Óháð áhættumat 19. ágúst 2006 00:01 Vinnu við stærstu framkvæmd Íslandssögunnar er að ljúka. Síðustu vikur hefur efasemdarröddum um virkjunina fjölgað. Deilt hefur verið um arðsemi framkvæmdarinnar og einnig um jarðfræðilegar forsendur hennar. Ekki er dregið í efa að til mikils var að vinna að gefa atvinnulífi á Austurlandi innspýtingu. Hitt er annað mál að orkufrekur iðnaður er ekki eina leiðin sem fyrir hendi er til að veita slíka innspýtingu og sömuleiðis að möguleikar á að framleiða orku á Íslandi eru fleiri en svo að leggja hafi þurft í slíka stórframkvæmd sem virkjunin við Kárahnjúka er. Upplýsingar sem fram hafa komið síðustu vikur sýna að sprungusvæðið, sem talið var liggja mun vestar en framkvæmdasvæðið, og umhverfismat á framkvæmdinni byggði á þeim upplýsingum, er á framkvæmdasvæðinu sjálfu. Þetta hefur verið vitað í ellefu mánuði eða frá því að niðurstöður rannsóknar jarðfræðinganna Kristjáns Sæmundssonar og Hauks Jóhannessonar lágu fyrir í fyrrahaust. Þessar niðurstöður komu hins vegar ekki fyrir almenningssjónir fyrr en í Fréttablaðinu í lok síðasta mánaðar. "Að byggja stíflur og lón á virku misgengisbelti, og það á úthafsskorpu, gæti verið ískyggileg bíræfni," sagði hinn virti jarðvísindamaður Haraldur Sigurðsson sem starfað hefur við University of Rhode Island í liðlega 30 ár, meðal annars þegar blaðið bað hann að fjalla um þessa skýrslu. Forráðamenn Landsvirkjunar halda því á móti fram að virkjunin standi á traustum stoðum og að hún þoli hreyfingar jarðar. Vonandi er það svo en þjóðin, sem er fjárhagslega ábyrg fyrir þessari framkvæmd, hlýtur að fara fram á að áður en vatni verður hleypt á Hálslón fari fram á henni óháð áhættumat, mat sem ekki er kostað af sama aðila og gengst fyrir framkvæmdinni, Landsvirkjun. Upp úr stendur að svo virðist sem undirbúningur undir þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar sé hvergi nærri nógu vandaður. Allt of mörgum spurningum er enn ósvarað þegar einungis eru nokkrar vikur þangað til vatni verður hleypt á Hálslón, ef áætlanir standast. Þetta bætist við umhverfissjónarmið sem einnig mæla eindregið gegn virkjuninni. Ósnortið víðerni, að stórum hluta klætt gróðri, fer undir vatn og ósvarað er til dæmis ýmsum spurningum um áhrif virkjunarinnar á lífið í sjónum við Norðausturland og áhrif foks á jökulframburði vegna þess hve yfirborð lónsins verður breytilegt. Þá er ótalið að verðið sem kaupendur munu greiða fyrir orkuna sem á að framleiða í Kárahnjúkavirkjun er greinilega svo lágt að forsvarsmenn Landsvirkjunar treysta sér ekki til að gefa það upp við íslensku þjóðina sem þó á Landsvirkjun. Líklega verður úr þessu ekki aftur snúið með Kárahnjúkavirkjun. Vatninu verður hleypt á lónið. Úr því sem komið er verður að vona að ekki gangi eftir verstu spár um áhrif virkjunarinnar. Sömuleiðis verða borgarar þessa lands að gera kröfu um að aldrei verði aftur lagt af stað í svo óafturkræfan leiðangur eins og virkjunarframkvæmdin við Kárahnjúka er án þess að undirbúningur taki af allan vafa um að framkvæmdin sé forsvaranleg bæði með tilliti til umhverfis og arðsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Vinnu við stærstu framkvæmd Íslandssögunnar er að ljúka. Síðustu vikur hefur efasemdarröddum um virkjunina fjölgað. Deilt hefur verið um arðsemi framkvæmdarinnar og einnig um jarðfræðilegar forsendur hennar. Ekki er dregið í efa að til mikils var að vinna að gefa atvinnulífi á Austurlandi innspýtingu. Hitt er annað mál að orkufrekur iðnaður er ekki eina leiðin sem fyrir hendi er til að veita slíka innspýtingu og sömuleiðis að möguleikar á að framleiða orku á Íslandi eru fleiri en svo að leggja hafi þurft í slíka stórframkvæmd sem virkjunin við Kárahnjúka er. Upplýsingar sem fram hafa komið síðustu vikur sýna að sprungusvæðið, sem talið var liggja mun vestar en framkvæmdasvæðið, og umhverfismat á framkvæmdinni byggði á þeim upplýsingum, er á framkvæmdasvæðinu sjálfu. Þetta hefur verið vitað í ellefu mánuði eða frá því að niðurstöður rannsóknar jarðfræðinganna Kristjáns Sæmundssonar og Hauks Jóhannessonar lágu fyrir í fyrrahaust. Þessar niðurstöður komu hins vegar ekki fyrir almenningssjónir fyrr en í Fréttablaðinu í lok síðasta mánaðar. "Að byggja stíflur og lón á virku misgengisbelti, og það á úthafsskorpu, gæti verið ískyggileg bíræfni," sagði hinn virti jarðvísindamaður Haraldur Sigurðsson sem starfað hefur við University of Rhode Island í liðlega 30 ár, meðal annars þegar blaðið bað hann að fjalla um þessa skýrslu. Forráðamenn Landsvirkjunar halda því á móti fram að virkjunin standi á traustum stoðum og að hún þoli hreyfingar jarðar. Vonandi er það svo en þjóðin, sem er fjárhagslega ábyrg fyrir þessari framkvæmd, hlýtur að fara fram á að áður en vatni verður hleypt á Hálslón fari fram á henni óháð áhættumat, mat sem ekki er kostað af sama aðila og gengst fyrir framkvæmdinni, Landsvirkjun. Upp úr stendur að svo virðist sem undirbúningur undir þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar sé hvergi nærri nógu vandaður. Allt of mörgum spurningum er enn ósvarað þegar einungis eru nokkrar vikur þangað til vatni verður hleypt á Hálslón, ef áætlanir standast. Þetta bætist við umhverfissjónarmið sem einnig mæla eindregið gegn virkjuninni. Ósnortið víðerni, að stórum hluta klætt gróðri, fer undir vatn og ósvarað er til dæmis ýmsum spurningum um áhrif virkjunarinnar á lífið í sjónum við Norðausturland og áhrif foks á jökulframburði vegna þess hve yfirborð lónsins verður breytilegt. Þá er ótalið að verðið sem kaupendur munu greiða fyrir orkuna sem á að framleiða í Kárahnjúkavirkjun er greinilega svo lágt að forsvarsmenn Landsvirkjunar treysta sér ekki til að gefa það upp við íslensku þjóðina sem þó á Landsvirkjun. Líklega verður úr þessu ekki aftur snúið með Kárahnjúkavirkjun. Vatninu verður hleypt á lónið. Úr því sem komið er verður að vona að ekki gangi eftir verstu spár um áhrif virkjunarinnar. Sömuleiðis verða borgarar þessa lands að gera kröfu um að aldrei verði aftur lagt af stað í svo óafturkræfan leiðangur eins og virkjunarframkvæmdin við Kárahnjúka er án þess að undirbúningur taki af allan vafa um að framkvæmdin sé forsvaranleg bæði með tilliti til umhverfis og arðsemi.