Sparar kylfingum tíma með rástímaleitarsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 15:12 Elíasi Gíslasyni fannst hvimleitt að þurfa að fletta í gegnum fjölda síðna til þess að leita að lausum rástímum í golf. Hann bjó því til síðu þar sem hægt er að sjá stöðuna í fjölda klúbba á einum og sama staðnum. Vísir Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum. Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni. Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni.
Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira