Herlaust Ísland 1. október 2006 00:01 Það hafa líklega fáir misst úr svefni í nótt þótt bandarískur her hafi ekki lengur fasta viðveru hér á landi. Ísland er orðið herlaust land. Varnarliðið fór af landi brott í gær. Almennir borgarar hafa ekki látið sig þetta mál miklu varða. Það virðist skipta fólkið á götunni litlu máli hvort hér sé her eða ekki. Stjórnarandstöðunni hefur heldur ekki tekist að ýfa upp óánægju meðal almennings yfir þessari niðurstöðu. Engum finnst hann óöruggari á Íslandi 1. október 2006 en hann var 1. október 2005. Öryggi er samt ekki sjálfgefin tilfinning þótt mikilvæg sé. Allir skynja þann óróleika sem einkennt hefur samskipti ríkja undanfarin ár og hverfist oft um Bandaríkin. Það er ekkert endilega friðvænlegra í heiminum nú en á tímum kalda stríðsins. Ísland er bara ekki í miðju átakanna eins og áður. Íslendingar munu áfram búa við þau forréttindi að mesta herveldi heims tryggir öryggi þeirra. Ný varnaráætlun Bandaríkjamanna sem byggir á varnarsamningnum frá 1951 og vera okkar í NATO mynda áfram grunn að varnar- og öryggisstefnu þjóðarinnar. Til viðbótar við nýja varnaráætlun hefur ríkisstjórnin gefið út yfirlýsingu um eflingu landhelgisgæslu, landamæravörslu og greiningarvinnu lögreglu. Sjálfstæðri þjóð er engin vorkunn í að taka meiri þátt í eigin vörnum og reka sjálf alþjóðaflugvöll. Flestir eru sammála um það meginhlutverk ríkisins að tryggja öryggi lands og þjóðar. Í því felst að verja rétt borgaranna í víðum skilningi; annars vegar fyrir hver öðrum og hins vegar fyrir borgurum annarra ríkja. Lögreglan hefur haft það hlutverk að verja rétt borgaranna. Hún gætir að því að lögum landsins sé framfylgt og fólk sé ekki beitt rangindum. Íslenska ríkið hafði ekki bolmagn til þess að verja Íslendinga gegn þeirri ógn sem steðjaði að landinu eftir heimstyrjöldina síðari. Til að uppfylla þessa frumskyldu sína kusu stjórnmálamenn þess tíma að ganga í bandalag með vinaþjóðum. Aðeins þannig var öryggi Íslands tryggt. Í ljósi þessa er óskiljanlegt af hverju vinstrimenn á Íslandi hafa í gegnum tíðina verið andvígir því að landvarnir landsins séu tryggðar í samstarfi við aðrar þjóðir. Íslendingar höfðu ekki og hafa ekki enn burði til þess einir og óstuddir. Séu vinstrimenn sammála því hlutverki ríkisins að verja borgarana hverja fyrir öðrum hljóta þeir einnig að vera sammála því hlutverki ríkisins að verja borgarana gagnvart órétti borgara annarra ríkja. Annars eru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér. Það er ekki hægt að afgreiða öryggismál þjóðarinnar með því að segja að engin ógn steðji að landinu. Við verðum að gera ráðstafanir og vera reiðubúin að bregðast við. Hvað hafa vinstri grænir annað fram að færa í umræðu um öryggis- og varnarmál Íslands en að skamma bandaríska herinn fyrir mengun á varnarsvæðinu? Eru vinstri grænir ekki samkvæmir sjálfum sér? Miðað við getu þjóðarinnar til að verjast utanaðkomandi ógn, vilja Bandaríkjamanna til varnarsamstarfs og stöðu heimsmála er niðurstaðan í varnarviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda fullkomlega ásættanleg. Flestir munu sofna vært í kvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Það hafa líklega fáir misst úr svefni í nótt þótt bandarískur her hafi ekki lengur fasta viðveru hér á landi. Ísland er orðið herlaust land. Varnarliðið fór af landi brott í gær. Almennir borgarar hafa ekki látið sig þetta mál miklu varða. Það virðist skipta fólkið á götunni litlu máli hvort hér sé her eða ekki. Stjórnarandstöðunni hefur heldur ekki tekist að ýfa upp óánægju meðal almennings yfir þessari niðurstöðu. Engum finnst hann óöruggari á Íslandi 1. október 2006 en hann var 1. október 2005. Öryggi er samt ekki sjálfgefin tilfinning þótt mikilvæg sé. Allir skynja þann óróleika sem einkennt hefur samskipti ríkja undanfarin ár og hverfist oft um Bandaríkin. Það er ekkert endilega friðvænlegra í heiminum nú en á tímum kalda stríðsins. Ísland er bara ekki í miðju átakanna eins og áður. Íslendingar munu áfram búa við þau forréttindi að mesta herveldi heims tryggir öryggi þeirra. Ný varnaráætlun Bandaríkjamanna sem byggir á varnarsamningnum frá 1951 og vera okkar í NATO mynda áfram grunn að varnar- og öryggisstefnu þjóðarinnar. Til viðbótar við nýja varnaráætlun hefur ríkisstjórnin gefið út yfirlýsingu um eflingu landhelgisgæslu, landamæravörslu og greiningarvinnu lögreglu. Sjálfstæðri þjóð er engin vorkunn í að taka meiri þátt í eigin vörnum og reka sjálf alþjóðaflugvöll. Flestir eru sammála um það meginhlutverk ríkisins að tryggja öryggi lands og þjóðar. Í því felst að verja rétt borgaranna í víðum skilningi; annars vegar fyrir hver öðrum og hins vegar fyrir borgurum annarra ríkja. Lögreglan hefur haft það hlutverk að verja rétt borgaranna. Hún gætir að því að lögum landsins sé framfylgt og fólk sé ekki beitt rangindum. Íslenska ríkið hafði ekki bolmagn til þess að verja Íslendinga gegn þeirri ógn sem steðjaði að landinu eftir heimstyrjöldina síðari. Til að uppfylla þessa frumskyldu sína kusu stjórnmálamenn þess tíma að ganga í bandalag með vinaþjóðum. Aðeins þannig var öryggi Íslands tryggt. Í ljósi þessa er óskiljanlegt af hverju vinstrimenn á Íslandi hafa í gegnum tíðina verið andvígir því að landvarnir landsins séu tryggðar í samstarfi við aðrar þjóðir. Íslendingar höfðu ekki og hafa ekki enn burði til þess einir og óstuddir. Séu vinstrimenn sammála því hlutverki ríkisins að verja borgarana hverja fyrir öðrum hljóta þeir einnig að vera sammála því hlutverki ríkisins að verja borgarana gagnvart órétti borgara annarra ríkja. Annars eru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér. Það er ekki hægt að afgreiða öryggismál þjóðarinnar með því að segja að engin ógn steðji að landinu. Við verðum að gera ráðstafanir og vera reiðubúin að bregðast við. Hvað hafa vinstri grænir annað fram að færa í umræðu um öryggis- og varnarmál Íslands en að skamma bandaríska herinn fyrir mengun á varnarsvæðinu? Eru vinstri grænir ekki samkvæmir sjálfum sér? Miðað við getu þjóðarinnar til að verjast utanaðkomandi ógn, vilja Bandaríkjamanna til varnarsamstarfs og stöðu heimsmála er niðurstaðan í varnarviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda fullkomlega ásættanleg. Flestir munu sofna vært í kvöld.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun