Viðskipti innlent

Samkeppnismál á ensku

Samkeppniseftirlitsvefurinn Nýverið voru opnaðar síður á ensku á vef Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitsvefurinn Nýverið voru opnaðar síður á ensku á vef Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið hefur opnað enska útgáfu af heimasíðu sinni á slóðinni www.samkeppni.is/en. Með þessu segist Samkeppniseftirlitið vilja leggja sitt af mörkum til þess að efla þekkingu í útlöndum á samkeppnismálum hér.

"Heimasíðu Samkeppniseftirlitsins er ætlað að vera öflug upplýsingaveita um samkeppnismál," segir á vef stofnunarinnar, en þar er meðal annars að finna upplýsingar um skipulag, málshraða, málsmeðferð, lög og reglur um samkeppnismál og erlent samstarf, sem og leiðbeiningar um hvernig erindi til Samkeppniseftirlitsins skulu úr garði gerð. Þá er á vefnum hægt að senda inn ábendingar um möguleg brot á samkeppnislögum, auk þess sem þar er að finna ákvarðanir eftirlitsins og aðrar fréttir um samkeppnismál.

"Ákvarðanir eftirlitsins verða þó ekki þýddar, en yfirlit yfir ákvarðanir, meginniðurstöður, og í einstökum tilvikum útdráttur máls verður aðgengilegur á ensku," segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×