim vettvangi en það gekk ekki eftir. Ekki dugar þótt sýnt hafi verið fram á með vísindalegum hætti að fjölmargir hvalastofnar eru ekki í útrýmingarhættu og þola því hæglega skynsamlega nýtingu. Rétt eins og það álit að hundaát Kóreubúa sé skepnuskapur, byggir andúð alþjóðasamfélagsins á hvalveiðum á tilfinningalegum rökum. Það er hins vegar dálítið kaldhæðnislegt að á sama tíma og mótspyrnu við hvalveiðar er viðhaldið á heimsvísu vegna væntumþykju í garð þessara stærstu íbúa jarðarinnar, er nánast hægt að fullyrða að sú eindregna skoðun meirihluta Íslendinga að við eigum að hefja hvalveiðar sem fyrst, er einnig mun frekar byggð á tilfinningum, og nánast þjóðrembu, en skynsemi. Þannig er viðhorfið þegar rætt er um hvalveiðar gjarnan á þá leið að öðrum þjóðum komi ekki við hvernig náttúruauðlindir eru nýttar hér á landi ef það er gert á hóflegan hátt. Það er þó alveg morgunljóst að tekjur þjóðarbúsins af hvalveiðum yrðu óverulegar. Reynsla úr fortíð segir okkur líka að þeim fylgi mikil hætta á grimmilegum mótmælum og jafnvel verður allt sem íslenskt er sniðgengið, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir einhæfan útflutning landsins sem og þá miklu uppbyggingu sem ferðaþjónustan hefur staðið í undanfarin ár. Skynsemin segir okkur því að láta hvalina í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Fyrir rúmlega fimm árum datt ónefndum íslenskum athafnamanni í hug að sækja um leyfi til stjórnvalda til að setja á fót bú þar sem hann hugðist rækta hunda til manneldis. Varla þarf að taka fram að hann ætlaði kjötið til útflutnings en ekki á heimamarkað. Viðbrögð þjóðarinnar voru á tvenna lund, annars vegar tók fólk þessu sem lélegum brandara, og hins vegar var hugmyndin harðlega fordæmd, eins og hundakjötsát er reyndar almennt gert á Vesturlöndum. Í Kóreu þykja hundar hins vegar herramannsmatur. Þar bjóða mörg þúsund veitingastaðir upp á svokallaða poshintang-súpu úr hundakjöti. Þetta er vinsæll réttur, sérstaklega á heitum sumardögum enda þykir hundasúpan sérlega svalandi og auk þess mýkjandi fyrir húð kvenna. Af hverju er um þetta ritað hér? Jú, vegna þess að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til skoðunar innan sjávarútvegsráðuneytisins að leyfa á nýjan leik hvalveiðar í atvinnuskyni, og að skoðanakannanir hafi ítrekað sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar er því fylgjandi þrátt fyrir augljósa andstöðu alþjóðasamfélagsins. Er þjóðin þar í sömu sporum og Kóreubúar sem vilja halda áfram að borða sína hunda þrátt fyrir fordæmingu þeirra sem ekki eru vanir þeirri hefð. Hvalveiðar í atvinnuskyni eru nú til skoðunar vegna þess að ekki eru lengur í gildi skilyrði sem sett voru fyrir inngöngu Íslands á nýjan leik í Alþjóðahvalveiðiráðið fyrir fjórum árum. Með endurnýjaðri þátttöku í ráðinu átti að freista þess að vinna hvalveiðum í atvinnuskyni fylgi á þeim vettvangi en það gekk ekki eftir. Ekki dugar þótt sýnt hafi verið fram á með vísindalegum hætti að fjölmargir hvalastofnar eru ekki í útrýmingarhættu og þola því hæglega skynsamlega nýtingu. Rétt eins og það álit að hundaát Kóreubúa sé skepnuskapur, byggir andúð alþjóðasamfélagsins á hvalveiðum á tilfinningalegum rökum. Það er hins vegar dálítið kaldhæðnislegt að á sama tíma og mótspyrnu við hvalveiðar er viðhaldið á heimsvísu vegna væntumþykju í garð þessara stærstu íbúa jarðarinnar, er nánast hægt að fullyrða að sú eindregna skoðun meirihluta Íslendinga að við eigum að hefja hvalveiðar sem fyrst, er einnig mun frekar byggð á tilfinningum, og nánast þjóðrembu, en skynsemi. Þannig er viðhorfið þegar rætt er um hvalveiðar gjarnan á þá leið að öðrum þjóðum komi ekki við hvernig náttúruauðlindir eru nýttar hér á landi ef það er gert á hóflegan hátt. Það er þó alveg morgunljóst að tekjur þjóðarbúsins af hvalveiðum yrðu óverulegar. Reynsla úr fortíð segir okkur líka að þeim fylgi mikil hætta á grimmilegum mótmælum og jafnvel verður allt sem íslenskt er sniðgengið, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir einhæfan útflutning landsins sem og þá miklu uppbyggingu sem ferðaþjónustan hefur staðið í undanfarin ár. Skynsemin segir okkur því að láta hvalina í friði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun